Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 14
I Still Haven’t Found What l’m Looking For I have climbed the highest mountains I have run through the fields Only to be with you Only to be with you I have run, I have crawled I have scaled these city walls Only to be with you But I still haven’t found what I’m looking for But I still haven’t found what I'm looking for I have kissed honey lips Felt the healing in her fingertips It bumed like fire This buming desire I have spoke with the tongue of angles I have held the hand of a devil It was warm in the night I was cold as a stone 'But I still haven’t found what I’m looking for But I still haven’t found what I’m looking for I believe in the Kingdom Come Then all the colors will bleed into one But yes I’m still mnning You broke the bonds You loosed the Chains You carried the cross And my shame And my shame You know I believe it But I still haven’t found what I’m looking for But I still haven't found what I’m looking for The First Time. Faðir hans gefur honum lykilinn að ríki sínu. Honum standa til boða hinar mörgu vistarverur í húsi hans (sbr. Jóh. 14:2) en hann kýs að laumast út bakdyramegin og kasta lyklinum. En það er þá fyrst þegar hann hefur glatað öllu sem hann átti að hann uppgötvar að hann er elskaður. Glíman Liðsmenn U2 tóku sér aftur nokkurt hlé eftir ZOO TV og Zooropa og vom hver í sínu lagi að fást við ýmis verkefni. En í mars sl. kom Pop út. Enn breyttust umbúðimar nokkuð. Dans- og hip-hop- tónlist samtímans setur sitt mark á plötuna án þess þó að persónueinkenni U2 hverfi. PopMart tónleikaferðin kom í beinu framhaldi og enn er haldið áfram á sömu braut og í ZOO TV. Sjónvarps- tæknin og skrautsýningin em notuð til hins ítrasta. Stærsti sjónvarpsskjár í heimi er settur upp og kostnaðurinn er eftir því. Enn vaknar spurningin um trúverðugleika krossfaranna frá Dyflinni. Hefur hugsjónin nú endanlega dmkknað í umbúðunum og popp-mennskan tekið völdin? Talað hefur verið um að Pop sé þverstæðukenndasta plata U2. í við- tölum hafa þeir félagar bent á að þver- stæðan birtist í því að tiltill plötunnar og öll umgjörð sé lýsandi fyrir allt það sem er yfirborðslegt í menningu okkar. Á sama tíma inniheldur platan texta sem taka fyrir öll stóru og erfiðu mál- efnin svo sem Guð, trú, ást, þrá, angist, efa, mannleg samskipti og hlutskipti fólks í hrelldum heimi. Liðsmenn U2 tala um að þeir séu sömu hugsjóna- menn og fyrr þrátt fyrir að hafa pakkað boðskapnum inn í umbúðir tækni, sjón- varps og auglýsingagfyss og gert sjálfa sig þáttakendur í öllu saman. Það sé hluti af kaldhæninni. Og hún er vissu- lega enn er til staðar líkt og á Achtung Baby og Zooropa. í viðtali líkti Bono þessu við að þeir væru með þessu að eyðileggja eigin veislu. Þeir vildu draga upp alvöru mynd af veruleikanum andspænis allri auglýsingamennskunni. Og kynslóðin sem ætlunin er að ná til er sjónvarps-, vídeó- og tölvukynslóðin. Trúin á Guð og glíman við efann er áberandi á Pop. Sömuleiðis þráin eftir friði og sátt í veröldinni. Kærleikurinn er bæði torveldur og erfiður og oft eitthvað allt annað en við hugsum okkur (Please) og því tekst seint að koma á friði. Guð er vissulega góður en hlustar hann á bænir um frið og sátt í heiminu (Staring at the Sun)? Hefur hann e.t.v. tekið símtólið aí? Og hvað myndum við gera ef Guð tæki nú upp á því að senda okkur engil eða tákn? Við sem höfum gert Jesú að söluvöru og afneitað trúnni, voninni og kærleikanum þykjumst tendra á jólatrénu með kærleika en í hræsni okkar sprengjum við öryggin (If God Will Send His Angels). Athyglisverðasti textinn á plötunni er án efa Wake Up Dead Man. Þar nær trúarglíman hámarki. Um er að ræða harmljóð, gremjufulla bæn eða angistar- hróp til Guðs sem virðist hulinn í vond- um heimi og ætlar seint að gripa inn í. Sú reynsla og þær tilfinningar sem textinn lýsir eru sameign þeirra sem hafa þurft að glíma við Guð andspænis áföllum lífsins og þeirri staðreynd að veruleikinn er kaldur og hrjúfur og illskan og hremmingamar leika lausum hala. Hvar er Guð, hann sem skapaði heiminn á sjö dögum, í slíkum aðstæð- um? Af hverju leyfir hann öll þessi áföll og þjáningu? Bæn Bonos er: „Jesús, Jesús, hjálpa þú mér. Ég er einn í þessum heimi og hann er auk þess eitt allsheijar klúður. Segðu mér söguna af eilífðinni, af því hvernig allt muni verða.” Hann heldur áfram og segist vita að Jesús líti eftir okkur en veltir því fyrir sér hvort hendur hans séu bundnar. Síðan biður hann Jesú að tala máli sínu frammi fyrir föðurnum sem fer með völdin á himni en hverfur svo aftur að heimi óreiðunnar og þjáningarinnar í lokin og spyr hvort Jesús hafi verið rétt handan við homið þegar sfysið varð eða hvort hann sé að vinna að einhverju nýju, hvort það sé einhver regla í allri óreiðunni og hvort það sé mögulegt að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Viðlagið er: Wake up, wake up dead man. Ef til vill er þar í senn bænarhróp um að Jesús gefi nú gaum að orðum biðjandans en um leið gæti það einnig beinst að þeim sem biður, að hann gæti nú að og hefji sig yfir alla ringulreiðina og hlusti betur eftir því sem Guð gerir þrátt fyrir allt. Hugsjón og umbúðir í viðtölum sem hafa fylgt í kjölfar útkomu Pop hafa þeir U2-félagar verið spurðir töluvert um trú sína og hug-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.