Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 17
Ársæll Aðalbergsson, formaður Skógarmanna KFUIVI og verslunarstjóri í Toppskónum. sem aðeins stærri sveitarfélög geta stát- að af, hefur risið og svo mætti halda áfram að telja. Já, starfið í Vatnaskógi hefur verið ævintýri og það stendur enn.“ Sæludagar - 75 ára afmæli Segðu okkur svolítiðfrá Sæludögunum eða eru það kannski „Sæladagar“? „Sæludagar um verslunarmannahelg- ina eru orðinn fastur liður í starfsem- inni. í sumar voru þeir haldnir í átt- unda skipti. Á Sæludögum er margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Kvöldvökur, bæna- stundir, fræðslustundir um trú, vísindi, hjálparstarf og fleira. Boðið er upp á sérstaka barnadagskrá, frjálsíþrótta- mót, fótbolta, sérstaka unglingadag- skrá, Vatnafjör á Eyrarvatni og margt, margt fleira. Sífellt er verið að reyna eitthvað nýtt til þess að gera góða hátíð enn betri. Á staðnum er jafnframt kaffi- hús þar sem fólk getur komið saman og rætt málin við arineld í notalegu um- hverfi og jafnvel hlustað á ljúfa tóna í leiðinni." Voru ekki einhverjir tónleikar á laugar- dagskvöldinu? Segðu okkur aðeinsfrá þeim. „Það er rétt, trúbadorinn KK eða Krist- ján Kristjánsson tók lagið og skemmti við mjög góðar undirtektir. Þá tók Kanga- kvartettinn einnig nokkur lög og stóð sig frábærlega. Einnig spilaði hljóm- sveit hússins nokkur lög en hún er skipuð nokkrum hressum Skógarmönn- um. Það var mál manna að þessir tón- leikar hefðu heppnast mjög vel.“ Þann 3. ágúst s.l. voru 75 árJrá því Jyrstu drengirnir lögðu aj stað í Vatna- slcóg. Var sérstök dagskrá aj því tilejni? „Á sunnudeginum var sérstök afmæl- ishátíð. Hófst hún með hátíðarguðs- þjónustu sem sr. Sigurður Pálsson, prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík og fv. formaður KFUM í Reykjavík, sá um. Fjölmenni var við guðsþjónustuna og voru m.a. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og kona hans frú Rut Ing- ólfsdóttir viðstödd og heiðruðu okkur þannig með nærveru sinni. Saga Vatnaskógar er saga frumkvöðla sem voru ákveðnir íað láta drauminn um sumarstarf rætast. Með áhuga, útsjónarsemi, dugnaði og ekki síst vegna mikilla fyrirbæna um handleiðslu og Guðs hjálp og með mikilli samstöðu tókst ætlunarverkið. Líklega hafa pessir brautryðjendur ekki látið sér detta íhug að pessi draumur myndi rætast svona langt umfram pað sem nokkur hafði getað leitt hugann að.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.