Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 11
Þjónustan taki til lífsins alls og þá skiptir ekki máli hvort fólk vinni í banka eða sé í rokkhljómsveit. Þetta vildu þeir gera að veruleika, ekki með því að verða „gospelhljómsveit“ heldur með því að láta það sjást að þrír þeirra væru kristnir rokktónlistarmenn. U2 sýndi þannig fram á að trú, von, kær- leikur og popp geta átt samleið en einnig glíman við efann í heimi sem er fullur ranglætis, kúgunar og ófriðar. Popp- heimurinn hafði eignast hljómsveit með hugsjón. Þetta kemur berlega fram í textum hljómsveitarinnar sem oftast eru eftir Bono, bæði á þann hátt að kristinn boð- skapur er viðfangsefnið og einnig þannig að ýmislegt í nútíma samfélagi og atburðum samtímans er tekið til gagmýninnar umljöllunar í ljósi kristi- legs siðgæðis og gildismats. í áður- nefndu viðtali líkir Bono Jesú við uppreisnarmann sem hafi snúist gegn ýmsum viðteknum venjum samtímans og telur að kristnir menn hafi sama hlutverk nú á dögum og það sé af nógu að taka. Textar hans fjalla þvi um stríð og frið, réttlæti og ranglæti, frelsi og kúgun, líf og dauða, trú, von og kær- leika og Guð. Framan af ferli hljómsveitarinnar er kristinn boðskapur hennar oft mjög greinilegur. Á ferðinni eru ungir menn, gripnir af trú sinni og hugsjón, tilbúnir að leggja sitt af mörkum „til að frelsa heiminn". Þeir eru lagðir af stað í kross- ferð með boðskap Krists að vopni gegn öllu hatri, vonleysi, ranglæti, kúgun og ófriði. Gott dæmi er af þriðju stórskífu hljómsveitarinnar, War. í texta lagsins Sunday, Bloody Sunday, minnast U2- félagar þess blóðuga sunnudags þegar breski herinn barði niður uppreisn á ír- landi af mik- miklu meira og beinist gegn hverskyns ofbeldi og tilgangsleysi þess. í niðurlagi textans er vísað í sigur Jesú yfir hinu illa í upprisunni. Hin raunverulega barátta er rétt byijuð, sú að gera tilkall til sigursins sem Jesús vann. Ýmsir hafa skipt ferli U2 í tvennt og talað um að fyrsti áratugurinn hafl verið tími krossfararinnar og hins trúarlega ákafa. Sem dæmi um það og kristinn boðskap hljómsveitarinnar má nefna tvo texta á annarri plötu hennar, October. Textinn Tomorrow lýsir tvenns konar tilfinningum. Annars vegar söknuði Bonos eftir móður sína en hún lést u.þ.b. tveim árum áður en U2 varð til, og hins vegar ákafri þrá eftir komu Jesú sem gefur blindum sýn með kærleika sinum og læknar öll sár. Söknuðurinn eftir móðurmissinn verður að þrá eftir þeirri stund þegar ástvinir sameinast á ný í guðsríki. í textanum er einnig hvatning til að ljúka upp fyrir Jesú sem stendur við dyrnar og trúa á hann. Hitt dæmið af sömu plötu er lagið Gloria sem er í senn eins konar dýrðar- söngur (Gloria in Te Domine, Gloria exultate) og bæn til Guðs um að hann gefl kraftinn sem þarf til að standa upp °g syngja lofsönginn og leysl haft tungunnar svo söngurinn geti hljómað. Loks er svo heit um að gefa Drottni allt í eins konar lofgjörðarfóm. Stef úr Davíðs- sálmum enduróma því á vissan hátt í þessum texta. í því sambandi má einnig minna á að U2-menn sömdu lag við 40. Davíðssálm, v. 2-4. Þar segir m.a.: „Ég hef sett alla von mína á Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. (...] Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vom.“ í nokkur ár var þetta lokalag allra tónleika sveitar- innar. Fleiri lög og texta mætti nefna þar sem boðskapur um kærleika, frið og sátt meðal manna er áberandi. Margir þekkja t.d. lagið Pride (In the Name of Love) af plötunni The Unforgettable Fire frá 1984 sem er samið í minningu blökkumanna- leiðtogans Marteins Lúther King. Biðin eftir árangri Þegar komið er fram á síðari hluta níunda áratugarins eru liðsmenn U2 enn á krossferð sinni. í textum sínum draga þeir fram ástandið i heiminum og minna á ábyrgðina sem við bemm hvert á öðm sem búum saman á þessari jörð. Hungursneyð í Eþíópíu og afleiðingar hennar em t.d. hugleiðingarefni í laginu Where the Streets Have No Name af plötunni The Joshua Tree frá árinu 1987. En óþreyjan fer vaxandi. Ástandið í heiminum breytist lítið og biðin eftir guðsríkinu dregst á langinn. Texti lagsins I Still Haven’t Found What I’m Looking For af sömu plötu var af sumum túlkaður sem merki um vax- andi efasemdir hljómsveitarmanna. Þar er m.a. talað um trúna á komu guðsríkis- ins og biðina eftir því og um hann sem braut hlekkina, bar krossinn og skömm okkar. Játning trúar fylgir („You know I believe it“) en síðan kemur viðlagið: „But I still haven’t found what I’m look- ing for” (Ég hef ekki enn fundið það sem ég leita). Af samhenginu er ljóst að ekki em á ferðinni efasemdir um grundvöll trúarinnar. Efinn og glíman í textanum lýsir ákveðnu eirðarleysi eða þrá og beinist að því hvenær við fáum að sjá guðsríkið koma. Á máli guðfræðinnar væri sagt að textinn sé „eskatólogískur”. Hann fjallar um trúna á guðsríkið sem er þegar raunveruleiki vegna þess sem Jesús gerði en lýsir jafnframt biðinni og þránni eftir að fá að sjá sigur þess ná fram að ganga. Sama lag kemur fyrir á plötunni Rattle and Hum og er þar flutt á tónleikum með aðstoð kórs. Gunnar J. Gunnarsson er iektor við Kennara- háskóla íslands.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.