Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 30
Benedikt Jasonarson Uppáhalds sálmurinn Uppspretta lofgjörðar Daviðssálmar eru mér kærir og stöðug uppspretta þakkar- gjörðar. Mér er því vandi á höndum þegar mér er uppá- lagt að velja einn þeirra sem uppáhalds- sálm. Það er því líkast að ég eigi að benda á eina gersemi í gildum sjóði Benedikt Jasonarson er kristniboði. gimsteina og segja hana bera af þeim öllum. Ég verð að segja sem er að slíkt er mér ofviða. Ég get ekki hampað einum davíðssálmi umfram annan af þeim mörgu sem mér þykir vænt um. Sá sálmur sem ég tilgreini hér lendir á blaði vegna þess að honum skaut fyrst upp í hugann þegar tilmælin um að „tilnefna" uppáhaldssálminn bárust mér. Það er 103. davíðssálmur. Fyrst í þeim sálmi les ég áskorun sálmaskáldsins, um að lofa Drottin og gleyma ekki neinum velgjörðum hans. Þegar ég hugleiði velgjörðir Guðs brýst lofgjörðin fram. Mér, syndugum manni, leyfist að lyfta höfði og lofa Guð. Það er ekki vegna þess að ég sé frábær heldur vegna þess hvemig hann er. „Hann íyrirgefur allar misgjörðir þínar og læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröflnni, krýnir þig náð og miskunn. Hann mettar þig gæðum..." (v. 3-5). „Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæsku- ríkur" (v. 8). Við höfum fjölmargar ástæður til að lofa Drottin en í þessum sálmi er sérstaklega bent á náð hans, miskunn og kærleika. Drottinn fyrir- gefur syndir vegna þess að hann elskar syndarann. „Hann hefur eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum” (v. 10). Miskunn Guðs við þá sem óttast hann er voldug, segir í 11. versinu. En hvem hefði getað grunað að hún væri eins voldug og 12. versið greinir frá? Það er ekki síst vegna þess sem þar segir að mér þykir vænt um þennan sálm. Fyrirgefning Guðs er algjör og yflrgripsmikil: „Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefur hann fjarlægt afbrot vor frá oss.” Þegar ég reyni að gera mér grein fyrir hvað í þessum orðum felst liggur við að mig sundli. Úr Ritningunni þekkjum við margs konar myndmál um fyrirgefningu syndanna: „Þú munt aftur miskunna oss, troða niður misgjörðir vorar. Já, þú munt varpa öllum syndum vomm í djúp hafsins" (Míka 7,19). - sterk mynd, en myndin í 103. sálmi Davíðs er enn öflugri. Það sjáum við vel þegar við minnumst þess að því sem varpað er í djúp hafsins getur skolað á land aftur. (Aðalhugsunin í myndinni um djúp hafsins er þó sú að það sem þangað sé kastað sé horfið fyrir fullt og allt, úr sögunni, komi ekki til álita framar.) í Jes. 1,18 segir: „Þó að syndir yðar séu sem skarlat skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri skulu þær verða sem ull.” Hér er sterk mynd sem talar um algjöra hreinsun. í davíðssálmi 51 er talað um að „afmá brot” og „þvo hreinan af misgjörð". í Kólossubréflnu segir að Guð hafi „afmáð skuldabréfið" sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum, að hann hafi „tekið það burt“ með því að negla það á krossinn." Allt eru þetta sterkar myndir og vel til þess fallnar að gera okkur grein fýrir í hverju íýrirgefning Guðs er fólgin. 12. versið í 103. sálmi Davíðs segir það sama með nokkuð öðrum, sterkum hætti sem nær ekki til okkar nema við liggjum yfir myndinni og kryfjum hana til mergjar. Kannski við náum þessari táknmynd best með þvi að spyrja: Hve langt þarf „austrið" að fara í „vestur" til þess að hitta „vestrið" íýrir? Og svarið er: Það er alveg sama hve langt „austrið" heldur í vestur - það hittir „vestrið” aldrei fýrir. ,Austrið“ verður alltaf vestur af vestrinu - og þvi getur ekkert breytt. Sé syndin fyrirgefin er hún með öllu horfin sem sekt. „Miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar1' (v. 17). „Lofa þú Drottin, sála mín.“

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.