Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 4
E rfðarannsóknir og erfða- vísindi eru mikið rædd hér á landi um þessar mundir. Astæðan er fyrst' og fremst frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði sem af- greiða á á Alþingi nú í haust. Umræðan hefur einkum snúist um gagnagrunninn og ýmis álitamál sem tengjast honum en minna hefur verið rætt um siðferðileg vandamál sem tengjast erfðarannsókn- unum sjálfum. Þar standa menn and- spænis mörgum mikilvægum og erfiðum spurningum sem krefjast umræðu og úrlausnar. Þróunin á sviði erfðavísinda virðist mjög ör og ný þekking á því sviði skapar áður óþekkta möguleika. Því koma stöðugt upp nýjar siðferðisspurn- ingar sem hafa jafnvel aldrei verið rædd- ar áður. Aukin þekking á sviði líffræði og erfðafræði getur tvímælalaust orðið okk- ur til mikilla hagsbóta en hana má einnig misnota og ör þróun rannsókna á þessu sviði felur ekki bara í sér fram- farir heldur einnig þá hættu að ákafinn í þekkingarleitinni beri siðferðilega dómgreind ofurliði. Mikilvægt er því að skoða málið út frá sjónarhóli siðfræð- innar og jafnvel guðfræðinnar. Spurn- ingin snýst þó ekki um réttmæti rann- sókna heldur um það hvemig staðið er að þeim og í hvaða tilgangi þekkingin sem þær skapa er notuð. Ein af grundvallarspurningunum sem við stöndum andspænis er sú hve langt við getum gengið í því að grípa inn í lífs- ferlið. Eigum við að nýta okkur til fulls alla þá möguleika sem þekkingin færir okkur eða þurfum við að setja okkur einhver mörk? Hefur trúin á Guð sem skapara eitthvað að segja? Spyrja má hvort guðfræðin hafi eitthvað til málanna að leggja eða hvort trúin á Guð sem skapara allra hluta skiptt ein- hverju máli í umræðum um erfðarann- sóknir. Sumir kunna að halda því fram að svo sé ekki. Viðfangsefnið sé fyrst og fremst vísindalegs eðlis sem kann þó að hafa í för með sér einhverjar siðferðis- spurningar sem rökræða megi á vett- vangi siðfræðinnar. Á móti má benda á að málið er ekki svo einfalt. Ef við þurf- um að setja okkur einhver viðmið um það hvernig við notum þekkinguna og hve langt við getum gengið í því að „fikta með lífið" þá skiptir máli að gera sér grein fyrir því að slík viðmið eru aldrei sjálfstæð eða óháð. Þau hljóta alltaf að tengjast tilveruskilningi okkar og mannskilningi, því hvernig við skilj- um heiminn sem við búum í og hvaða gildi við gefum manninum og lífi hans. Það kann með öðrum orðum að vera munur á því hvar við setjum mörkin og hvaða viðmið við styðjumst við eftir því hvers konar lífsskoðun og gildismat við leggjum til grundvallar. Kristin trú og gildismat getur þannig haft áhrif á hvernig við tökumst á við álitamál sem tengjast erfðarannsóknum og hagnýt- ingu þekkingar á því sviði. Eitt meginatriðið í kristinni trúarjátn- ingu er trúin á Guð sem föður og skap- ara allra hluta (sbr. Postullegu trúar- Spyrja má hvort guðfræðin hafi eitthvað til málanna að leggja eða hvort trúin á Guð sem skapara allra hluta skipti einhverju máli í umræðum um erfðarann- sóknir. Sumir kunna að halda pvífram að svo sé ekki.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.