Bjarmi - 01.05.2000, Page 21
>
Jón lndriði og Anna giftu sig haustið 1998
eftir að Jón kom heim frá Noregi.
Þau eiga saman fjögurra ára gamla dóttur.
Stálum bleyjum og mat
handa barninu
Um þetta leyti kynntist ég stúlku sem var
sprautufíkill og vió byrjuðum að vera
saman. Við gengum ofboðslega langt í
okkar neyslu og svifumst einskis til að ná
okkur í efni. Innan skamms var Island of
lítið fyrir okkur og við fluttum til Amster-
dam og bjuggum þar í nokkurn tíma.
Það var virkilega óhugnanlegur tími,
sjúkt líf. Þegar hún varð ófrísk ákváóum
við að flytja heim og tókum þá ákvörðun
að hætta ruglinu, sama hvað þaó kost-
aði. Barnið kom í heiminn og við reynd-
um virkilega okkar besta til að standa
okkur, en fíknin varð okkur yfirsterkari.
Það er mín reynsla að líkamlega fíknin sé
ekki mesta vandamálið. Það er hægt að
fara upp á Vog í einhverjar vikur og
losna undan henni, en andlega fíknin er
sterk. Okkur fannst við ekki geta tekist á
við lífið nema undir áhrifum vímuefna.
Við höndluðum ekki hversdaginn og fór-
um aftur til Amsterdam meó sjö mán-
aða gamalt barnió með okkur. Það var
óhugnanlegt. Við gerðum enn þá hvað
sem var til aó ná okkur í efni, stálum
bleyjum handa barninu og mat. Þannig
lifðum við. Þetta var ömurlegt, ógeðslegt
líf. Þess vegna segi ég það í fyrirlestrinum
við krakkana: Þaó eina sem fíklar eiga
sameiginlegt er að þeim líður ömurlega.
Þeir þjást. Þeir eru þrælar. Tilfinningarn-
ar, vitsmunirnir og þeirra eiginn vilji hafa
ekkert að segja lengur, það er fíknin sem
stjórnar þeim. Þess vegna segi ég það
líka í fyrirlestrinum að þegar einhver
manni nákominn fellur f neyslu, hættir
maður að þekkja hann. Hann fer aó gera
hluti sem eru ekki hann. Fíknin er sterk-
ari en hver einasta tilfinning mannsins.
Svona gekk lífið hjá mér. Ég fór í fang-
elsi og afplánaði dóma, ég fór í hverja
meðferðina af annarri — ég höndlaði
ekki lífið. Þegar við Anna kynntumst var
ég búinn að vera sprautufíkill í sex ár.
Þriója barnið meó þrióju konunni
Anna: Eg kynntistjóni Indriða sumarið
1995 þegar ég kom suður eftir stúdents-
prófið mitt, en ég var í framhaldsskólan-
um á Laugum í Þingeyjarsýslu. Ég er
reyndar fædd og uppalin á Höfn í
Hornafirói en foreldrar mínir fluttu
þangaó eftir gosið í Vestmannaeyjum. A
Laugum er bannað aó neyta áfengis og
því er fylgt mjög vel eftir, þannig að
maður vandist fljótt á það að skemmta
sér án áfengis á skólaböllunum. Vímu-
efnaneysla varð því aldrei neitt vandamál
hjá mér. Foreldrar mínir komust til trúar
um 1990 en ég tók mjög fljótt þá af-
stöðu að ég ætlaði aldrei með þeim á
samkomu. Þau voru aðeins búin að
Þetta var ömurlegt, ógeðslegt líf. Þess vegna
segi ég þaó í fyrirlestrinum við krakkana: Það
eina sem fíklar eiga sameiginlegt er að þeim
líður ömurlega. Þeir þjást. Þeir eru þrcelar.
21