Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 21
Margrét Jóhannesdóttir Rabbloft ímiðbæ Reykjavíkm' Af hverju eruð þið hér? Er þetta eins konar trúboð? Af hverju eruð þið að þessu? Margir unglingar hafa spurt þessara spurninga og undr- ast að hópur fólks skuli fara niður í miðbæ Reykjavíkur um hánótt til að ræða við unglinga - og það kauplaust. Það er aðfararnótt laugardags. Við erum stödd á Rabbloftinu í miðbæ Reykjavíkur. Við öll borð og í öllum krókum er verið að spjalla. í einum sófanum sitja tveir menn niðursokknir í samræður. Annar þeirra er á fertugsaldri og er sjálfboðaliði í miðbæjarstarfi KFUM og KFUK. Hinn er unglingur sem hafði verið að rölta um miðbæ Reykjavíkur og frétt af þessu háalofti í gamla húsinu í Austurstræti. Umræður þeirra snúast greinilega um kristna trú þvi að þeir fletta ákaft upp í Nýja testamentinu og þeir virðast ekki láta ysinn í kring trufla sig. Strákurinn ætlar væntanlega að halda áfram að hugsa málið því að hann þiggur Nýja testamentið sem maðurinn færir honum og stingur því í vasann til að taka með sér heim. Við eitt af kringlóttu borðunum sitja tveir strákar önnum kafnir við að dýfa matarkexi í kakó og sá þriðji sem virðist vera edrú hristir höfuðið yfir sóðaskap félaga sinna. Konan, sem þjónar við „kafflbarinn", sest við borðið til að ná tali af strákunum en þeir flissa og tauta eitthvað óskiljanlegt. Það nást engar samræður við strákana í þetta skipti en þeir játa að það sé betra að hafa það aðeins huggulegt í kringum sig. Og eru fegnir þegar konan þurrkar borðið og kveikir á kertinu sem var nýbúið að fá kakóskvettu. Strákarnir stoppa stutt, skilja bollana eftir háfffulla og staulast niður bröttu tröppumar út í rigninguna i Austurstræti. Við næsta borð sitja tveir ungir menn i heimspekilegum umræður um Sókrates og Jesú. Ekki fer frekari sögum af þeim orðaskiptum. Hinstu rök tilverunnar Samræðumar úr rökkrinu í innsta sófa- króknum eru orðnar frekar háværar. „Er þetta ekki kristilegur staður? Ætlið þið ekki að fræða okkur? “ spyr strákur og sýpur rjúkandi heitt kakó. Spurn- ingunni er varpað til baka til hans: „Viljið þið ekki frekar fræða okkur, til dæmis um hver þið haldið að Guð sé?“ Ungi maðurinn er ekki seinn að svara: „Hann er skaparinn." En vinur hans sem situr við hliðina á honum er ekki á sama máli og lýsir æstur trú sinni á þróun eins og lærifaðirinn Darwin kenndi. En þegar hann hugsar um mikilleik geimsins, sem X-flles hafa lýst á svo lifandi hátt, finnst honum það líklegt að einhver vitsmunavera úti í geimnum standi að baki þessu öllu. Hann segist ekki hafa

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.