Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 3
it æ n a t a © Stundum er því haldið fram að nútíminn einkennist af útlitsdýrkun. Tísku- og auglýsingaheimurinn leggur mikla áherslu á ytra útlit og glæsileika. Auglýsingamar draga fram réttu málin og línumar, eilífa æsku og fegurð og réttan stíl og klæðnað í samræmi við það. Þetta hefur áhrif á okkur og við sækjumst eftir því sem auglýsingarnar boða. Nú er í sjálfu sér allt gott um fegurð og glæsileika að segja. Sköpun Guðs býr yfir stórbrotinni og óviðjafnanlegri fegurð bæði i stóm og smáu. Við getum notið útlits og fegurðar á margvíslegan hátt. Og sköpunarþörf mansins birtist m.a. í þvi að geta skapað það sem er fallegt, líka í útliti og klæðnaði. En þegar auglýsingamar dynja stöðugt á okkur og íyrirmyndirnar í tísku- og poppheiminum blasa sífellt við þá er auðvelt að verða þræll ytra útlits og yfirborðsmennsku. Við eigum á hættu að verða svo upptekin af ytri verðmætum að hin innri gleymast. Kaldur vemleikinn er hins vegar sá að hin ytri verðmæti em skammvinn og forgengileg. Tískan breytist og það sem við klæddumst í gær pass- ar ekki í dag. Við eldumst og stönd- umst ekki stöðluð mál draumsins um eilífa æsku. Og ekkert af ytri veraldar- gæðum tökum við með okkur þegar við kveðjum þennan heim. Þegar við hittum fólk tökum við að sjálfsögðu eftir ytra útliti þess og það hefur áhrif á okkur. En við látum okkur ekki nægja að horfa einugis á það ef við ætlum að kynnast viðkomandi. Persónuleikinn og hinn innri maður skiptir þá máli. Þannig ættum við einnig að hugsa um okkur sjálf andspænis heimi tískunnar og auglýsinganna. Það skiptir okkur auðvitað máli hvemig við lítum út í hinu ytra en það ætti að skipta okkur enn meira máli hvernig okkar innri maður er. Við leggjum ýmislegt á okkur íyrir ytra útlit en ættum að leggja enn meira á okkur til að rækta okkar innri mann. Staðreyndin er sú að okkar ytri maður hrömar en okkar innri maður á að geta endurnýjast dag frá degi (2. Kor. 4:16). Það gerist í trúnni og samfélaginu við Jesú Krist. í honum erum við ný sköpun sem er óháð forgengileika. Þegar við lifum lífi okkar í trú á hann endumýjumst við daglega hið innra og helgumst í samfélaginu við hann. Það hefur síðan áhrif á ytri breytni okkar þannig að það sést að við tilheyrum honum. Það er það ytra útlit sem við eigum öðru fremur að sækjast eftir. Orð Jesú í Matteusarguðspjalli eiga hér við: „Annaðhvort er tréð gott og ávöxturinn góður eða tréð vont og ávöxturinn vondur. Því af ávextinum þekkist tréð“ (12:33). „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði" (12:35). Fallegt útlit nær ekki að hylja spillt hjarta. Við emm sköpuð í Guðs mynd til að þjóna honum. Það gefur okkur bæði fegurð og glæsileika sem hrömar ekki. Þegar við höfum áhyggjur af ytra útliti okkar er gott að minnast þess. Látum það jafnframt hvetja okkur til að leggja rækt við samfélagið við Guð þannig að okkar innri maður endumýist dag frá degi. /(^vWVNOA/i Kristilegt tímarit Úlgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon og Kjartan Jónsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,-til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,-. Umbrot og útlit: Áhrif ehf - Kringlunni 6. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prenlun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Útlitið .............................. 3 Guðmundur Karl Brynjarsson: Af vörumerkjunum skuluð þér þekkja þá.................. 4 Hólmfríður Karlsdóttir: Fyrirsætubransinn gaf mér ekkert nema aura...................... 5 Henning Emil Magnússon: Ritningin rammar lúkkið inn........... 7 Tómas Torfason: Lúkkið er upplýsingamiðlun............ 8 GunnarJ. Gunnarsson: U2 - Týndist hugsjónin í umbúðum?...10 Sigurgeir Gíslason: Á leið til Afríku.......................16 Jóhanna S. Erludóttir: Boðunarferð í Sina......................19 Salóme H. Garðarsdóttir: Ég hef augu mín til fjallanna...........20 Margrét Jóhannesdóttir: Rabbloft í miðbæ Reykjavíkur...........21 Kjartan Jónsson: Alþjóðleg ráðstefna um kristniboð GCOWE '97...............................24 Þórdís K. Ágústsdóttir: Forseti Heimssambands KFUK í heimsókn á íslandi....................28 Benedikt Jasonarson: Uppáhalds Davíðssálmurinn 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.