Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 28
höfðu orðið fyrir ranglæti komu upp á sviðið, og lýstu þvi fyrir hönd síns fólks að þeir fyrirgæfu ódæðismönnunum. Síðan leiddu þeir alla i bæn með beiðni um fyrirgefningu og að ríki Guðs mætti koma. Fólkið, sem bað um fyrirgefn- ingu, og þeir sem veittu hana héldu utan um hvert annað meðan á bæninni stóð. Síðan féllust allir i faðma að henni lokinni. Gamalt hatur og tortryggni á milli kynþátta og þjóða nær viða inn í kirkj- urnar. Til að geta starfað heilshugar saman þarf uppgjör sem þetta að fara fram. Þetta er með því stórkostlegasta sem ég hef nokkum tíma orðið vitni að. Það sannfærði mig enn frekar um að aðeins kærleikur Jesú Krists getur slitið bönd aldalangs haturs og skapað frið og kær- leika þar sem það er ekki á mannlegu valdi. Mér komu í hug orðin í 1. Jóh. 5,4: „Trú vor er siguraflið, sem hefir sigrað heiminn." Mætti þessi kærleikur verða virkur á meðal okkar á íslandi. Mætti þráin til að ná til þeirra samlanda okkar sem þekkja hann ekki og einnig annarra þjóða aukast á meðal okkar. Heimildir • Douglas, J. D. 1975 Let ihe Earth Hear His Voice, Minneapolis: World Wide Publications. • Douglas, J.D. 1989 Proclaim Christ Until He Comes, Minneapolis: World Wide Publications. • Ýmis skjöl af heimasíðu AD 2000 and Beyond. • 1981 Biblían, heilög ritning. Dagana 30. október - 2. nóvember sl. fékk KFUK á íslandi merkilega heimsókn. Hér var á ferð Anita Anderson, forseti Heimssambands KFUK. Undir það heyra yfir 100 lönd og 25 milljónir kvenna. Hún átti hér stutta viðdvöl fyrir ári og þá voru lögð drög að þessari heimsókn. Undirbúningur hófst og úr varð dagskrá sem höfðaði til yngri sem eldri kvenna. Boðið var til pizzusamveru í Loftstofu KFUM og K í Austurstræti 20. Þangað mættu um 40 stúlkur sem Anita tók á móti með hógværð og hlýju. Þar sagði hún m.a. frá starfi KFUK í Ameríku og E1 Salvador. i Ameriku stóðu KFUK-konur fyrir átaki sem vakti gífurlega athygli og mikla umfjöllun í fjölmiðlum en það var „vika án ofbeldis". Með átakinu opnaðist umræða um allt það ofbeldi sem á sér stað innan heimilis og utan og oft er það konan eða í heimsólcn Um 40 konur tóku þátt í fundinum „KFUK-konur í brennidepli“. stúlkubamið sem er þolandinn. Anita sagði líka frá starfi KFUK í E1 Salvador þar sem fátæktin er mikil og algengt er að stúlkum sé nauðgað eða yfirgefnar af bamsföðurnum. KFUK-konan kemur til þeirra og kennir þeim að vera sjálfum sér nógar. Þeim er t.d. kennt að búa til vörur sem þær geta selt og KFUK stofnaði banka þar sem stúlkumar gátu fengið lán til að geta framleitt meira. Þannig lærðu þær að standa í skilum og verða sjálfstæðar og færari um að sjá sér og bami sínu farborða. Auk þess fá þær kynlífsfræðslu og hvatningu til að gæta réttar síns. Á laugardeginum var haldinn opinn fundur undir yfirskriftinni: „KFUK-konur i brennidepli". Hann var í KFUM og K húsinu við Holtaveg og stóð frá kl. 10.00-15.00. Um 40 konur tóku þátt í fundinum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.