Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 23
Hann fær aðstoð við að styðja stúlkuna út í bíl. Maðurinn þakkar íyrir hjálpina og fer með ungu stúlkuna heim. Það er orðið þröngt um manninn í Austurstræti. Enda er klukkan orðin þrjú og skemmtistöðum hefur verið lokað. Fólk streymir lika út úr Rabb- loftinu þvi að nú er staðnum lokað og helgistundin að byija. Það er setið í öll- um sófunum og á gólfinu og sungið við gitarundirleik. Að þessu sinni er óvenju- gott hljóð meðan hugleiðingin er. Það er bara ein stelpan sem er með framíköll og á í mesta basli með að halda buxun- um á réttum stað svo þær séu hvorki ósiðlega langt niðri né ósiðlega hátt uppi. Helgistundin er lokapunktur kvöldsins á Rabbloftinu. Á döfinni Margir unglingar láta sjá sig aftur og aftur á Rabbloftinu og það er ekki sjald- an að þau taka upp þráðinn þar sem frá var horflð; „Manstu það sem við töluð- um um síðast?“ Mjög oft þakka þau fyrir spjallið og segjast vilja ræða málin betur seinna. Nokkrir unglingar i Kristi- legum skólasamtökum hafa í huga að bjóða fastagestum Rabbloftsins í svo- kallaða blandaða biblíuleshópa. Það er hópstarfsemi sem miðar að því að gefa einstaklingum, sem enn hafa ekki tekið afstöðu með Kristi, tilboð um að kynnast Biblíunni og kristinni trú betur. í þessum hópum er æskilegt að hinir kristnu séu í minnihluta til þess að hið kristna samfélag verði ekki yfir- þyrmandi fyrir þá sem enn eru leitandi. Markmið hópanna er að allir skilji út frá lestri biblíutexta hver Jesús er og hvað hann vill okkur. Unglingar hafa óskað eftir því að Rabbloftið sé opnað líka á laugardags- kvöldum. Þar sem næturvökur tvisvar í viku verða of krefjandi fyrir sjálfboða- liðana er ætlunin í staðinn að bjóða upp á laugardagssamverur með dagskrá fyrr Gísli Friðgeirsson, einn af leiðtogum miðbæjarstarfsins, hellir upp á könnuna. um daginn. Unglingarnir eru hópsálir og hafa þörf fyrir að hitta jafningja sína og vonandi geta þessar samverur komið til móts við þarfir þeirra og jafnframt verið tilboð sem vekur þá til umhugs- unar á ýmsum sviðum lífsins. Horfttil framtíðar I samtölum við unglinga á Rabbloftinu kemur það oft í ljós að margir eiga erfltt. Þau sem stunda miðbæinn mest eru oft einstaklingar sem gefa til kynna að þeim líði ekki vel heima. Það er eitthvert vesen heima. Sumir þeirra eru í fjötrum vímu- efna. Miðbæjarstarf KFUM og KFUK miðar að því að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur. Til þess að geta komið til móts við þarflr einstakl- inga verðum við að hafa öfluga söfnuði með okkur. Sú hugmynd hefur komið fram að hver söfnuður velji einn aðila sem á að vera tengiliður við miðbæjar- starfið. Hlutverk tengiliðsins gæti verið að miðla bænarefni og þakkarefni til bænahópa safnaðarins. Einnig gæti I samtölum við unglinga á Rabbloftinu kemur pað oft í Ijós að margir eiga erfitt. Þau sem stunda miðbæinn mest eru oft einstaklingar sem gefa til kynna að peim líði ekki vel heima. Það er eitthvert vesen heima. tengiliðurinn miðlað upplýsingum til hópa eða einstaklinga í söfnuðunum sem eru tilbúnir að liðsinna unglingi í vanda. Þannig starfar kirkjan sem ein heild, sem líkami Krist. Söfnuðir þrá kirkjuvöxt og kristileg samtök vilja vakningu en er öllum ljóst hvað þeir eru í raun og veru að biðja um? Eru kristnir menn á íslandi í dag tilbúnir að láta kollvarpa sínum lífs- venjum og „kósi" samverum til þess að sinna fólkinu sem kemur, opna sam- félagið og heimili sitt? Það gæti hugsast að þau sem koma séu ekki úr efri mið- stétt samfélagsins í fínum fötum og með sæmandi framkomu. Það gæti einhver komið inn í samfélagið sem er sautján ára og heimilislaus eða fimmtán ára og á von á sínu öðru bami. Hvað gera vinir Krists þá? Kirkjan er líkami Krist, gefin heimin- um til þjónustu, í kærleika og sannleika. Það er ekki velferðarkerfið sem er líkami Krist, heldur þeir sem tilheyra honum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.