Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 10
Gunnar J. Gunnarsson Týndist hugsjónin í umbúðum? Trú og efi í textum U2 Irska rokkhljómsveitin U2 hefur verið mikið í sviðs- ljósinu á árinu og óhætt að segja að hún standi á hátindi frægðarinnar. í vor kom út ellefta stórskífa sveitarinnar sem ber titilinn Pop og í kjölfarið fylgdi tónleikaferð um heiminn undir heitinu PopMart. Viðbrögð sýna að ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar þótt ýmsum þyki hún komin nokkuð langt frá uppruna sínum og umbúðimar um tónlistina orðnar mikiar. Frá upphafi hefur U2 verið skipuð sömu fjórmenningunum, Paul „Bono“ Hewson, söngvara og textahöfundi, David „The Edge“ Evans gítarleikara, Adam Clayton bassaleikara og Larry Mullen trommuleikara. Sá síðastnefndi mun hafa átt frumkvæðið að stofnun hljómsveitarinnar fyrir um tuttugu árum þegar fjórmenn- ingarnir voru nemendur í Mount Tempel skólanum í Dyílinni. í fyrstu voru þeir lítið annað en „bílskúrsband" sprottið úr jarðvegi „pönksins" svokallaða og erfiðlega gekk að koma sér á framfæri. Fáeinum ámm síðar eða árið 1980 fóru hjólin að snúast og fyrsta skifa sveitarinnar Boy kom út. Ári síðar kom önnur skífa út, October. Þegar á þessum fyrstu plötum kom í Ijós að textar hljómsveitarinnar voru öðruvísi en almennt gerðist í rokktónlist. Þeir fólu í sér von og jákvæða lífssýn og að auki mátti greina sterkan, kristinn undirtón og vísanir í kristinn boðskap og tákn. Ungir menn í krossför Bono hafði alist upp í „blandaðri fjölskyldu", þ.e. annað foreldra hans var kaþólskt en hitt mótmælendatrúar. Það hefur sett mark sitt á hann og marga af textum hans ásamt þeirri spennu sem ríkt milli kaþólskra og mótmælenda á írlandi. Þegar hljómsveitin var stofnuð var hann sá eini fjórmenninganna sem leit á sig sem trúaðan, kristinn mann. í viðtali frá fyrri hluta níunda áratugarins segir gítarleikarinn The Edge frá því að Bono hafi rætt við þá hina um tilfinningar sínar og hugsanir um Guð. Það leiddi til þess að þeir fóru saman á ýmsa kristilega fundi og samkomur og afleiðingin varð sú að The Edge og Larry urðu kristnir um svipað leyti. Bono segir frá þvi í sama viðtali að hann hafi við þetta séð ákveðinn tilgang með hljómsveitinni. Hann segist hafa orðið sannfærður um að Guð vilji ná til nútímafólks en ennfremur áttað sig á því að það er ekki sama hvemig það er gert. Fram kemur í viðtalinu að Bono hafði lesið bók eftir Francis Schaeffer þar sem lögð er áhersla á að kristinn maður er ekki í hlutastarfl í þjónustunni við Guð. f V

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.