Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.2000, Qupperneq 31

Bjarmi - 01.05.2000, Qupperneq 31
3 Í» *■ ið a rf r( RtloM homt Gttrtti NHlctfrt knt9tl Prt>* (tcwhy Sl<* °CM MIDI MeOa SITe iHmirni , sgra f wA |[ Cy..c. | \W/cbBiblc Enginn þarf aó óttast þessar vefSÍÓlir I síðasta tölublaði sögðum við frá nokkrum kristilegum netslóóum sem væru vel þess virði aó líta á. Þar var slóðin á vefsíóu Sambands íslenskra Kristniboósfélaga ekki rétt. Hún er http://sik.is. Enn sem komió er eru ís- lenskar, kristilegar heimasíður afar fáar og enn færri vandaðar. Oft er kastað til höndunum og aðeins séð til þess að helstu upplýsingum sé komið á framfæri. KFUM og KFUK hafa þó lagt metnað sinn í heimasíðu sína sem hefur aó geyma upplýsingar um starfið. Þar má m.a. finna flokkaskrá sum- arbúðanna. http://www.kfum.is Jesus Revolution er norskt trúboð sem starfar meðal ungs fólks. Ef þú vilt starfa á akrinum í lengri eða styttri tíma þá ættir þú að líta á síðuna þeirra. www.jesusrevolution.no A slóóinni http://www.newsongonline.org/nsmidi.htm má finna kristileg lög sem auóvelt er að hlusta á sé réttur hugbúnaður til staðar. Hér er hins vegar aðeins leikið á hljóðgervil og lögin eru þ.a.l. nokkuð ólík upprunaleg- um útgáfum. A slóðinni http://www.angelfire.com/in2/vmiley/ má sjá mynd í svart hvítu sem áhorfandinn á að horfa á í nokkrar sekúndur, loka svo augunum og þá á ákveðin mynd að birtast þonum. Ferðaskrifstofur keppast nú við að bjóða ferðir til Israels enda um fallegt land að ræða og ekki spillir saga þess fyrir. Sumum nægir þó e.t.v. að skoða myndir frá slóðum Biblíunnar og þaó má gera á slóðinni: http://www.anci- entsandals.com/. Ymsum fróðleik um landið hefur einnig verió komið fyrir á slóðinni. http://www.javaforjesus.com/index.html. Svo virðist sem afar hæfileika- ríkir menn hafi hannað efnið á þessari síðu. Á henni eru hreyfimyndir sem þarfnast algengs hugbúnaðar. Ef hann er ekki í tölvunni þinni má sækja hann ókeypis á Netinu. Ekki skoða síðuna án þess að velja the crucifixion. Hvernig getur einn Guð verið þrjár persónur? Á maóur aó bíða með kyn- lífió þar til í hjónabandinu? Þurfti Nói ekki súrefnisgrímu ef hann var ofar hæstu fjallstindum? Þessum spurningum og hundruóum annarra um kristna trú er reynt að svara á slóðinni http://www.christiananswers.net/. Á slóðinni http://www.christian-faith.com/ er einnig reynt að svara ýms- um áleitnum spurningum um trúna og tengd efni. http://www.beliefnet.com/ er ekki kristileg síða en þar má finna efni eftir kristna höfunda. Einnig eru þar greinar eftir fylgjendur annarra trúarbragða og er því hér um ágætis heimildir að ræða frá herbúóum hvers og eins. Kristilega tónlist má víða finna á Netinu. Slóðin http://www.listen- first.com/ er ein þeirra sem fjalla ítarlega um tónlistina og má segja að á síóunni megi finna allt um kristilega tónlist. Hægt er að hlusta á lög og gæði hljóðsins eru mjög mikil. 31

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.