Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 29
Þórdís K. Ágústsdóttir Anita Anderson ásamt tveimur KFUK-stúlkum. Á kortið eru merkt þau lönd sem KFUK starfar í. því að þær geti bjargað sér sjálfar. Einnig er þar skóli, sem fyrri hluta dags er fyrir þá sem að hafa efni á að greiða skólagjöld og seinni hluta dags fyrir þá fátæku. Námsefnið er það sama. í Úganda er konum t.d. hjálpað þannig að ein kona fær kú. Þegar kýrin ber gefur konan annarri konu kálfinn og þannig koll af kolli. KFUK í Danmörku vinnur að félagslegri hjálp meðal vændisin'enna. Starfssvið KFUK víða um heim er víðtækt eins og dæmin hér að framan scLmbczncls KFUK i slcLncii Anita hélt fyrirlestur sem fjallaði um það hvort kvennahreyfingar og kvennaráðstefnur hefðu áhrif og stuðluðu að betri heimi. Hún rakti söguna frá 1975, þegar fyrsta kvennaráðstaefnan var haldin í Mexico, og fram á okkar tíma, hvemig hún hefði þróast. T.d. tóku 3 þúsund konur þátt í Mexico en 20 ámm síðar í Peking vom þær um 31 þúsund. Með rökum og dæmum sýndi hún fram á að kvenna- hreyfingar og kvennaráðstefnur hafa áhrif og stuðla að betri heimi. Á fundinum var einnig rætt um ofbeldi gegn konum og hvernig fátæktin tengist meira konum og stúlkubörnum en körlum. í E1 Salvador og Zambíu leggja KFUK-konur áherslu á að liðsinna konum með þvi t.d. að fara með þeim til lögreglu og leggja fram kæm þegar þær hafa verið beittar ofbeldi. Þannig leita þær réttar síns og skilja að ofbeldi á aldrei rétt á sér í neinni mynd. í Bangladesh, þar sem fátæktin er mikil, felst starf KFUK m.a. í því að liðsinna fátækum konum og stuðla að sýna. Heimssamband KFUK er sjálf- boðaliðahreyfing kvenna, innblásin af kristinni trú og kærleika. KFUK-konan kemur til konunnar þar sem hún er stödd, setur sig í spor hennar með það að markmiði að rétta stöðu hennar og auka manngildi hennar. Allir em jafnir íyrir Guði. KFUK á íslandi er trúarlega sterkt félag. Það á sér nærri 100 ára sögu sem leikmannahreyfing innan íslensku þjóðkirkjunnar. Markmið þess hefur frá upphafi verið að boða ungum stúlkum og konum fagnaðarerindið um Jesú Krist. Það felur í sér kærleika sem kemur fram í umhyggju fyrir allri manneskunni, þ.e. anda, sál og líkama. Á þessu stöndum við fast og höfum þvi margt að gefa inn í alþjóðahreyfingu KFUK. Heimsókn Anitu Anderson var okkur til mikillar ánægju. Hún gaf okkur góða innsýn í KFUK-starfið um víða veröld. Eftir situr hvatning til KFUK-kvenna á íslandi til að halda ótrauðar áfram að starfa eftir einkunnarorðum félagsins: „Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn, segir Drottinn hersveit- anna.“ Anita Anderson á fundi með um 40 stúlkum á Loftstofu KFUM og KFUK.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.