Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 16
Sigurgeir Gíslason Ibyrjun ágústmánaðar lagði 12 manna hópur af stað til Afríku, nánar tiltekið Kenýu. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst sá að kynnast því starfi sem íslenskir kristniboðar hafa tekið þátt í, í þessum heimshluta. Hópurinn saman- stóð af einum fararstjóra, Kjartani Jónssyni, kristniboða, einum aðstoðar- fararstjóra, Sigríði Schram, kennara, og 10 manna hópi. Eftir ævintyralega ferð og svaðilfarir við miðbauginn þá kom þessi ferski hópur til landsins í lok sama mánaðar. Leiðin út Það er kuldalegt en engu að síður stað- reynd að á íslandi telst það vera hita- bylgja ef hitastigið fer yfir 20°C en á þeim stað sem við dvöldumst á við strönd Indlandshafsins á leiðinni á áfangastað fer hitastigið ekki mikið undir 20° C. Til gamans má geta að við fórum út í ágúst sem einmitt er einn kaldasti mánuður- inn í Kenýu. Ferðin hófst eins og flestar utanlands- ferðir á Keflavíkurflugvelli. Eftirvænt- ingin var mikil en hópurinn hafði tekið nokkra mánuði í undirbúning og kynnt sér kenýska menningu og það starf sem íslenskir kristniboðar hafa tekið þátt í þar. Núna áttum við að fá að sjá það sem við höfðum verið að læra um. Strax og við millilentum í höfuð- borginni Nairóbí fengum við smjör- þefinn afafrísku skipulagi. Allt gekk Á gistiheimíli KFUIVI í Nairóbí. Önnur og þriðja frá hægri á myndinni eru Jóhanna og Salóme (sjá greinar). mjög hægt fyrir sig og skipulagið var síður en svo upp á marga flska, þ.e.a.s. ef við miðum við það hraða þjóðfélag sem við búum í. En eins og fararstjór- inn sagði: „Þó svo að allt klikki þá fer allt saman vel að lokum." Eftir dágóðan tíma fengum við landvistarleyfi en þá tók bara næsta bið við en það var biðin eftir töskunum. Töskurnar áttu að fara alla leið til „strandborgarinnar" Mombasa en hið afríska skipulag klikkaði ekki og við þurftum að leita töskumar uppi og koma þeim yfir í næstu flugvél. Þess má reyndar geta að allir fengu töskum- ar sínar nema fararstjórinn okkar, hann Kjartan, þar sem báðar töskumar hans týndust einhvers staðar í flugkerfinu. Annars er alveg nauðsynlegt að lenda í einhverjum svona atburðum því að þeir eru upplifun útaf fyrir sig og maður man bara betur eftir því góða fyrir vikið. Mombasa Borgin Mombasa liggur að Indlandshafl en þar em sendnar strendur og mikið af kóralrifjum sem eru alveg einstakar náttúruperlur, sérstaklega þó í augum ferðamanna sem vita varla hvað sumar og suðurhöf eru. Nokkra kílómetra frá hótelinu, sem við gistum á fyrstu víkuna, er ævagömul steinmoska. Við tókum okkur góðan tíma til að komast að henni og berja hana augum. Við ströndina er Digoættbálkurinn ríkjandi en honum tilheyra fyrst og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.