Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 15
efnis, tíma og rúms eru endanlega yfir- unninn. Hvernig hin nýja sköpun mun líta út er vissulega handan alls skilnings en samt er i hinum upprisna Kristi gefin eilítil innsýn í hinn nýja veruleika. Fyrir hann vitum við hverjum við mætum í lok tímanna og gefnar eru vissar ábend- ingar bæði um hvemig maðurinn muni verða og hvernig umhorfs verður í hinni nýju sköpun. (1) Við skulum fyrst huga að þeim lík- ama sem við munum þá klæðast. í guð- spjöllunum er greinilegt að hinn upprisni Jesús Kristur var ekki háður takmörkun- um efnis, tíma og rúms. Lokaðar dyr hindra ekki för hans (Jh. 20:19, Lk. 24:36) og hann þarfnast ekki fæðis. En þrátt fyrir það gat hann vel hreyft sig og starfað innan marka þessa heims og hann neytti matar með lærisveinum sínum. Hið sama á við um tímann. Jesús get- ur samkvæmt upprisufrásögunum birst á mismunandi stöðum og það að því er virðist „samtímis". Af þessu sjáum við að hinn nýi veru- leiki útilokar ekki fyrri tilveru Jesú, heldur gefur henni fyrst merkingu sína. Greinilegt er að öll höft forgengileika, syndar og dauða eru yfirunninn. Jesús Kristur lifir eftir upprisuna handan þess veruleika en er í starfi sínu samt í miðj- um veruleika okkar. (2) En hvernig tengjumst við hinni nýju sköpun? Jesús vísar í því efni til vorsins þegar líf gróður jarðar brýst fram (Lk. 21:29n). Lífið sjálft er því inn- tak hinnar nýju sköpunar. Þar sem líf er, þar er og Kristur. Meira en það, þeg- ar Kristur tekur okkur að sér í skírn- inni, sest hann að í okkur og veitir okk- ur fulla hlutdeild í lífi sínu. Þó við séum umlukin dauða þessa heims og dauðinn virðist gegnsýra allt þá er ekkert sem getur skilið okkur frá lífi Krists. (3) En hvemig mun hin nýi heimur líta út? Hér verðum við einnig að gera upp- risu Krists að útgangspunkti athugunar okkar. Þar sem Jesús Kristur hefur end- urleyst sköpunina og gert henni fært að ná takmarki sínu þá mun hún ummynd- ast í þá mynd sem birtist í Kristi. Marteinn Lúther lýsir þekkingu okk- ar á hinum komandi heimi á eftir- farandi hátt: „Þessi heimur efnis, tíma og rúms er aðeins undirbúningur eða sem vinnupallar um hinn komandi heim. Alveg eins og auðugur og merkur byggingameistari verður að reisa mikla vinnupalla um þá stórbyggingu sem hann reisir, þannig er og heimurinn. Þegar byggingin er svo tilbúinn þá eru vinnupallarnir fjarlægðir ... Eins hefur Guð skapað þennan heim sem undir- búning fyrir hinn komandi sem mun endanlega bera mynd eftir vilja og mætti hans."1 Við erum spennt og viljum fá að vita hvemig sú mynd og sýn mun verða. í Op- inberunarbókinni er að finna lýsingar sem svala þeirri forvitni. Þar er dregin upp mynd af komandi heimi þar sem við munum sjá Krist augliti til auglitis (Op. 21, sbr. 1. Kor. 13:12). Þegar Jóhannes reynir að lýsa nýjum himni og nýrri jörð þá virðast öll orð og hugtök ekki geta höndlað sýn hans. Og myndin sem hann dregur upp minnir óneitanlega nokkuð á himneskt Disneyland (Op. 21:10- 11,19,22). En afgerandi við lýsinguna er ekki dýrðin og skrautið, heldur það ástand sem þar ríkir: „Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: ,Sjá, tjald- búð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim ... Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er faríð" (Op 21:3,4). í hinum nýja heimi er Guð allt í öllu og við erum í Guði, sem nú þegar er í okkur. Samveran með Guði Einingin með Guði, þar sem er hvorki ótti né þjáning held- ur stöðug gleði og friður, virkar á okkur sem fjarlægur veruleiki. Vissu- lega gætum við hafnað honum sem hreinni tálsýn ef Jesús hefði ekki risið upp frá dauðum og opinberað okkur hann. Hann sýnir okkur að játningin til lífsins - til þess lífs sem við mætum í honum sem er vegurinn, sannleikurinn og lifið - er ekki blekking, heldur veru- leiki sem er undirstaða alls og umvefur allt. Hún er staðreynd sem mótar og breytir nú þegar mynd lífs okkar og heims. Þannig gerir Jesús Kristur okkur raunsæ og skynsöm gagnvart veruleika og möguleikum þessa heims. Við „vitum nú“ að nýsköpun veraldarinnar nær takmarki sínu og fullkomnun ekki fyrir krafta þróunar, þroska eða einhvers annars sem er af þessum heimi. Hvorki við né heimurinn stefnir til Guðs og Guðs ríkisins, heldur er það Guð sem kemur til okkar. Því biðjum við í Faðir vorinu - mitt í heimi hlöðnum táknum tortímingarfi og dauða: „Til komi þitt ríki ... því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.“ Við erum hughraust, því við vitum að lok þessa heims setur hvorki maðurinn, öfl eða vættir, heldur Guð einn. Og Guð segir við okkur: „Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar" (Mk. 2:5). Og í orð hans höldum við, því Jesús segir: „Him- inn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.“ 1 Þessi orð eru höfð eftir Lúther í borð- ræðu, (WA TR Bd.2, 627n). > h,hu'*r..A " **«• \ *'*%|| 1 . I |||* i,J*"" 7V'' |, “ l|u , * »•%’# M»>, /m, h'*r» h,,\n • v........................... ‘Wlufijll, * f" I 1 '<*»l «»#„ "*i., '*%•»•#» ...... ‘"nu I'l >■■ Wil '/vN' f.,/4 J, . '"4 | "M ,„NÍ''' '''•#»

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.