Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.2000, Page 23

Bjarmi - 01.05.2000, Page 23
Biblíuskóla. Þetta hljómaði auðvitað al- veg fáránlega í þeirra eýrum. Þeir höfðu mjög slæma reynslu af mér. Eg var búinn aó svíkja þá og pretta á allan mögulegan hátt, breyta ávísunum sem ég hafói feng- ió frá þeim og fleira í þeim dúr, en það var samt ákveðið að þetta færi fyrir fund hjá stofnuninni daginn eftir. I tengslum vió þetta upplifði ég í fyrsta skipti Guð tala til mín í orði sínu, Biblíunni. „Því að ég þekki þær fyrirætlanir sem ég hefi í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætl- hringdi mamma í mig til Noregs. Hún vildi vita hvernig gengi og hver stefnan hjá mér væri. Þegar hún heyrói um áhuga minn á þessum skóla sagðist hún myndi borga fyrir mig. Mamma og pabbi eru ekki efnuð, en þau fóru í banka og tóku lán til þess að geta borg- að skólann fyrir mig. Marita forvarnar- og hjálparstarf Eg var á Biblíuskólanum í heilt ár og þar kynntist ég Marita hjálparstarfinu. anir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð." Þessi orð í Jeremía uróu lifandi fyrir mér. Þegar Guð talar myndast friður, fullvissa og trú innra með manni og ég treysti því að þetta væri í Guós höndum. Síðan var hringt frá Félagsmálastofnun og konan í símanum tilkynnti mér aó þeir myndu greiða skólann, ekki bara einn mánuð heldur þrjá. Þetta var upphafið aó minni trúargöngu og ég fékk að upplifa oftar að þegar Guð talar, verður það, hvað sem kringumstæóurnar segja. Aleigan í hálfum ruslapoka Þegar dvölinni á Biblíuskólanum var aó Ijúka vissi ég ekkert hvað tæki við og ég var smeykur við að fara til Reykjavíkur. Þá koma hjón aó kenna vió skólann eina helgi og þegar þau höfðu heyrt mína sögu spurðu þau mig hvort ég hefði áhuga á að fara til Noregs í kristilega meóferð. Meðferðin átti aö kosta 120.000 krónur. Það var auðvitað ekki möguleiki fyrir mig, en þau hringdu út og það varð úr aó mér var boóió aó koma og vera eins lengi og ég vildi án þess að borga. Hjálparstarf kirkjunnar borgaði fýrir mig flugmiðann og þannig sá Guð mér fyrir öllu sem ég þurfti. Með aleiguna í hálfum ruslapoka hélt ég til Noregs. Eg var heilt ár á meðferðarstofn- uninni, þrjá mánuði í meðferð en fékk síðan vinnu þarna sem bílstjóri. Þegar árió var búið langaði mig aó fara á Bibl- íuskóla í Noregi sem samtökin Troens bevis reka, en vissi að það var vonlaust vegna þess að ég hafói ekki efni á því. Kvöldið áður en skólinn átti aó byrja Stofnandi þess, Leif Ulvstad, kom á skól- ann og kynnti þaó fyrir okkur. Marita er nafn á gullfallegri norskri stúlku sem byrjaði að nota fíkniefni. Hún dó af of stórum skammti. Leif þekkti þessa stúlku og dauði hennar varð honum hvatning til að hefja Marita — hjálparstarfð. Ég starfaði með Leif í Noregi og fór líka með honum til Moskvu og Síberíu með kvikmynd sem vió sýndum í skólum þar. Um þetta leyti fór maður frá forvarnar- deild lögreglunnar á Islandi til Noregs. Hann hitti Leif, sá myndina sem hann notaði í skólunum og fékk síðan leyfi til þess að nota myndina á Islandi og und- irbúa þessa fræðslu þar. Ég var þá kom- inn heim og var boóió aó vera með í aó þróa verkefnið hér heima. Nú störfum vió með lögreglunni og félagsmálastofn- un í Marita forvarnarstarfinu, en rekum sjálf Marita hjálparstarfið. I Marita forvarnarstarfinu erum við ekki í trúboði. Við förum í skólana og fáum krakkana til þess aó taka afstöðu gegn fíkniefnum. Markmiðið er aó fá þau til að hætta, áður en þau byrja. Ef vió værum aó fara í skólana meó trúboð myndu margar dyr lokast. Við erum ekki í trúboði. Köllunin sem við höfum er í I. Jóhannesarbréfi, kafla 3, versi 8: „Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.“ Eiturlyferu verk djöfulsins, það fer ekkert á milli mála þegar maður sér hvernig þau fara með fólk. Og við erum erindrekar Krists hér á jörðinni. Það er Kristur sem kallar okkur til þessa verks. Anna: Marita hjálparstarfið hófst sem heimahópar árið 1998. Hópurinn hittist einu sinni í viku í heimahúsi, en sprengdi svo utan af sér allt húsnæói þannig að við fengum lánaóan kjallarann í Fíladelf- íu. En fólk hélt áfram að frelsast og varð- veitast og nú hefur þetta þróast út í það aó við erum með samverur á hverju mánudagskvöldi undir heitinu Marita hjálparstarf þar sem koma saman um 100 - 150 manns. Þar fer fram tjáning, lofgjörð og fleira. Jón Indriói: Þegar fólk kemur upp í pontu á þessum samverum til þess að tjá sig byrjar það á að kynna sig með því að segja: „Ég heiti... og ég er ný sköpun í Kristi.“ Okkur finnst þetta miklu öflugri játning en sú sem er til dæmis notuð í AA samtökunum þar sem viðkomandi kynnir sig og segir: „Ég heiti... og ég er alkóhólisti." Við leggjum mjög mikla áherslu á það að hið gamla varó aó engu, sjá, allt er orðið nýtt. Við erum ekki að velta okkur upp úr hvers konar dópisti þú varst. Þú ert ekki sjúklingur, heldur nemandi sem þarf að læra að lifa þessu nýja lífi. Anna: I Marita hjálparstarfinu hömr- um við á því að þaó er enginn vonlaus. Jón Indriói sagði áðan að hann hefði verið búinn að missa alla von og það kemur til okkar fólk sem búið er að stimpla vonlaust. Þaó eru allir búnir að gefast upp á því og segja við þaó: „Þetta gengur ekki hjá þér, þú getur þetta aldrei.“ Þetta er rangt. Það er alltaf von. Jón Indriði: Guð er Guð kraftaverk- anna! Ég kveð Jón Indriða og Önnu og fjög- urra ára gamla dóttur þeirra sem hefur setið stillt og litað hverja myndina af annarri með suðið í upptökutækinu og frásögn foreldra sinna í bakgrunninn. Hún er áhyggjulaus og yfirveguð og skil- ur auðvitaó ekki enn hversu lánsöm hún er að hafa heimt pabba sinn úr heljar- greipum fíkniefnanna. Jón Indriói og Anna ítreka að Marita hjálparstarfið sé verk Guðs og honum einum beri dýrðin af því. „Það er bara einn sem á þetta starf,“ segja þau. „Það erjesús Kristur." 23

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.