Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 6
Torráðnustu lífsgáturnar eru fólgnar í vali á réttri tegund afhárnæringu, að nota réttu hreinsiefnin á heimilið og keyra rétta bílinn, svo eitthvað sé nefnt. Sé lausnin á pessum gátumfundin líðurfólkinu í auglýsingunum vel. okkar ræðst að miklu leyti af þvi hver sjálfsmynd okkar er og sjáfsmynd okkar ræðst að meira eða minna leyti af því hvað öðrum flnnst um okkur. Vantar þig Ijósari lokk og litfegri og kjötminni skrokk? Diabolus in musica (Lifið í litum) Næstum allt fólk í auglýsingum er ofboðslega sætt. Því líður vel og þarf ekki að glíma við ilóknar aðstæður í líf- inu. Torráðnustu lífsgátumar em fólgn- ar í vali á réttri tegund af hámæringu, að nota réttu hreinsiefnin á heimilið og keyra rétta bílinn, svo eitthvað sé nefnt. Sé lausnin á þessum gátum fundin líður fólkinu í auglýsingunum vel. Hamingja og heilbrigði er eitthvað sem hægt er að kaupa úti í búð og ef þú hefur rétta lúkkið lifirðu fyllra lífi og ert hafin(n) upp úr meðalmennskunni. í heimi auglýsinganna er enginn ljótleiki, ekkert hatur, engin þjáning og enginn dauði (nema þegar verið er mæla gegn reyk- ingum, selja tiyggingar eða hvetja fólk til að spenna beltin). Margt bendir hinsvegar til að heimur auglýsinganna, þar sem allt er svo ein- falt og þar sem fólkið er svo fallegt og vandamálin svo auðleysanleg, íýlli nú- tímamanninn sektarkennd og geri hann óánægðan með sjálfan sig og líf sitt. Meðal annars sýndi sálfræðirannsókn fram á það að 70% af konum skammast sín fýrir sjálfar sig eftir að hafa skoðað auglýsingamyndir af fyrirsætum og í nýlegri bandariskri rannsókn sögðust 11% verðandi foreldra vilja láta eyða ófæddu bami sínu ef hægt væri að sjá fyrirfram hvort eittvað yrði að útliti þess eða hvort það myndi eiga við offitu- vandamál að stríða. Fyrir nokkmm ámm birtist í banda- rísku tímariti auglýsing sem skartaði mynd af leikkonunni Michelle Pfeiffer. Neðst á auglýsingunni var letrað skýmm stöfum: „HÚN ER FULLKOMIN.“ Hvað verið var að auglýsa fylgir ekki sögunni en Michelle var undurfögur sem endranær, enda myndu ílestir fallast á að hún komist afar nálægt fullkomnun í mannlegri fegurð. Það sem ekki kom fram í auglýsingunni var að lagfæring á myndinni af Michelle kostaði auglýsingafyrirtækið mcirgra tíma vinnu og auglýsendurna mikla peninga. Þeir fáu vankantar sem fundust á andliti Pfeiffer vom sniðnir af í tölvu. Það þurfti að fylla varirinar ögn betur, þurrka út hmkku hér, dýpka spékopp þar, hækka kinnbeinin, stækka augasteinana, jafna augabrúnirnar betur og svo framvegis og framvegis. Eftir þessar lagfæringar gátu auglýsendur sagt með góðu móti: „Hún er fullkomin.” Gæðastimpill skaparans „Etum og drekkum því á morgun deyj- um vér,“ er gamalt kjörorð sem á vel við í dag, nema krafa tímans myndi bæta við: „Etum (ekki of mikið) og drekkum (sykurlausa drykki) því á morgun deyj- um vér (og ekki viljum vér klæðast lík- klæðum í yflrstærð, er það?).“ Án Guðs hlýtur tilveran að vera einungis það sem við getum séð og snert á. Þá er líka um að gera að njóta stundarinnar, að láta sér líða þokkalega vel í samfélagi mann- anna. Lífið fuðrar upp eins og jókerblys á gamlárskvöld og eins gott að upplifa blossana meðan þeir vara. Við þráum öll að vera elskuð og metin að verð- leikum og þar leikur útlitið mikilvægt hlutverk því það hefur veruleg áhrif á álit annarra á okkur. En það skiptir Guð Biblíunnar, hönnuð og skapara alls hins sýnilega og ósýni- lega, engu máli hvert okkar deyr með sléttustu húðina, fæst aukakílóin, stærstu vöðvana eða skilur eftir sig flottustu fötin og hlutina þvi við erum öll hvort eð er fallin frá honum (Róm. 3.23). Mennimir líta á útlitið en Drott- inn á hjartað (1. Sam. 16.7). Við erum fegurst í augum hans sem þekkir allt það ljótasta í fari okkar. Guð veit allt um okkur. Hann þekkir allar hugsanir og verk sem við skömmumst okkar fyrir og hann veit nákvæmlega um hveija hrukku, öll ör og alla galla, bæði á sálu okkar og líkama, en honum er svo umhugað um að við vitum að hann elski okkur eins og við erum að hann fómaði sjálfum sér. Jesús Kristur, Guð á krossinum, er staðfesting þess að hann horfir í gegnum lúkkið. í Kristi gerir hann okkur að nýrri sköpun sem er hafin yfir kröfur tímans um rétt útlit. Ekki svo að skilja að meik, varalitur og Levi’s gallabuxur séu á bannlista hjá Guði eða að bömum hans sé fyrirmun- að að njóta veraldlegra gæða. Veraldleg gæði eru hins vegar vandmeðfarnar gjaflr sem eiga ekki að stjóma lífl okkar. Eina gjöfln sem má og á að stjóma lífi okkar er lífgjöfln í Jesú Kristi. Hún gefur lífinu hér á jörð endanlegt og varanlegt gildi. Kross Jesú er gæðastimpill skap- arans. Á honum stendur: Fullkomin smíð Guðs, sköpuð í Jesú Kristi til góðra verka, til eilífðar. ^ Lúkk, kemur af enska orðinu „look" og merkir útlit. Bjarmi biður hreintungusinnaða lesendur sína velvirðingar á slettunni, sem er sett fram með sama markmiði og ýmis slagorð auglýsinganna, að vekja forvitni og fanga athygli. En pað skiptir Guð Biblíunnar, hönnuð og skapara alls hins sýnilega og ósýnilega, engu máli hvert okkar deyr með sléttustu húðina, fæst aukakílóin, stærstu vöðvana, eða skilur eftir sigflottustu fötin ...

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.