Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 24
Kjartan Jónsson að var ólýsanleg tilfinning að vera á samkomu með 4-5.000 manns sem lofuðu Guð og þráðu að vitnisburðurinn um Jesú Krist bærist til allra þjóða. Að koma frá litla íslandi, þar sem skilningur og áhugi á kristniboði er tak- markaður, og vera hluti af slíkum hópi var stórkostlegt. Orðið „velkominn“ valt á 135 tungu- málum yfir stóra sýningartjaldið á svið- inu á einu tungumáli í einu, þar á meðal íslensku. Það yljaði mér mjög um hjarta- ræturnar, einnig að sjá bláa, íslenska fánann á meðal fána allra hinna þátt- tökuþjóðanna borinn inn í salinn. Það sagt andleg veisla. Maður tók ekki eftir þvi þótt hún tæki þrjár klukkustundir og hefði gjarnan viljað að hún hefði verið lengri. Afríkumenn í meirihluta Þessar svipmyndir eru frá alþjóðlegri kristniboðsráðstefnu sem haldin var í Pretoríu, annarri höfuðborg Suður- Afríku, 30. júní til 5. júlí í sumar. Um helmingur ráðstefnugesta kom frá um 130 þjóðlöndum, hinir frá Suður-Afríku. í iýrsta sinn í sögunni voru Afríkumenn í meirihluta á svo stórri alþjóðaráð- stefnu. Aðalmál ráðstefnunnar var að finna leiðir til þess að ná til 1739 þjóða, menn og afríska presta. Hver hópur fýrir sig ræddi hvemig hann gæti betur flutt hinn kristna vitnisburð til nýrra þjóða. Góðar móttökur Suður-Afríkubúar eru mjög gestrisnir. Stórum hluta ráðstefnugesta var boðið að gista á heimilum kristinna bræðra og systra. Það var mjög ánægjulegt. Á þann hátt kynntust þeir landi og þjóð miklu betur en ef þeir hefðu búið á hótelum. Gestgjafarnir fóru með gestina í kirkj- urnar sínar og víða prédikuðu þeir síðamefndu í guðsþjónustum og á sam- komum. KRISTNIBOÐ ALÞJÓÐEG RÁÐSTEFNA UM er svo algengt á erlendri gmnd að sér- kenni íslands gleymist og að íslendingar séu taldir með öðmm þjóðum, t.d. Norð- mönnum eða Dönum. Þama gerðist það ekki. Og þótt ég væri eini þátttakandinn frá íslandi, sem í hugum svo margra er á enda veraldar, fékk ég að finna að ég var sérstakur. Geysistór kór dökkra, suðurafrískra unglinga söng baráttu- og lofsöngva, ballettdansarar tjáðu fögnuð upp- risunnar og leikhópur setti atriði úr kristniboðssögunni í spaugilegan bún- ing og tengdi nútímanum. Almennur söngur var leiddur af hljómsveit og góð- um forsöngvumm. Margir komu fram á samkomunni. Guðs orði var deilt og beðið var iýrír öllum tíu undirráðstefn- unum. Samkomugestir komu hvaðan- æva að úr veröldinni. Þarna á sam- komunni komu ýmis sérkenni þeirra í ljós. Fólkið frá Afríku hálfdansaði í almenna söngnum. Dansinn var heldur ekki langt undan hjá mörgum Suður- Ameríkumanninum, en Norður-Evrópu- búarnir tjáðu síður tilfinningar sínar. Þessi upphafssamkoma var í einu orði sem allar eru fjölmennari en 10.000 manns með minna en 2% meðlima sem eru mótmælendur og minna en 5% sem kallast kristnir, og skapa skilning og ábyrgðartilfinningu á meðal kristinna kirkna gagnvart því að taka þátt í kristniboði, einkum á meðal þeirra þjóða sem enn bíða eftir hinum kristna boðskap. Sérstakri athygli var beint að 579 þessara þjóða. Ekki var vitað til þess að nokkur kirkja eða kristniboðs- félög hefðu áform um að hefja starf á meðal nokkurrar þeirra. Áhersla var lögð á að fá kirkjur og kristniboðsfélög til að athuga hvort þau gætu ekki reynt að gera eitthvað fýrir þessar þjóðir. Ráðstefnunni var skipt niður í tíu undirráðstefnur fyrir leiðtoga kristniboðs- hreyflnga, presta sem starfa við myndun nýrra safnaða, skólastjóra guðfræði- skóla, háskólastúdenta og æskulýðs- leiðtoga, fólk í viðskiptum sem vill sam- eina viðskipti og útbreiðslu fagnaðar- erindisins, fólk sem starfar á meðal fátækra (mikil fátækt er víða í þeim löndum sem um er að ræða), fólk sem starfar á meðal barna, kristna lista- Þó að ráðstefnan hafi verið frábær og allt skipulag hennar eins og best verður á kosið þá voru það hinir kristnu bræður og systur frá Suður-Afríku sem þátttakendur munu minnast lengst. Þúsundir manna höfðu undirbúið ráðstefnuna í bæn í a.m.k. eitt ár. Síðasta mánuðinn og meðan á henni stóð báðu 610 manns allan sólar- hringinn fyrir henni. Hver undir- ráðstefna hafði 21 fyrirbiðjanda sem bað sérstaklega fyrir henni. Ráðstefnu- gestir gátu gefið fyrirbiðjendunum bænarefni. Flest þjónustustörf á ráð- stefnunni voru unnin í sjálfboðavinnu af almennu kirkjufólki. Margar kirkjur landsins sameinuðust um að sjá um ytri ramma ráðstefnunnar. Mér var sagt að slíkt hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. AD 2000 and Beyond, tilurð og saga Yflrskrift ráðstefnunnar, GCOWE 97, er skammstöfun á Global Conference on World Evangelization 97, Alheims- ráðstefna um boðun fagnaðarerindisins

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.