Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 7
helgi mannlegs lífs hlýtur að vera okkur leiðarljós. Mannréttindi og jafngildi ein- staklinganna sömu leiðis. Hér er einnig mikilvægt að hafa í huga að sem sköpun í Guðs mynd er maðurinn jafnframt settur í stöðu ráðs- manns. Hann er ráðsmaður Guðs á jörðu, umsjónarmaður sköpunarverks- ins (sbr. 1. Mós. 1,28; Sálm. 8,7nn). Manninum er falið að drottna yfir jörð- inni og því sem á henni er, en hann er tekið afstöðu til snýst um það sem skaparinn hefur sett saman. Allar ákvarðanir um að breyta því sem hefur orðið til á náttúrulegan hátt þarf að hugsa vel og lengi. Hver á læknisjræðilegar upplýs- ingar? Á Jólk að haja eitthvað um það að segja hvort upplýsingar um það eru notaðar í erjðarannsókn- um? Fólk á að geta neitað, hvort sem það eru erfðarannsóknir eða aðr- ar rannsóknir. íslendingar hafa verið fúsir að taka þátt í rann- sóknum og ég tel það vera sið- ferðilega skyldu þó að vafasamt sé að binda það í lög. Við erum lagnari að tjá okkur um réttindi - til dæmis friðhelgi einkalífs og ritfrelsi - heldur en skyldur. sérstaklega siðferðilegar skyldur. Læknisfræðin hefur orðið til vegna þess að safnað var per- sónulegum upplýsingum. Sjúk- dómar eru að breytast, alnæmi var til dæmis ekki til fyrir 1980. Til að læknisfræði verði aðgengileg þarf hún að þróast og þá verðum við að leyfa að upplýsingum sé safnað. Við getum velt því fyrir okkur hvort því fylgi ekki skyldur að njóta læknisþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar og tel það í fullu samræmi við kristna hugsun. Vifllal: Haraldur Jóhannsson. jafnframt ábyrgur í umgengni við líf og umhverfi gagnvart Guði sem fól honum það hlutverk. Sem ráðsmaður Guðs er maðurinn settur til að vera þátttakandi í sífelldri sköpun Guðs og á því að stuðla að því að viðhalda og varðveita lífið á jörðinni frá tortímingu og eyði- leggingu. Þetta greinir manninn frá öll- um öðrum verum á jörðinni. Hann gerir náttúruna og krafta hennar að þjónum sínum, gerir sér verkfæri og skapar með þekkingu sinni og vinnu byggilegri og betri heim. En í öllu þessu þarf hann að standa reikningsskil gagnvart Guði og er settur undir boðorð hans sem hann getur bæði hlýtt og brotið á móti. Á viss- an hátt hefur maðurinn frelsi til að velja eða hafna því að hlýðnast boði skapara síns og þá um leið til að velja eða hafna samfélagi við Guð. Synd hans er fólgin í því að hann óhlýðnast boði skaparans, heyrir ekki orð hans og bregst trausti hans. Þannig segir hann sig úr lögum við Guð, hafnar samfélaginu við hann og gerir sjálfan sig að guði. I stað þess að berjast gegn öflum tortímingar og eyðileggingar gengur hann í lið með þeim. Þegar við veltum fyrir okkur þeim sið- ferðislegu spurningum sem tengjast erfðavísindum samtímans er mikilvægt að hafa þetta í huga. Þegar við rannsök- um sköpunarverk Guðs, lífið og náttúr- una, og sköpum þekkingu sem við get- um hagnýtt okkur á margvíslegan hátt stöndum við andspænis spurningunni um ábyrgð okkar sem ráðsmenn Guðs. Þetta kann að hljóma framandi fyrir þeim vísindamönnum sem líta einungis á rannsóknir sínar sem vísindalegt við- fangsefni. Þetta er þó sjónarmið krist- innar trúar. I ljósi hennar er mikilvægt að spyrja sig á hverjum tíma hvernig við notum þekkingu okkar og hvort við séum komin út fyrir þau mörk sem staða okkar og hlutverk á jörðinni leyfir. Sú hætta er ávallt fyrir hendi að við setj- um okkur sjálf í sæti Guðs og látum ábyrgð okkar gagnvart honum og virð- inguna fyrir lífinu lönd og leið. Þá kann að vera orðið stutt í að við brjótum nið- ur og eyðileggjum í stað þess að byggja upp og leitast við að varðveita og við- halda sköpunarverkinu. Glíman við spurningarnar Aukin þekking á sviði líffræði og erfða- vísinda hefur fært okkur ótal möguleika til að ráðskast með lífið, bæði líf manns- ins og almennt í náttúrunni. Á því eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Þekkingin færir okkur tækifæri til að bæta líf og kjör fólks í heiminum. Sem dæmi má nefna framleiðslu erfða- breyttra matvæla bæði úr jurta- og dýraríkinu, leiðir til að fyrirbyggja sjúk- dóma og heilsubrest og möguleika til að takast á við arfgenga sjúkdóma. En um leið stöndum við frammi fyrir þeirri hættu að farið sé út fyrir réttmæt mörk og þekkingin misnotuð. Ekki skal dregið úr mikilvægi þess að stuðla að heilbrigði og vellíðan og vinna bug á sjúkdómum. Ný þekking á sviði líffræði og erfðafræði getur tvímælalaust orðið okkur til góðs í því efni. Allar líkur eru t.d. á því að innan fárra ára verði búið að finna út að hve miklu leyti erfðir Þekkingin færir okkur tækifæri til að bæta lífog kjör fólks í heiminum. Sem dæmi má nefna framleiðslu erfðabreyttra matvæla bæði úr jurta- og dijraríidnu, leiðir til að fyrirbyggja sjúkdóma og heilsubrest og möguleika til að takast á við arfgenga sjúkdóma. En um leið stöndum við frammi fyrir peirri hættu að farið sé út fyrir réttmæt mörk og pekkingin misnot- uð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.