Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 5
prestur og biskup og búið er að kyn- greina þessar stöður. Það er mjög erfitt aó sjá fordæmi fyrir þessu í boðskap Krists þó að einhverjir hafi rakió þaó til þess að guðspjöllin og Postulasagan tali um að postularnir hafi verió 12 karlar. Margir sjá því þróun á 1. öldinni frá jafningjasamfélaginu sem Kristur setti á stofn til karlaskipulagsins sem síóar náói yfirhöndinni. Kristur vildi ekki aðeins af- nema hin miklu skil sem voru á milli kynjanna, heldur einnig á milli fólks eftir stéttum og kynþætti, eins og fram kemur í hinni fornu skírnarformúlu í Galata- bréfinu 3,28 þar sem segir að í Kristi sé „enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl eða kona“. Konur kveða sér hljóðs Konur vakna til aukinnar meðvitundar um stöðu sfna á þessari öld og öðlast smátt og smátt réttindi innan kirkju- deilda til prestsvígslu. Lútherskir Danir vígóu sinn fyrsta kvenprest árió 1948, Norðmenn og Svfar í kringum 1960, vió 1974 og Finnar um 1990. Konur hlutu fýrst prestsvígslu í ensku biskupakirkj- unni fyrirtæpum tíu árum. Þessi áhersla kvenna á aó fá prests- vfgslu og komast í þær stöður sem verið hafa fráteknar aóeins fyrir karla er ávallt samhlióa endurskoðun á guðfræóinni. Þær konur sem hafa verið virkastar innan kvennaguðfræðinnar eru úr rómversk- kaþólsku kirkjunni þar sem andstaóan gegn vfgslu kvenna hefur verið mest. Þetta er ástæðan fyrir því að kvennaguð- fræðin varð til. Hér er ekki um aó ræða nýja guðfræói, heldur nýtt sjónarhorn á þá guðfræði sem til er. Kvennaguðfræóin á margt sameiginlegt með frelsunarguð- fræði í Suður-Ameríku, svartri guófræói og afrískri guðfræói þar sem fólk talar út frá þe im aóstæðum sem það býr við. Það má líta svo á aó öll guðfræðium- ræða sé tilraun til að svara spurningum sem mótaðareru af reynsluheimi fólks. Hlutverk reynslunnar Þýsk-band aríski guðfræðingurinn Paul Tillich sagói aó spurningarnar mótuðu guófræðina og guðfræðin móti síðan spurningarnar. Þetta verður túlkunar- hringur. Þaó er ákveðið samspil þarna á rr|illi hefðarinnar og mannlegrar reynslu. Mikil áhersla hefur verió lögð á það innan kvennagagnrýninnar að benda á þær spurningar sem verið hafa ríkjandi innan hinnar almennu guðfræði en hún hefur verið skrifuð af þröngum hópi karla, lengi vel af prestum og munkum sem lifðu mjög einangr- uðu lífi í klefum sínum. Þeirra guófræði er ekkert síóur mótuð af þeirra reynsluheimi en mín guðfræði af mínum reynsluheimi. Doktor Arnfridur Guðmundsdóttir er lektor í guðfrœói við Háskóla Islands. I kjölfar kvennaguðfræðinnar kom upp deila um mátt reynsl- unnar í guðfræðinni, að hve miklu leyti hún mætti koma inn í guðfræðina. Konur viðurkenna að reynsla þeirra móti guðfræði þeirra en vilja einnig að aðrir við- urkenni að þeirra reynsla móti þeirra guðfræói. Konur fóru að skrifa guófræði eftir 1970 út frá kvennagagnrýnu sjónarhorni vegna þess aó spurningar kvenna höfðu ekki fengið inni fram að því í guðfræðihefðinni. Þær töldu að tími væri kominn til að konur fengju að spyrja spurninga, mót- aðar af þeirra reynsluheimi, og fengju líka aó taka þátt í að svara þeim. Þetta er sameiginlegt allri kvennaguðfræói. Innan kvennaguðfræðinnar er hins vegar að finna margvíslega strauma og stefnur. Gagnrýni á ritninguna °g guófræóihefóina Eitt af höfuóviófangsefnum kvennagagn- rýninnar guðfræði er aó rannsaka ritn- inguna út frá gagnrýnu sjónarhorni kvenna. Margt er sagt um konur í Biblí- unni. Sumt er jákvætt, annað neikvætt. Þetta sést til dæmis í sköpunarsögum 1. Mósebókar. I annarri þeirra segir að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd, hann skapaði þau karl og konu. Þar er ítrekað að þau séu bæði sköpuó í Guðs mynd. I síðari sköpunarsögunni er allt annað uppi á teningnum. Þar skapaði Guó manninn, karlinn fýrst. Síðan bjó Guð til konuna úr karlinum, til að vera „meóhjálp“ hans. Þarna er tónninn gef- inn fyrir það sem síðar varð. í Biblíunni er ýmist dregin upp mjög neikvæð eóa jákvæð mynd af konum. Sagðar eru Ijót- ar ofbeldissögur þar sem konur eru fórn- arlömb en einnig sögur af sterkum kon- um sem voru leiðtogar, dómarar og spá- konur. Kvennaguðfræðingar telja einnig nauósynlegt aó endurskoóa guðfræði- hefðina. Agústínus kirkjufaóir velti því til dæmis fýrir sér hvort konur væru skapað- ar í Guðs mynd og kemst að þeirri niður- stöðu að konan hafi mynd Guðs aö svo miklu leyti sem hún er tengd karli, föður eða eiginmanni. Hún er alltaf skör lægra. Tómas Aquinas (kaþólskur guðfræðing- ur á miðöldum) fylgir röksemdafærslu Aristótelesar og segir að konan sé mislukkaður karl. Hann engist yfir þeirri spurningu hvers vegna Guó hafi leyft þessi mistök í sköpuninni og kemst aó sömu niðurstöðu og Aristóteles, að kon- an hafi eitt hlutverk sem karlinn geti ekki innt af hendi, að fæða börn, og því hafi Guó leyft þessi „mistök". Það er engin tilviljun að mjög neikvæð mynd hefur oft verió dregin upp af konum í kirkjunni. Hún á sér rætur bæði í ritningunni og guðfræðihefðinni. Þetta hefur haft gífur- leg áhrif. En konur hefðu ekki hafið sína baráttu innan kirkjunnar nema af því að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.