Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.2000, Page 3

Bjarmi - 01.05.2000, Page 3
Kve n n agu ðfiræó i Svonefnd kvennaguðfræði hefur verið stund- uð síðasta ijórðung tuttugustu aldarinnar í kjölfar kvennabyltingarinnar sem hófst upp úr 1 970. Hún hefur oft vakið snörp viðbrögð og deilur en einnig athygli á því að kirkjan hefur í aldanna rás iðulega verið kirkja karla- veldis. Bent hefur verið á að Jesús Kristur fór ekki í mann- greinarálit og kom á jafningjasamfélagi þar sem bæði karlar og konur fengu að njóta sín en það hafi síöan breyst þegar skipulag fór að komast á kirkjuna og karlaveldisáhrf sam- félagsins urðu ofan á. Einnig hefur verið bent á að málfarið sem kirkjan notar miðist meira og minna við karla og lögð á það áhersla að málfar sé mótandi og hafi sem slíkt m.a. áhrif á sjálfsmynd fólks og lífsskilning. Á þessum grundvelli hefur kvennaguðfræðin verið mjög gagnrýnin á stöðu og hlut kvenna í kirkjunni og í guðfræðinni og einnig á það málfar sem birtist í ritningunni og helgisiðum kirkjunnar. Þetta hefur eðlilega kallaó á viðbrögð og deilur og fólk jafnvel skipst í flokka með og á móti kvennaguðfræði. Það gengur hins vegar tæpast upp að afgreiða það sem kallað er kvennaguðfræði á einu bretti þar sem innan hennar eru ólíkir straumar og margt af því sem þar hefur komið fram er bæði gott og jákvætt og í samræmi við fagnaðarerindið. Það þarf hins vegar ekki að þýða að allt sem sagt er og sett fram í nafni kvennaguðfræði sé gott og gilt og Ijóst að róttækir straumar innan hennar fara á skjön við trúmennskuna við orð Guðs í ýmsu tilliti. Það er hins vegar ekkert einsdæmi með kvennaguðfræði. Ymsar aðrar guðfræðistefnur hafa flutt með sér sjónarmið sem fela miklu fremur í sér uppgjör við orð Guðs heldur en trúmennsku. Þess vegna er mikilvægt skoða alla guðfræði gagn- rýnum augum og leggja mat á hana í Ijósi fagnaðarerindisins um Jesú Krist og af trú- ttiennsku við heilaga ritningu. *o ’> *o 2 2 15 4Kvennaguófrœði hefur birst íýmsum myrtdum og vakið umtal. Kjartan Jónsson rceðir við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur, lektor við guðfrcsðideild Há- skóla Islands, um mdlið, meðal annars ólíka strauma ogstefnur inn- an hennar. Marita forvarnar- og LAJ hjálparstarf Gyða Karlsdóttir kynnti sér Marita og rceddi við Jón Indriða Þórhallson og Önnu Þorsteinsdóttur um for- varnar- og hjálparstarf vegna fikniefnaneyslu. Jón var sjálfur djúpt sokkinn fikniefnaneytandi og lýsir þvíhvernig hann bjargað- ist úr helgreipum fikniefnanna. 8Vísanir til Krists í kvikmyndum GunnarJ. Gunnarsson fjallar um hvernig vís- anir tilJesú Krists birtast í nokkrum kvikmyndum. íþessum fyrri hluta umfjöllunarinnar eru teknar til skoðunar myndirnar Gaukshreiðrið, Dead Poets Society, Spartacus og Braveheart. ■J O Um Kristí I Ct krossfesting Hvers konar dauðdagi er krossdauði? Erftt er að gera sér í hugarlund hvílík þjáning fýtgir krossdauða. Ragnar Schram fjallar um þjáningu og krossfestingu Jesú Krists út frá lceknisfrcsðilegum sjónarhóli. f} Frá London til Keflavíkur J.VJ Hvað er þetta Alfa sem allir eru að tala um? Henning E. Magnússon leit inn á Alfa—námskeið í Keflavík ogrceddi við um- sjónarmenn og einn þátttakenda. O/J Lifandi vottur og baráttu- L/± maður Ragnar Gunnarsson rceðir við Ebenezer Maly, lifandi vott og baráttumann, sem hefur predikað í kirkjunni í Pókot og kennt á nám- skeiðum. Meðal annars er komið inn á köllun ogstörf Ebenezers, muninn á Evrópubúum ogAfríkubúum og helstu vandamál kirknanna ÍAfriku. QP Kyrrðarstundir með uU Guði Curtis P. Snook gef- ur hagnýt ráð fýrir kyrrðarstundir með Guði og lestur Biblíunnar. Auk þess Kristileg tónlist, vefsíður, efiirlcetis ritningar- staðurinn o.fi. Útgefendur: Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Ragnar ■ Tímarit um kristna trú Schram. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi w 94. árg. z. tbi. maí 2000 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.kfum.is og slk.is. Árgjald: 2.800 kr. innanlands, 3.300 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu 590 kr. Umbrot og útlit: Argus. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: Prentmet. Ragnar Schram Gyða Ragnar Hrönn Kjartan Henning E. Karlsdóttir Gunnarsson Svansdóttir Jónsson Magnússon

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.