Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.2000, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.05.2000, Qupperneq 11
1960 meó stórstjörnur á borð við Kirk Douglas, Laurence Olivier, Petar Ustinov o.fl. í aðalhlutverkum og Braveheart frá 1995 með Mel Gibson í hlutverki skosku frelsishetjunnar Vilhjálms Wallace. Spartacus Spartacus gerist í Rómarveldi 70 árum fyrir Krist og segir frá þræli sem lætur sig dreyma um frelsi. Hann hlýtur dauða- dóm fyrir að ráðast á rómverskan her- mann en í stað þess að vera tekinn af lífi er hann settur í þjálfun í búðum fyrir bardagaþræla. Þar er hann valinn til að berjast við þeldökkan þræl sem hlífir honum viö dauða og reynir í staðinn að ógna þeim sem horfðu á bardagann. Þetta espir Spartacus til átaka sem fer fyrir uppreisn þræla gegn yfirvöldum. Jafnt og þétt fjölgar þeim sem taka vilja þátt í baráttunni og hún breiðist út um hálfa Italíu svo að úr veróur ógn fyrir stöðugleikann í rómverska veldinu. Draumur þrælanna er að komast á skip og sigla burt til þeirra landa sem þeir höfðu komió frá. Gerður er samningur um kaup á skipum en Spartacus er svik- inn um þau og tapar síðan í stríði við rómverska herinn. Að lokum er hann krossfestur og allt virðist tapað. En þar sem hann hangir á krossinum fara kon- an hans og nýfæddur sonur fram hjá. Þeim hafði hlotnast frelsi þannig að hetj- an krossfesta sá draum sinn rætast um að sonur hans yrði frjálsborinn maður. Sjálfur varð hann hins vegar aó gjalda fyrir þann draum með lífi sínu. Hér má því augljóslega sjá vísun til guðspjall- anna og fórnar Krists fyrir frelsun mann- anna. Braveheart I Braveheart er enn skýrari vísun til guð- spjallanna á ferðinni. Sagan gerist kring- um aldamótin 1300 þegar Vilhjálmur Wallace leiddi upreisn Skota gegn Ját- varði I Englandskonungi. Fjöldi sagna er til um Vilhjálm og eiga margrar þeirra rætur að rekja til sagnaljóðs frá því á 15. öld. Handrit kvikmyndarinnar er m.a. byggt á því Ijóói. Myndin hefst þegar Vil- hjálmur er barn að aldri. Faðir hans fell- ut í bardaga við enska herinn. Föður- bróðir hans tekur hann að sér og sér til þess að hann kemst út í hinn stóra heim og menntast. Hann snýr svo til baka til heimabyggðar sinnar og kvænist þar æskuást sinni á laun. Hún er drepin af enskum hermönnum þegar hún veitir mótspyrnu við nauðgun. Sá atburður veldur þáttaskilum í lífi Vilhjálms. Hann safnar að sér her alþýðumanna og leióir blóðuga frelsisbaráttu gegn Játvarði I. Hver sigurinn vinnst af öðrum en að lok- um bíður hann ósigur við Falkirk þegar skoskir aðalsmenn svíkja hann. Hann er síóan svikinn í hendur Englendinga og dæmdur til dauða í London og tekinn af lífi. Þegar kvikmyndin Braveheart er skoð- uð vekur það sérstaka athygli hvernig vís- un til Jesú Krists guðspjallanna setur sterkt mark á framsetninguna. Vilhjálm- ur er líklega 10—12 ára drengur þegar hann hverfur af sjónarsviðinu í myndinni en birtist svo aftur fullvaxta maður. Hann verður fljótlega frelsishetja eða „frelsari" Skota og sífellt fleiri úr röðum alþýðumanna safnast um hann. Hann er því orðinn veruleg ógn við veldi Játvarðs I suður í London. Sögurnar um hann taka að breiðast út og honum er li'kt vió Mó^e sem leiðir Israel úr ánauðinni í Egypta- landi. I London leggja menn aftur á móti á ráðin um hvernig ráða megi Vilhjálm af dögum. Játvarður konungur talar um að her Vilhjálms sé aðeins sauðir og það þurfi einungis að slá hirðinn til að tvístra hjörð hans (sbr. Matt. 26:31). Og hon- um tekst að finna ,Júdasa“ sem unnt er að kaupa til aó svíkja hann. M.a.s. Ro- bert Bruce (,,Pétur“), sem hrífst af eld- móði Vilhjálms og vill líkajst honum, af- neitar honum en sér svo eftir öllu sam- an. Frelsið kostar frelsishetjuna lífið. Vil- hjálmur er svikinn í hendur yfirvalda og háir sína „Getsemanebaráttu“ í fang- elsisklefanum. Loks er hann bundinn á láréttan kross, pyntaður og hálshöggv- inn. Fáeinir fylgismenn hans standa álengdar og fylgjast með. Eftir dauða hans verður það síðan Robert Bruce („Pétur") sem leiðir frelsisbaráttu Skota til enda og her hans gengur til barátt- unnar fýlltur eldmóði Vilhjálms Wallace. Kvikmyndin fær öll dýpri merkingu þegar hún er skoðuð í Ijósi boðskapar guðspjalla Nýja testamentisins vegna þess hve sterkt hún vísar til hans. Þannig getur myndin einnig orðið áhorfandan- um tilefni til hugleiðingar um frelsið undan ánauð syndarinnar og hve dýru verði þaó frelsi var keypt þegar sonur Guðs lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mennina. Myndin dregur auk þess fram illsku manna, hroka þeirra og fyrirlitn- ingu, undirferli, svik og eiginhagsmuna- hyggju, sem allt ógnar frelsinu. Hún minnir jafnframt á að frelsið er það dýr- mætt og getur kostað svo harða baráttu að menn verði að gjalda fýrir það með lífi sínu. Kvikmyndirnar sem hér hafa verið til umfjöllunar fela allar í sér vísanir til Jesú Krists. Frelsun er í brennidepli þeirra allra. Fólk í ánauð við ólíkar aðstæður hlýtur lausn: Vistmenn á geðsjúkrahúsi, nemendur í skóla, undirokaðir þrælar og ánauðug þjóð. I öllum tilvikum fæst frelsunin fyrir fórn söguhetjunnar. I öll- um geirum mannlífsins er fólk í fjötrum og ánauð syndar. Jesús Kristur fórnaði sér fyrir mennina til að leysa þá úr þeim fjötrum. Frelsunin fæst fyrir krossdauða hans. Vísanir kvikmyndanna til hans geta minnt á það og nauðsyn þess að þiggja frelsið í trú á hann. (Framhald í ncesta blaði) Heimildir auk kvikmyndanna sem um er fjallaó: Ebert, R. 1991. Spartacus. Chicago Sun- Times. www.suntimes.com/ebert GunnarJ. Gunnarsson. 1996. Braveheart. Kvikmynd með tilvísun til guðspjallanna. Bjarmi 89. árg. 6. tbl. Reykjavík. McEver, M. 1998. The Messianic Figure in Film: Christology Beyond the Biblical Epic. Thejournal of Religion and Film. Vol.2, No 2. University of Nebraska. Reinhartz, A. 1999. Scripture on the Silver Screen. Thejournal of Religion and Film. Vol.3, No 1. University of Nebraska. Undervisningsoplæg til filmen Dode Poeters Klub. 1996. Religionslæreren, Danmark. 11

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.