Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 11
Graham eða ekki (ég var meðmæltur því, hann á móti). Hann sá ýmsa trú- fræðilega þætti standa í vegi fyrir því að hann gæti lagt blessun sína yfir starf Graham. „Trúir þú því að Biblían sé óskeikult Guð orð?“ spurði ég. Hann játti því svo ég hélt áfram: „Ert þú óskeikull í túlkun þinni á því?“ Mér að óvörum taldi hann svo vera! Mér varð nokkuð orðvant í rökræðunum við þennan sjálfskipaða páfa en spurði þessu næst: „Trúir þú því að Guð sé fullkominn?“ Já, það gerði hann. „Gott, það geri ég líka,“ sagði ég og renndi mér þegar í næstu spurningu: „Hefur þú fullkominn skilning á hinu fullkomna?“ „Auðvitað," svaraði hann snúðugt. Ég hafði rangt fyrir mér. Hér var annað og miklu meira á ferðinni en sjálfskipaður páfi. Þessi maður hélt hann væri Guð. Það eina sem mér datt í hug að segja á þessari stundu var: „Jæja, fáum okkur eitthvað í svanginn." Hvað annað getur maður sagt við þann sem á óskeikulan skilning á hinu óskeikula og fullkominn skilning á hinu fullkomna? Ég hefði getað bætt við: „Hefur þú algjöran skiln- ing á hinu algjöra?" en að sjálfsögðu hefði svarið verið á sama veg. Aðalatriðið er það sem Biblían segir: „Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráð- gátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis, (1. Kor. 13.12). Með öðrum orð- um, sannleikurinn er algjör en hæfileik- ar okkar til að skilja sannleikann eru ekki algjörir. Aðeins Guð skilur sann- leikann algjörlega. Kristur er sannleik- urinn, hinn algjöri sannleikur Guðs (Jóh. 14.6). En við getum ekki notað stærðfræðiformúlur til að sanna þann sannleika. Biblían er sönn, algjörlega sönn. Jesús segir það (Matt. 5.17-18, Jóh. 10.35, 17.17). Sannanirnar sem við höfum fyrir því að þessi orð séu sönn eru hins vegar ekki fullkomnar. Við höfum góðar ástæður til að trúa því að kristindómurinn sé sannur, eins og Biblían segir okkur að trúa: „En helgið Krist sem Drottin í hjörtum yðar. Verið ætíð reiðubúnir að svara hverjum þeim manni er krefst raka hjá yður fyrir von- inni sem í yður er“ (1. Pét. 3.15), en munum að gera það alltaf af hógværð og virðingu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.