Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 25
Bræður og samherjar. Frá vinstri: Greinarhöfundur, Luis Bush, aðalframkvæmdastjóri AD 2000 and Beyond, Helge Hoilerud, umsjónarmaður kristniboðs lúthersku fríkirkjunnar í Noregi, og Torbjörn Lied, aðalframkvæmdastjóri Santalmisjonen í Noregi. um allan heim 97. Hún var haldin á vegum stærstu kirkjulegu alþjóða- hreyfingar samtímans, AD 2000 and Beyond, Árið 2000 eftir Krist og áfram. Þetta er hreyfing mótmælenda sem leggur áherslu á kristna boðun á meðal þeirra sem ekki þekkja fagnaðarerindi Jesú Krists, hvarvetna í heiminum, með sérstakri áherslu á hinum svokallaða 10/40 glugga sem er svæði sem spannar frá 10° til 40° norðlægrar breiddar frá Vestur-Afríku í vestri til Austur-Asíu í austri en þar búa flestar þeirra þjóða þar sem kristinn vitnis- burður er lítill eða enginn. Hreyfingin hvetur einnig kristna menn til að biðja fyrir þjóðunum á þessu svæði. Þarna eru heimkynni flestra hindúa, múhameðstrúr- og búddatrúarmanna heimsins. Þar er einnig mesta fátækt, ólæsi og heilsuleysi heimsins. Mörg landanna eru lokuð erlendum kristniboðum. Leiðtogar AD 2000 and Beyond vilja halda áfram verki Lausannehreyfingar- innar sem hófst með hinni miklu ráðstefnu í Lausanne í Sviss árið 1974 og Billy Graham kallaði til. Þar komu saman 4.000 kirkjuleiðtogar, kristni- boðar og aðrir frá 157 þjóðlöndum. Sumir töldu að það hefði verið mesta ráðstefna kirkjusögunnar fram að þeim tíma. Þar var m.a. fjallað um hvernig hægt væri að ná allri heimsbyggðinni með fagnaðarerindi Jesú Krists. Á henni var Lausannesáttmálinn ritaður undir forystu enska prestsins og guðfræðings- ins Johns Stotts. Orðin úr 6. grein hans hafa orðið eitt af slagorðum hreyfingar- innar: „Öll kirkjan er kölluð til að boða öllu mannkyni allt fagnaðarerindið.“ Sátt- málinn er mjög mikilvægur á meðal svo- kallaðra evangelískra kristinna manna enn þann dag í dag (hann er til í íslenskri þýðingu). Eftir ráðstefn- una var Lausanne- hreyfingin stofnuð. Hún starfaði af miklum krafti fram á seinni hluta 9. áratugsins er henni var breytt i litlar landshreyfingar (útibú hennar er til á íslandi). Kínverjinn Thomas Wang, sem kallaður hafði verið til að vera leiðtogi hinnar alþjóð- legu Lausanne hreyf- ingar, ritaði grein árið 1987 sem bar yfir- skriftina: „Er Guð að reyna að segja okkur eitthvað með ártalinu 2000?" Þetta leiddi til þess að alþjóðleg ráð- stefna var kölluð saman í Singapore í janúar árið 1989. Hana sóttu um 300 manns frá 50 löndum. Hún var köll- uð GCOWE '89. Þar var fjallað um mfklvægi þess að auka áhuga, bæn og starf krist- innar kirkju til að ná heimsbyggðinni með fagnaðarerindi Jesú Krists. Þá þegar var ljóst að margar kirkjur og kristni- boðsfélög höfðu ýmsar áætlanir um boðun fagnaðarerindisins sem miðuðu að því að ná hámarki árið 2000. Spakur maður taldi sig hafa fundið út að þær væru um 2.000 talsins. Ráðstefnugestir leituðu leiða til að samhæfa krafta hinna mörgu aðila til að ná til heimsbyggðar- innar með fagnaðarerindið fyrir árið 2000 í stað þess að starfa hver í sínu homi. Að ráðstefnunni lokinni var AD 2000 and Beyond hreyfingin stofnuð til að vinna að þessari samhæfingu. í ályktun ráðstefnunnar var meðal annars sagt að gefa ætti öllum þjóðum heimsins raun- verulegt tækifæri til að heyra fagnaðar- erindið á tungumáli sem þær gætu skilið, koma á fót kristniboðshreyfingu sem hefði það hlutverk að stofna söfnuði á meðal allra þeirra þjóða sem enn höfðu ekki fengið hinn kristna boðskap svo að allir menn hefðu tækifæri til að kynnast fagnaðarerindinu. Reyndar var hugsunin ekki alls kostar ný af nálinni þvi að á ráðstefnu, sem Afrískir kirkjuleiðtogar. Panja Baba frá Nígeríu (t.v.) er leiðtogi kirkju sem sendir 1.100 kristniboða til annarra landa og Samuel Ndala frá Suður-Afríku. Hans kirkja hefur 1.000 kristniboða í öðrum löndum. Hann stjórnar starfi hennar í Mósambík. (L|6sm.: K.J.)

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.