Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 21
Hvernigjannst ykkur að vera úti í gjöró- líkum menningarheimi? Elísabet: Það var allt nýtt og framandi, og það tók sinn tíma að aðlagast en ég fyrir mitt leyti ákvað að takast á við það jafnóðum. Okkur leið mjög vel allan tímann og þetta var mjög þroskandi. Bjarni: Ég var þarna sem barn sjálfur, þannig að ég hafði nokkra hugmynd um að hverju ég kæmi, en það var allt öðru vísi að koma sem fullorðinn til baka. En þetta var mjög góður tími og við fundum að við vorum þar sem Guð vildi hafa okkur. Hann sá til þess að okkur leið vel og leiddi okkur áfram, dag frá degi. Við upplifðum að sjálfsögðu erfiða daga eins og allir gera í sínu lífi en Guð var með okkur og okkur fannst þetta mjög góð ár. Kom eitthvað upp sem varð til að Jæri um ykkur? Bjarni: Það sem var erfiðast meðan við vorum úti var það að Janne Pedersen, kollegi okkar, var myrt. Hún starfaði við hjúkrun í Austur-Eþíópíu. Það var nátt- . úrlega reiðarslag. Elísabet: Já, við gengum saman á málaskóla og keyrðum þá saman á hverjum degi. Þetta var erfiður tími og hafði mikil áhrif á alla í skólanum. Það var tekið á þessum málum með því að tala mikið um þetta og reyna að losa um spennu og óttatilfinningar. Bjarni: Nú, svo hafa verið óróleikatímar í Eþíópíu, og í Arba Minch var einn starfsmaður kirkjunnar þar myrtur. Það hafði mikil áhrif á okkur öll. Annars fannst okkur við sjálf aldrei vera í beinni hættu. Á tímabili gekk mikið á í höfuðborginni og sprengjur sprungu á tveimur hótelum og einum veitingastað og mjög erfitt að vita hverjir stóðu að baki. En ef við hugsum til baka um þessi fimm ár þá vorum við yfirleitt aldrei óttaslegin eða hrædd um líf okk- ar. En hvernig er svo að koma heim aftur? Elísabet: Það er svolítið skrýtið að fara úr því umhverfi, sem við vorum búin að venjast, og koma aftur heim. Margt er breytt og við þurfum að aðlagast því. Það er annað að koma heim í heimsókn heldur en að koma heim til að vera. En það er ánægjulegt að koma heim. Bjarni: Það er margt öðruvísi fyrir okkur en það er ekki víst að það hafi breyst, kannski höfum við breyst eða gleymt því Einbeittir nemendur í skólanum í Addis Abeba. hvernig mannlífið var. Mér finnst ein- kenna íslenskt nútímaþjóðfélag ákveðið lífsgæðakapphlaup og tímaleysi. En ég skynja það líka þannig að fólk er mjög leitandi og opið fyrir því að ræða trúmál og kannski taka trú eða taka á móti boðskap, hver sem hann nú er. Það er áskorun til okkar að koma okkar boð- skap og vitnisburði á framfæri. Elísabet: Þörfin fyrir kristniboð er ekki síður mikil hér en úti! Viljið þið segja eitthvað Jleira að lokum? Bjarni: Við fundum á hverjum einasta degi að við vorum borin bænarörmum og það viljum við þakka fyrir. Ég vil líka minna á að biðja fyrir Eþíópíu, fyrir þjóðinni og kirkjunni og starfinu, að það mætti vaxa og að það verði friður í landinu. Það eru erfiðar aðstæður, stríð við Erítreu og víða er skortur á mat því að þar rignir ekki á réttum tíma. Svo vil ég segja að það er mikil blessun að taka þátt í kristniboðsstarfi. Bæði fyrir þann sem er heima að biðja og taka þátt í starfinu hér og þann sem fer út sem kristniboði. Enginn ætti að missa af þessari blessun. L

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.