Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 26
Afríka hefur andlegan kraft Ein af undirráðstefnum GCOWE 97 og jafnframt sú langfjölmennasta, með um 1.100 þátttakendur, var fyrir Afríkubúa. Þar veltu menn því fyrir sér hvað þeir gætu lagt af mörkum til að ná heimsbyggðinni með fagnaðar- erindið, sérstaklega þeim svæðum í Afriku sem enn bíða, en einnig öðrum löndum. Nígeríumaðurinn Tokumboh Adeyemo, aðalframkvæmdastjóri Sam- taka evangelískra manna í Afríku (The African Evangelical Association, AEA), sagði m.a. í ræðu sinni þar: „Kirkjan í Afríku hefur slitið bams- skónum og skortir enga náðargjöf. Hún er kraftmikil og full af lífi og vex hraðar en sem nemur fólksfjölguninni. Hún hefur mikla möguleika á því að verða kristniboðskirkja sem getur lagt mikið af mörkum til að ná til endimarka jarðarinnar með fagnaðarerindið. Án þátttöku kirkjunnar í Afríku verð- ur þjóðunum í 10/40 glugganum aldrei náð. Afríkumenn þekkja vel heim and- anna, þeir hafa gefið sig Guði heils- hugar og geta lifað mjög einfalt og ódýrt sem gerir það að verkum að hægt er að senda marga kristniboða til annarra landa. í 16 af 56 löndum Afriku em meira en 80% íbúanna múhameðstrúar. Hér munar mest um löndin norðan Sahara. Hvaða rétt höfum við, prestar og prédikarar, til þess að prédika yfír sama söfnuðinum 52 vikur á ári ár eftir ár þegar enn em þjóðir í okkar eigin lönd- um sem hafa ekki heyrt fagnaðarerind- ið? Hvað réttlætir okkar dým og fínu kirkjubyggingar og dýra útbúnað í þeim þegar ungt fólk með kristniboðskall getur ekki farið út á akurinn vegna fjárskorts? Þurfum við ekki að fara að endurskoða hvemig peningum er varið haldin var í Berlín árið 1966 á vegum tímaritsins Christianity Today undir for- ystu manna eins og Billys Grahams og Carls F. H. Henrys, vom kristnir menn hvattir til að vinna að því að ná öllum þjóðum með fagnaðarerindið þegar í þessari kynslóð en ýmsir hafa túlkað þetta svo að kynslóð í þessu sambandi í kirkjum okkar? Sahara er ekki lengur nein hindrun fyrir því að fara til múhameðstrúarlandanna í Norður- Afríku." Síðan hvatti hann kirkjuleiðtoga til að lifa einföldu lífi og horfast í augu við að eftiríylgd með Kristi hefur kross i för með sér. Adeyemo rekur erfiðleika sem hreyfing hans hefur mætt í starfi sinu í Chad, en þar í landi er múhameðstrú rikjandi, og sagði svo: „Starfið hefur gert það að verkum að enn fleiri dagar en venju- lega hafa farið í bæn og föstu, fjarvem frá fjölskyldu og vinum og líf í ferða- töskum. Ofsóknir og þjáning hafa aukist, þar á meðal slys og dauðsföll við undarlegar kringumstæður. Ef tak- ast á að ná allri Afríku með fagnaðar- erindi Jesú Krists verður einhver að færa fórnir. Það er minn heiður og ykkar að enda þetta árþúsund með þvi að greiða þetta gjald. Ekki ætla öðmm að gera það. Ég mæli með því að: • Við sendum kristna stúdenta til náms í háskólum múhameðstrúarmanna. • Við sendum og stöndum við bakið á kristnum sérfræðingum að starfa sem tjaldgjörðarmenn í Norður- Afriku. Múhameðstrú breiddist út með verslunarmönnum. Kristin trú getur það einnig. • Kristnir menntamenn rökræði við múhameðstrúarfræðimenn og stundi þannig trúvöm. • Sendiráð og fólk í utanríkis- þjónustunni kreíjist trúfrelsis í löndum múhameðstrúarmanna, enda krefjast þeir þess hins sama ásamt réttindum til að reisa moskur í löndum kristinna manna. merkti 40 ár sem þýddi að markmiðið væri að ná heimsbyggðinni i kringum árið 2000. Árið 1980 var einnig stór alheims- ráðstefna kristniboðsleiðtoga haldin í Edinborg sem fjallaði um efnið: „Kirkja á meðal allra þjóða ekki síðar en árið 2000." í júlí árið 1989 var Lausanne II ráð- stefnan haldin í Manilla á Filippseyjum (Hópur íslendinga fór á hana). Markmið hennar var svipað og hinna ráðstefn- anna sem greint hefur verið frá hér að framan. í lokaskjali þeirrar ráðstefnu sagði m.a.: „Árið 2000 hefur orðið mikilvægur áfangi fyrir mörgum. Getum við gefíð okkur öll að því að boða allri heimsbyggðinni fagnaðarerindið á þessum síðasta áratug aldarinnar? Það er ekkert sérstakt við þetta ártal en get- um við samt ekki gert okkar besta til að ná þessu markmiði? Kristur boðar okkur að fara með fagnaðarerindið til allra þjóða. Það liggur á að það sé gert. Við erum ákveðin í að hlýða honum með gleði og erum full eftirvæntingar.“ Stór hópur fólks kom saman á þessari ráðstefnu til að tala um þörfína fyrir að koma á fót hreyfingu til að vinna að þvi að gera drauminn um að ná heims- byggðinni fyrir árið 2000 að veruleika. Þvi var AD 2000 and Beyond hreyfingin stofnuð til að vinna að þessari fram- tiðarsýn: „Kirkja á meðal allra þjóða og fagnaðarerindið handa sérhverju mannsbarni ekki síðar en árið 2000.“ Fjórir aðalleiðtogar hreyfingarinnar í fullu starfi koma allir frá hinum svo- kallaða þriðja heimi. Þekktastir þeirra eru Luis Bush frá Argentínu, aðal- framkvæmdastjóri, og Thomas Wang, formaður stjómar, frá Kína. Fyrstu fímm ár þessa áratugar hefur mikið starf verið unnið við að kynna framtíðarsýn hreyfingarinnar og koma hreyfingum, sem vilja vinna að mark- miðinu, í samband hverri við aðra og samhæfa störf þeirra. Einnig hefur verið reynt að fá fleiri til að taka þátt í að vinna að þessu markmiði. Áhersla hefur verið lögð á að kynna fólki löndin í 10/40 glugganum og fá kirkjur og kristniboðsfélög til að athuga mögu- leika á að hefja starf á meðal þjóða innan hans. Árið 1995 var haldin 4.000 manna ráðstefna í Seoul i Suður-Kóreu til að leggja á ráðin um framhaldsaðgerðir. Þetta var GCOWE 95. Markmiðið var að fá fleiri til að taka þátt í starfí AD 2000 and Beyond. Niðurstaða ráðstefnunnar var vinna enn frekar að myndun safn- aða á meðal allra þjóða og þjóðarbrota sem em fjölmennari en 10.000 manns, sem leituðu út fyrir mörk sín með hinn kristna boðskap, fýrir árslok árið 2000.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.