Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 9
Ef við skoðum ímyndina (lúkkið) í rammanum sem ritningin gefur þá kemur eftirfarandi í ljós: Guð skapaði okkur í sinni ímynd en ekki í ímynd auglýsinganna. Þegar mannkynið féll hafði það fyrst áhyggjur af útliti sínu, þau urðu þess vör að þau voru nakin. Það var fallið mannkyn sem setti traust sitt á gullkálfinn og aðra hjáguði. Það er líka hluti af fallinu að setja traust sitt á hjáguðinn Lúkk eða guð ímyndar og útlits. Endurlausn Jesú nær einnig til þeirra sem eru blindaðir af ímyndinni og í fjötrum útlitsins. En verum þess minn- ug að við erum öll á einhvem hátt snert af syndinni, flækt í fjötrana og það er horf hans. Þar kemur útlitsþátturinn eða „lúkkið“ vissulega við sögu. Hlut- verk auglýsinga er að laða að, í flest- um tilfellum viðskipti. Því verða auglýsingar eðli málsins samkvæmt að vera aðlaðandi. Á liðnum ámm og áratugum hefur áunnist þekking á þvi hvaða leiðir em árangursrikar í upplýsingamiðlun og em þær m.a. kenndar í markaðs- og auglýsingafræðum víðsvegar um heim. Hópsálarfræði Það væri efni í heila grein að fjalla um hópsálarfræðina, sem hefur sitt að segja í þessum efnum. Mismunandi hópar móta sér norm um það hvað sé viðeigandi, flott eða fínt, rétt eða rangt. Þannig þykir eitt viðeigandi í einum hópi sem þykir óviðeigandi í öðmm. Matreiðsla á „lúkkinu" verður því að taka mið af þeim hópi, þar sem mestra hagsmuna er að gæta. í fjötrum „lúkksins". Það er algengt að fólk sé upptekið af eigin útliti. Við erum öll þátttakendur í þjóðfélaginu og ekki óeðlilegt að við horfum til þess hvernig við litum út, jafnhliða því sem við aðgætum hvað við segjum eða hvemig lykt við gefum frá okkur innan um aðra. Það er hinsvegar spuming hvort og hve mikið við látum viðhorf annarra hafa áhrif á sjálfsmynd okkar. Stendur og fellur sjálfsmynd kristins Guð skapaði okkur í sinni ímynd en ekki í ímynd auglýsinganna. Þegar mannkynið féll hafði pað fyrst áhyggjur af útliti sínu, pau urðu pess vör að pau voru nakin. Það var fallið mannkyn sem setti traust sitt á gullkálfinn og aðra hjáguði. ekki fýrr en líkamar okkar umbreytast, að hið dauðlega verður ódauðlegt og forgengilega óforgengilegt að við losnum endanlega við ímyndina. í uppfyllingu endurkomunnar verður allt fullkomið á ný líkt og fyrir fallið. manns með viðhorfi heimsins, eða hefur hann sterkari gmnn til að byggja sjálísmynd sina á? Nægir það kristnum einstaklingi að horfa á viðhorf Guðs? Er sjálfsmyndin byggð á sandi eða bjargi? Ég leyfi mér að beina þessari spum- ingu bæði til þeirra sem telja sig vera vel setta hvað „lúkkið" varðar og til hinna sem telja styrkleika sinn ekki vera falinn í umgjörðinni. Kirkjan og „lúkkið" Kristin kirkja byggir mikið á miðlun upplýsinga t.d. í öllu boðunar- og færðslustarfi. Þar ríkir almenn með- vitund um gildi hins talaða og skrif- aða orðs. En hvað með „lúkkið"? Em kristnir menn þess meðvitaðir að „lúkkið" er í raun upplýsingamiðlun sem hægt er að nota með markvissum hætti? Hvaða upplýsingar gefur „lúkkið" á kirkjunni i dag? Em þær i samræmi við þær upplýsingar sem kirkjan miðlar t.d. í töluðu og rituðu máli? Fjölmargir aðilar nýta „lúkkið“ sem lið í að ávinna vöru, þjónustu eða málstað hylli. Er það ekki kirkjunni til framdráttar að gera slíkt hið sama? Þessi skrif sýna viðhorf greinar- höfundar sem mótast af upplýsingum sem hann hefur meðtekið í margvis- legri mynd. Rökstyddu vonina! Við verðum að vera tilbúin til að endur- skoða hugmyndir okkar og niðurstöður reglulega. Þó svo að menn séu meðvitaðir um heimsmynd sína má ekki útiloka með öllu sveigjanleika. Allir þurfa að vera tilbúnir til að endurskoða afstöðu sína. Hér er ekki verið að segja að menn eigi að breyta mjög reglulega um skoðanir, heldur eingöngu að vera tilbúnir til að endurskoða ef þörf krefur. Þegar einhver tekur afturhvarfi, kýs að fylgja Jesú Kristi, þá eignast hann ekki um leið fullmótaða heimsmynd. Afturhvarfið er engu að síður fyrsta skrefið og mjög mikilvægt á leiðinni að kristilegri heimsmynd. Hver og einn ætti að vera fús til að velta fýrir sér rökum og mótrökum sem varða heimsmyndina og leita meðvitað að svörum við spumingunum sem berja dyra. Ef við emm ekki fús til að leita og eyða tíma í að smíða varanlega heims- mynd kemur það niður á okkur sjálfum og öðmm. Við verðum sjálf ringluð ef við höfum ekki hlutina á hreinu og þeir sem eru leitandi vilja líka svör. Þeir eru að fást við sömu spurningar og við. Pétur segir í fyrra bréfi sínu: Verið ætíð reiðubúnir að svara hveijum manni sem krefst raka hjá yðurfyrir voninni, sem í yður er (3:15). Af þessu má ráða að besta svarið við ímyndinni (lúkkinu) er rétt heimsmynd og sú heimsmynd þarf að mótast af guðsmynd og þeim ramma sem ritningin gefur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.