Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 4
Guðmundur Karl Brynjarsson Af vörumerkinu skuluð þér þekkja g trúna Vara sem á að seljast verður að líta vel út. Hún verður að geðjast væntanlegum kaup- endum. Til að kaupandinn velji eina tegund af vöru fremur en aðra þarf hún að vera í fallegri pakkningum en samkeppnis- varan og hafa betri ímynd og þokka. Lúkkið verður að vera í lagi.1 En hvaðan kemur lúkkið? Hver er umgjörð nútímans á íslandi og farvegur daglegra þarfa hans? - Ekki verk Halldórs Laxness, ekki íslendinga- sögurnar, ekki ijárlögin, ekki fréttirnar og ekki Biblían, heldur auglýsingarnar. Það er næstum hvergi hægt að vera án þess að reka augun í auglýsingar. Þær eru í biðskýlum, á og í strætó, á bílum, í gluggum, í hléi í bíó, á húsveggjum, í blöðum, á búningum íþróttamanna, í útvarpi og sjónvarpi, á bíómiðum, í póstkassanum og svo mætti lengi telja. Alls staðar eru tilboð um hvítari tennur, bragðminna lýsi, léttari gleraugu og ódýrari farsíma. Tóm budda er engin vörn gegn gylliboðunum. Auglýsingarn- ar gefa tóninn að sinfóníu augnabliks- ins, hvernig við klæðumst og lyktum, hvað við drekkum og borðum og hvernig hár okkar er klippt og greitl hverju sinni. Við erum flest gangandi auglýs- ingar um að auglýsingar hafi áhrif, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Fötin skapa manninn eða viltu vera púkó? Hvað veldur því að eitt árið eru bartar það ilottasta i hártísku karlmanna en næsta ár eru karlmenn með barta af

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.