Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.2000, Qupperneq 30

Bjarmi - 01.05.2000, Qupperneq 30
Eftirlætis ritningarstaóurinn mi c c 77 Sjálfur andinn biður fyrir oss“ „Þannig hjálpar og andinn oss í veik- leika vorum. Vér vitum ekki hvers vér eigum aó biðja eins og ber, en sjálfur andinn bióur fyrir oss meó andvörp- um, sem ekki veróur oróum að kom- ió. En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, aó hann bióur fyrir heilögum eftir vilja Guós“ (Róm. 8: 26-27). „Hvað eigum vér þá aó segja við þessu? Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Guð sýknar. Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá, sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er vió hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss. Hver mun gjöra oss vióskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, Laufey Geirlaugsdóttir starfar í Kirkjuhúsinu. háski eða sverð? Það er eins og ritað er: Þín vegna erum vér deyddir allan daginn, erum metnirsem sláturfé. Nei í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyr- ir fulltingi hans, sem elskaði oss. Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauói né líf, englar né tignir, hvorki hið yfir- standandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæó né dýpt, né nokkuð ann- aó skapaó muni geta gert oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorurn" (Róm. 8: 31-39). Þessi 8. kafli í Rómverjabréfinu er einn af mínum kærustu textum í ritn- ingunni, reyndar allur kaflinn en þessi vers hafa oft talaó sérstaklega til mín. Eg hef svo sannarlega fengió að reyna að orðin í þessum texta standast. Þeg- ar ég var 18 ára gömul varð ég fyrir þeirri miklu reynslu aó missa elskuleg- an föður minn mjög snögglega. Eg var þá stödd í Englandi við tungumála- nám. Mér voru gefin þessi orð úr Rómverjabréfinu sem gáfu mér þá mestu og bestu huggun sem hægt var að hugsa sér. Þegar ég gat ekki beðið með eigin orðum þá var það eins og segir í 26. versinu: „Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið.“ I 27. versinu: „En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.“ Eg fann á þessari stundu að Guð bað fyrir mér og ætíð síðan þegar erfióleikar, vanda- mál eða efasemdir hafa sótt á hugann þá hef ég getað treyst á þessi orð. Þau voru mér sem haldreipi í gegnum þessa sorg og hafa haft áhrif á allt mitt líf. I 31. versi og áfram segir frá kær- leika Guós sem birtist í Kristijesú. Þar segir að ekkert geti gjört oss vióskila vió kærleika Krists og síðan kemur upptalning á því sem geti ekki gert okkur vióskila við þann mikla kærleika sem Guð vill auðsýna okkur í Kristi Jesú. Ekki einu sinni dauóinn getur það. Það segir mér að ef ég leyfi kær- leika hans aó umvefja mig og hann fái að móta líf mitt þurfi ég ekki aó óttast neitt. Kristur þráir að umvefja okkur með kærleika sínum og hann veit ná- kvæmlega hvers við þörfnumst. Hann yfirgefur okkur aldrei. Við villumst oft frá honum og stundum finnst okkur Guð vera misnálægur okkur en það erum við sem erum misnálæg honum. Hann er alltaf með sinn útbreidda faðm og vill gefa okkur allt með sér, okkar er aðeins að þiggja það. Jesús vill gefa okkur líf með sér hér og nú og um alla eilífð. Þess vegna þurfum vió ekki aó örvænta þegar ástvinir kveðja Laufey Geirlaugsdóttir þetta líf því við munum hittast aó nýju á himnum þar sem engin þrenging, sorg né böl er til. Jesús grætur og þjá- ist með okkur ef hann sér okkur fara illa með líf okkar og nota það illa. Hann er meó okkur í þjáningum og gleði. Okkur er ekki gefið að skilja allt í þessu lífi og stundum skiljum vió ekki heldur hvers vegna við þurfum aó þjást og glíma við ýmislegt. Jesús lifði sjálfur sem maður. Hann tókst sjálfur á við lífió. Þess vegna skilur hann okk- ur betur. Guð skapaði manninn með frjálsan vilja. Þess vegna er það okkar vilji sem ræður því hvort vió viljum hafa Jesú meó okkur eða ekki. Þegar vió verðum fyrir erfiðri reynslu þá finn- um við að við erum ekki neitt í okkur sjálfum. Á hvaó ætlum vió þá aó treysta ef við eigum ekki Guð í hjarta okkar? Ef ég svara fýrir mig þá get ég sagt að ég hef sannreynt það: Guð er sannarlega sá sem hann sagðist vera. Ef ég legg traust mitt á hann þá er hann með mér og ég gæti ekki lifað án hans. Guð hefur ekki sagt að við myndum lifa án þess að þurfa að glíma við ýmislegt en hann hefur heit- ið því að vera með okkur. Hefur þú reynt það aó hafa Jesú með þér? Kannski hefur þú ekki trú á því að Jesús hafi eitthvað til að gefa þér, þú hafir það bara alveg ágætt. Ef til vill hefur þú kannski lent í einhverj- um erfiðleikum og sagt: Hvers vegna er Guð að leggja þetta á mig? Það er alveg eðlilegt að þú spyrjir slíkra spurninga en vió vitum jafnframt að við þeim fáum við engin svör. En ef þú leyfir Guði aó komast að, biður hann um að vera með þér, muntu finna að þú stendur ekki ein(n). Þá sérðu líka að þú hefðir ekki komist í gegnum þetta nema af því þú fannst að Guó var með þér. Það getur þú ekki sagt til um nema að hafa af því eigin reynslu. Það er líka dásamlegt aó finna að aðrir biðji fyrir manni og enn dásamlegra aó vita að sjálfur Jesús biður fyrir okkur. Leyfðu honum aó vera með þér.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.