Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 12
í Skogarkirkju í Vatnaskógi. Ljósm. Einar S. Arason. Biblfuganga / Aþessu námskeiði munuð þið læra um 77 atriði. Ein líkamshreyfing fylgir hverju atriði. Ég lofa ykkur að í lok námskeiðsins munuð þið kunna þetta allt saman án fyrir- hafnar! Ein fyrirmæli enn: Ekki lesa kennslubókina fyrir tímana!" Eitthvað á þessa leið hófst kennslan í „Rölti um ritninguna" á Biblíu- og kristniboðs- námskeiðinu sem haldið var í sumar- búðum KFUM í Vatnaskógi seinni hluta ágústmánaðar. Fyrirmæli af þessu tagi verka vel á nemendur sem velta spennt- ir fyrir sér hvað í vændum sé á nýju námskeiði og gefa góð fyrirheit um efni væntanlegs námskeiðs. Þátttakendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Dýrleg dvöl í Vatnaskógi Um 70 manns, börn og fullorðnir, dvöldu í góðu yfirlæti á þessu fjölbreytta námskeiði í yndislegu veðri, sem var eins og það gerist best í útlöndum! Auk góðrar kennslu og fræðandi kennslu- greina áttu gestirnir í Vatnaskógi marg- ar góðar samverustundir þar sem allt kynslóðabil var á bak og burt. Aðrir kennarar komu og buðu upp á fræðslu um Gyðinga og ísrael, siðfræði fiskveiða, stjórnmál, kristniboð í heimi þar sem meiri hluti mannkyns aðhyllist önnur trúarbrögð, líknardráp, fóstureyðingar og fleira. Veltibíll frá Sjóvá-Almennum kom á staðinn og fólk gat fengið að fara í bílf veltu. Fæstum þótti sú reynslan eftir- sóknarverð. Einnig reyndu menn með sér í ökuleikni á reiðhjólum og þreyttu kapp saman á Furðuleikum Vatnaskóg- ar með því meðal annars að þeyta virðu- legu kvenveski, sem hafði gegnt merki- legu hlutverki í samfélaginu, eins langt og þeir gátu og sparka af sér stígvélum sem mest þeir máttu. Ekki spillti dýrleg náttúran fyrir dvölinni og margir fóru í gönguferðir út í skóg eða í ferð út á Eyr- arvatn. Síðasta kvöldið var tilkomumikil

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.