Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 15
sjónir, bæði vegna þess að lífsstíll þeirra hefur breyst, umbúðirnar um tónlist þeirra og tónleikahald eru fyrirferðar- miklar og þess að textamir á Pop taka þrátt fyrir það enn á stóru málunum þótt það sé meira í formi spumar og efa en fyrr á ferlinum. Bono og The Edge hafa báðir lagt áherslu á að þeir séu trúaðir. Bono segist sannfærður um að að baki heiminum sé kærleikur og rökleg hugsun en telur jafnframt að þegar trúin er orðin að trúarbrögðum (religion) þá yfirgefi Guð bygginguna. Trúarbrögðin séu í raun óvinur Guðs vegna þess að þau afneiti oft beinni verkan Andans og í þvi sambandi vitnar hann til Jóh. 3:8. Hann sér engin rök fyrir þvi að textar hans feli allir í sér hamingju og gleði og minnir á að Davíðs- sálmarnir endurspegli bæði trega og þjáningu. Hann segist ekki finna sig í kirkjusókn og telur að það umhverfi sem hann ólst upp í hafi þar áhrif. Nefnir þó í því sambandi dæmi um kirkju í San Francisco sem hann gæti hugsað sér að sækja en það er kirkja sem leggur áherslu á að mæta þörfum þeirra sem eru utangarðs í samfélaginu. The Edge tekur á vissan hátt í svipað- an streng. Hann telur trúarathafnir geta haft sitt gildi en til að brúa bilið þurfi persónulegt samband. Þegar hann er síðan spurður að því hvort hann biðji bænir svara hann þvi játandi en bætir við að ef unnt væri að útskýra trú til hlitar væri það ekki lengur trú. Það er ljóst að liðsmenn U2 eru ekki sömu krossfarar og þeir vom í upphafi. Trú þeirra og lífsstíll hefur þróast og breyst. Umbúðirnar um það sem þeir vilja koma á framfæri eru auk þess orðnar slíkar að vissulega má spyrja sig hvort hugsjónin sé að drukkna í þeim og hvort hljómsvetin sé komin of langt frá uppruna sínum til að geta talist trú- verðug. Hitt er þó jafnljóst að textamir á Pop sýna að sömu málefni eru þeim hugleikin og þeir vilja koma þeim á framfæri. Aðferðirnar eru aðrar en í upphafi ferils hljómsveitarinnar og nálgunin önnur. Bono mun hafa sagt þegar umgjörðin um PopMart tónleikana barst í tal að þann sem kominn er úr bílskúmum langi ekkert þangað aftur og að þeir vilji með þessu leggja leikvang- ana undir sig í stað þess að hverfa í mannhaflnu. Gagnrýnin á ástandið í heiminum, þráin eftir friði og spurningin um Guð í allri ringulreiðinni er áberandi rauður þráður á Pop. Þegar öllu er á botninn hvolft er það ef til vill styrkur U2 að þeim tekst að boða fagnaðarerindið á jarðbundinn hátt með aðferðum sem ná til ungs nútímafólks. Þeir hafna yfir- borðsmennskunni og ódým lausnunum og þora að horfast í augu við glímuna við efann og þá staðreynd að það er ekki alltaf auðvelt að trúa á Guð. En þeir afneita honum ekki og benda á hrokann sem felst í því að kenna honum um það sem aflaga fer hjá okkur. Þeir viður- kenna eirðarleysi sitt í biðinni eftir því að ástandið í heiminum lagist og eitt- hvað gerist í réttlætis- og friðarmálum. Um leið viðurkenna þeir eirðarleysið í biðinni eftir að tími guðsríkisins renni upp því ...they still haven’t found what they're looking for. Wake Up Dead Man Jesus, Jesus, help me I’m alone in this world And a fucked up world it is too Tell me, tell me the story The one about etemity And the way it’s all gonna be Wake up, wake up dead man Wake up, wake up dead man Jesus, I’m waiting here boss I know you’re looking out for us But maby your hands aren’t free Your father, He made the world in seven He’s in charge of heaven Will you put in a word for me Wake up, wake up dead man Wake up, wake up dead man Listen to your words they’ll tell you what to do Listen over the rhythm that’s confusing you Listen to the reed in the saxophone Listen over the hum of the radio Listen over sounds of blades in rotation Listen through the traffic and circulation Listen as the hope and peace tiy to rhyme Listen over marching bands playing out their time Wake up, wake up dead man Wake up, wake up dead man Jesus, were you just around the comer? Did you think to try and wam her? Or are you working on something new? If there’s an order in all of this disorder Is it like a tape recorder? Can we rewind it just once more? Wake up, wake up dead man Wake up, wake up dead man

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.