Bjarmi - 01.07.1999, Page 22
á eitthvert millistig. Hann hélt því fram
að þeir hefðu verið samkynhneigðir.
Þessar niðurstöður hafa verið véfengd-
ar. Þeir sem höfðu ofvaxna undirstúku
höfðu dáið úr alnæmi sem hefur
einmitt áhrif á lögun heilans. Engar
sönnur voru færðar á að þeir hefðu
verið samkynhneigðir. Þegar aðrir
reyndu að endurtaka rannsóknina
fengu þeir ekki sömu niðurstöður.
4 DNA-kjamasýrur ráða því hverjir verða
samkynhneigðir. Þessi kenning hefur
komið fram á allra síðustu árum.
Sumir vísindamenn hafa fundið eins
svæði í kjarnasýruþráðum tvíbura
sem báðir voru samkynhneigðir. Vís-
indamennirnir sjálfir eru hins vegar
mjög varfærnir. Þeir segja bara að
þeir hafi fundið svæði þar sem hugs-
anlega séu slíkir erfðavísar. Tilvist
þeirra er langt frá því að vera sönnuð.
b) Mótun persónuleikans
Werner þykir þessar kenningar um
margt óljósar. Hann segir að ákveðin,
sálræn einkenni komi einatt í ljós þegar
talað sé við samkynhneigða menn.9
Hvernig drengir uppgötva
sjáifa sig sem drengi
Dreng lærist fyrst að hann er annar en
hinir. Þannig verður sjálfsmynd hans til
(person identity). Hann sér móður sína
koma og fara og skilur að hún er ekki
hluti af honum sjálfum. Síðar fer hann
líka að skilja að hann er strákur. Hann
og pabbi hans eru öðruvísi en mamma.
Þennan skilntng má nefna kynsjálfsmynd
(gender identity).10 Faðir hans er í fyrstu
þýðingarmestur fyrir þroska drengsins á
þessu sviði þvi hann er fyrsti mikilvægi
karlmaðurinn í lífi hans. Og þótt sam-
bandið við móðurina sé fyrst sterkara þá
styrkjast tengslin við föðurinn með árun-
um þar sem skilyrði til þroska eru góð.
Sjá má ákveðin stig í þroska kyn-
sjálfsmyndarinnar. Drengurinn lærir að
sjá sjálfan sig sem: 1) Son
föður síns, 2) dreng meðal
drengja (mikilvægast á
aldrinum 5-8 ára og
11-16 ára), 3) karl-
mann gagnvart
konu (þegar hann
verður fullorð-
inn), 4) föður son-
ar síns (ef hann
eignast son).
Hann sér að faðir
hans er stærri og
sterkari en hann
sjálfur en veit að þegar
hann stækkar þá verður
hann eins og faðirinn. Það er
honum mikilvægt að faðir hans við-
urkenni hann eins og hann er. Hann
á í harðri samkeppni við aðra drengi
um það hver getur mest. Faðirinn
þarf að uppörva hann og gefa til
kynna að honum finnist hann nógu
góður, hvort sem hann er stærri og
sterkari en hinir drengimir eða ekki.
Þroski samkynhneigðra
drengja (homma)
Hjá drengjum sem verða samkyn-
hneigðir hefur þetta hins vegar ekki
gengið svona fyrir sig. Yfirleitt er eitt-
hvað orðið öðruvísi en það á að vera
strax á fyrstu tveimur stigunum. Þess
vegna verður drengurinn óöruggur um
kynhlutverk sitt og spyr sig: „Er ég al-
vömstrákur? Er ég nógu góður?“ Það er
ekki svo að skilja að allir sem lenda í
þessu verði samkynhneigðir en þetta er
samt mjög veigamikið atriði í þroska
samkynhneigðra pilta.
Hjá mörgum þeirra hefur verið ójafn-
vægi milli föður og móður þegar þeir
uxu upp. Oft er sambandið við föðurinn
erfitt. Fyrir því geta verið mismunandi
ástæður, til dæmis:
1 Faðirinn var Jjarlægur. Ef hann hefur
yfirgefið fjölskylduna og síðan aldrei
látið sjá sig hefur drenginn vantað
Hjá drengjum sem verða samkynhneigðir hefur
petta hins vegar ekki gengið svonafyrir sig.
Yfirleitt er eitthvað orðið öðruvísi en pað á að vera
strax áfyrstu tveimur stigunum.
karlmannsfyrirmynd. Ef þar við bæt-
ist að drengurinn nær ekki að falla
inn í hóp annarra drengja þá upplifir
hann tilvistarkreppu.
2 Faðirinn er harðsijóri. Dæmi er um að
drengur hafi svarið: „Ég vil aldrei
verða eins og pabbi,“ þegar faðir hans
barði móður hans. En faðirinn er
fyrsti mikilvægi karlmaðurinn í lífi
drengsins þannig að þetta rýrir traust
hans á karlmönnum.
3 Fráhverfur Jaðir sem hefur ávallt
áhuga á einhverju öðru en syni sín-
um.
4 Veiklundaður faðir sem er mjög undir-
gefinn móðurinni. Drengnum finnst
ekkert til hans koma og vill ekki likj-
ast honum.
Á unglingsárum verður strákurinn óviss
um kynhlutverk sitt. Hann nær ekki að
falla inn í strákahópinn. Hann vill nálg-
ast aðra stráka en getur ekki hugsað
sér að verða eins og þeir því sú fyrir-
mynd sem hann hefur af karlmennsku
er neikvæð. Hjá honum þróast því til-
finningar sem reyna að brúa bilið og
hann lætur sig dreyma um að nálgasl
stráka og snerta þá. En það leysir ekki
málið að komast í náið líkamlegt sam-