Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 27
Sálmur 107
Þakkið Droltni
Hugleiðing um Sálm 107
m ^ ú á haustdögum hefur 107.
% sálmur Saltarans verið
% mér afar hugleikinn og í
m augnablikinu er hann
JL, m minn uppáhaldssálmur.
Ég hafði svosem lesið
hann áður, en það var í
raun ekki fyrr en nú fyrir
skömmu að hann talaði
til hjarta míns, en hann
kom til mín eins og svar
frá Guði inn í sérstakar
aðstæður. Ritskýringa-
bækur segja sálminn
vera tvískiptan þannig
að v. 1-32 eru þakkar-
sálmur, en versin 33-43
eru spekisálmur. Rit-
skýrendur vilja meina að
seinni hlutinn sé síðari tíma viðbót,
en það er venjulegum lesanda
íslensku Biblíuþýðingarinnar ómögu-
legt að sjá. En þegar nánar er að
gáð þá má þó greina þessa skiptingu
þegar maður veit af henni. Fyrri
hlutinn er hvatning öllum mönnum
til að lofa Drottin fyrir verk hans og
umhyggju fyrir mönnunum. Lýst er
ýmis konar mannlegum háska og
þeir sem í honum lentu áttu engin
úrræði önnur en að ákalla Guð. „Þá
hrópuðu þeir til Drottins í neyð
sinni og hann bjargaði þeim úr
angist þeirra," er stef sem kemur
Ijórum sinnum fyrir, eða alls staðar
þegar hverjum háska hefur verið
lýst fyrir sig. Fyrst er rætt um fólk
sem reikaði um eyðimörkina og „sál
þeirra vanmegnaðist í þeim“. Þegar
fólkið hafði hrópað til Drottins leiddi
hann það „um slétta leið og þeir
komust til byggilegrar borgar".
Þessu næst er manna getið sem
sátu í fangelsi og heimskingja sem
voru „komnir nálægt hliðum
dauðans", en vegna ákalls þessarra
manna leysti Drottinn hina fyrr-
nefndu úr fangelsinu en hinum síðar-
nefndu bjargaði hann frá gröfinni.
Að lokum eru nefndir menn sem
fóru um hafið á skipum í verslunar-
leiðangra. Þeir lentu í miklum sjávar-
háska og „hófust til himins, sigu
niður í djúpið, þeim féllst
hugur í neyðinni. Þeir
römbuðu og skjögruðu
eins og drukkinn maður
og öll kunnátta þeirra
var þrotin," og þeir hróp-
uðu til Drottins og hann
„breytti stormviðrinu í
blíðan blæ". Óneitanlega
minnir þessi frásögn á
frásagnir samstofna-
guðspjallanna þegar
Jesús kyrrði vind og sjó
(Matt. 8.28-34, Mark.
4.35-41 og Lúk. 8.22-25) og er ljóst
að við þann atburð öðlast sálmurinn
dýpri merkingu og fær endanlega
uppfyllingu, því hann verður spá-
dómur um mátt Krists og vald hans
á himni og á jörðu.
Allir þessir hópar fólks eru hvattir
til að gleyma ekki hjálp Drottins,
heldur þakka honum og lofa hann
fyrir hana. Sú hvatning er sígild, á
við um allt fólk á öllum tímum.
Þegar Sálmur 107 náði svo sterkt til
mín nú í haust, gerði hann það að
verkum að ég reyndi að líta yfir farinn
æviveg, hvenær og hvernig ég hefði
beðið til Drottins og hver raunin
hefði orðið. Auðvitað fór margt
öðruvísi en ég bað, en allt hefur
þetta orðið á þann veg sem mér
hefur verið fyrir bestu. Ég gat
komið auga á hvernig Guð hafði
veitt leiðsögn og hjálp í gegn um fólk
og atvik. Nú vil ég hvetja þig. les-
andi góður, til að sækja Biblíuna
þína, finna Sálm 107, lesa hann,
horfa á fortíðina í ljósi nútíðarinnar,
með varðveislu Guðs í huga. Hverju
kemst þú að? Er ekki ástæða til að
þakka Drottni?
Sr. Guömundur Karl
Brynjarsson,
sóknarprestur
á Skagaströnd.
Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að
miskunn hans varir að eilífu.
Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja, þeir er
hann hefir leyst úr nauðum og safnað saman úr
löndunum, frá austri og vestri, frá norðri og suðri.
Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin, og
fundu eigi byggilegar borgir, þá hungraði og þyrsti,
sál þeirra vanmegnaðist í þeim.
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, hann
bjargaði þeim úr angist þeirra og leiddi þá um slétta
leið, svo að þeir komust til byggilegrar borgar.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og
dásemdarverk hans við mannanna börn, því að
hann mettaði magnþrota sál og fyllti hungraða sál
gæðum.
Þeir sem sátu í myrkri og niðdimmu, bundnir eymd
og járnum, af því að þeir höfðu þrjóskast við orðum
Guðs og fyrirlitið ráð Hins hæsta, svo að hann
beygði hug þeirra með mæðu, þeir hrösuðu, og
enginn liðsinnti þeim.
Þá hrópuðu þeir til Drottins i neyð sinni, hann
frelsaði þá úr angist þeirra, hann leiddi þá út úr
myrkrinu og niðdimmunni og braut sundur fjötra
þeirra.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og
dásemdarverk hans við mannanna börn, því að
hann braut eirhliðin og mölvaði járnslárnar.
Heimskingjar, er vegna sinnar syndsamlegu breytni
og vegna misgjörða sinna voru þjáðir, þeim bauð við
hverri fæðu og voru komnir nálægt hliðum dauðans.
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, hann
frelsaði þá úr angist þeirra, hann sendi út orð sitt og
læknaði þá og bjargaði þeim frá gröfinni.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og
dásemdarverk hans við mannanna börn, og færa
þakkarfórnir og kunngjöra verk hans með fögnuði.
Þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verslun á
hinum miklu vötnum, þeir hafa séð verk Drottins og
dásemdir hans á djúpinu.
Því að hann bauð og þá kom stormviðri, sem hóf
upp bylgjur þess.
Þeir hófust til himins, sigu niður í djúpið, þeim féllst
hugur í neyðinni.
Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukkinn maður,
og öll kunnátta þeirra var þrotin.
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, og hann
leiddi þá úr angist þeirra.
Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að
bylgjur hafsins urðu hljóðar.
Þá glöddust þeir, af því að þær kyrrðust, og hann lét
þá komast í höfn þá, er þeir þráðu.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og
dásemdarverk hans við mannanna börn, vegsama
hann á þjóðarsamkomunni og lofa hann í hóp
öldunganna.
Hann gjörir fljótin að eyðimörk og uppsprettur að
þurrum lendum, frjósamt land að saltsléttu sakir
illsku íbúanna.
Hann gjörir eyðimörkina að vatnstjörnum og
þurrlendið að uppsprettum og lætur hungraða menn
búa þar, að þeir megi grundvalla byggilega borg, sá
akra og planta víngarða og afla afurða.
Og hann blessar þá, svo að þeir margfaldast stórum
og fénað þeirra lætur hann eigi fækka. Og þótt þeir
fækki og hnígi niður sakir þrengingar af böli og
harmi, þá hellir hann fyrirlitning yfir tignarmenn og
lætur þá villast um veglaus öræfi,
en bjargar aumingjanum úr eymdinni og gjörir
ættirnar sem hjarðir.
Hinir réttvísu sjá það og gleðjast, og öll illska lokar
munni sínum.
Hver sem er vitur, gefi gætur að þessu, og menn
taki eftir náðarverkum Drottins.