Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 22
Hjarta okkar verður eflaust
alltaf f Eþfdpfu
Rætt við Gaðlaug Gimnarsson og Valgerði Gísladóttur
um 15 ára staif í Eþíópíu
Guðlaugur Gunnarsson og Valgerður Gísladóttir.
Guðlaugur Gunnarsson og
Valgerður Gísladóttir (Gulli
og Vallý) lögðu land undir
fót árið 1982, fyrst til Eng-
lands á málaskóla, en svo
til Eþíópíu í ársbyrjun 1983. Þar hafa
þau síðan búið þangað til nú í sumar
að þau komu heim. Þau eru kristniboð-
ar; hann er guðfræðingur og hún er
hjúkrunarfræðingur. hengst af hafa
þau starfað á litlu svæði í Suðvestur-
Eþíópíu sem er upp við landamærin að
Kenýu og Súdan. - Talsmaður Bjarma
heimsótti þau nú fyrir skemmstu og
lagði fyrir þau nokkrar spurningar.
Hvað voruð þið að gera í svörtustu AJr-
íku í öll þessi ár?
Gulli: Við störfuðum hjá Mekane Yesus,
lúthersku kirkjunni í Eþíópíu, og
gegndum ýmiss konar störfum. Til
dæmis fór heilt ár í að læra ríkismálið
amharísku, sem er skylt hebresku en
hefur töluvert flóknara ritkerfi, er með
um 300 rittákn. Síðan fórum við í safn-
aðarstarf og unnum með leiðtogum á
frekar nýju svæði, Sollamó, sem er í
suðurhluta landsins. Þá sá ég mikið um
kennslu á biblíuskóla og við heimsótt-
um fólk úti í héraði og þurftum oft að
fara fótgangandi eða á hestbaki.
Hvernig datt ykkur í hug að Jara til
Eþíópíu?
Gulli: Okkur fannst að Guð væri að
kalla okkur til að vinna sem kristniboð-
ar. Við heyrðum líka um örvæntingu
fólks sem hafði ekki heyrt um Jesú og
við vildum stuðla að því að það fengi að
heyra gleðiboðskap Biblíunnar um
hann.
Voruð þið lengi í Sollamó?
Gulli: Nei, bara tvö ár. Svo vorum við
eitt og hálft ár í Konsó sem er í Suðvest-
ur-Eþíópíu. Síðan vorum við eitt ár
heima og því næst fjögur ár á afskekkt-
um stað sem heitir Voitó. En síðustu
fimm árin höfum við verið í bænum
Arba Minch. Þar er miðstöð fyrir starf
kirkjunnar í Suðvestur-Eþíópíu.
Þið hafið sem sagt staldrað stutt við í
Sollamó og Konsó?
Gulli: Já, kirkjan óskaði eftir því að
hafa íslendinga í Konsó og við tókum
við af Jónasi Þórissyni. Á meðan við
dvöldumst þar fórum við oft í heim-
sóknir niður í afskekktan Voitódal með
prédikara til að ná til Tsemai-fólksins
sem þar býr. Svo komum við heim í eitt
ár, það er venja að gera það á svona
fjögurra ára fresti til þess að álagið verði
ekki of mikið. Og þegar við komum út
aftur var ákveðið að við færum til Voitó
og þar vorum við síðan næsta fjögurra
ára tímabil.
Hvað áttuð þið mörg böm á þessum tíma?
Gulli: Við áttum Katrínu sem var bara
þriggja mánaða þegar við lögðum af stað
frá íslandi. Svo eignuðumst við Vilborgu
tveimur árum seinna meðan við vorum í
Sollamó. En Gísli, sonur okkar, fæddist
ekki fyrr en fimm árum síðar þegar við
bjuggum í Voitódalnum.