Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2001, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.06.2001, Qupperneq 12
Umfjöllun um Harry Potter bækurnar vinsælu og um gagnrýni á hollustu þeirra fyrir unga lesendur Hvað um HARRY? Guómundur Karl Brynjarsson Um allan heim hefur geisað Harry Potter fár í fjögur ár. Skyndilega hefur sú kynslóó barna sem nú er að vaxa úr grasi, sem ýmsa grunaði að yrði ofurseld næringarsnauðu skyndifæói fyrir sálina í formi tölvuleikja og teiknimynda, tekið upp á því að háma í sig þykka æv- intýradoðranta, í anda sígildra þjóó- sagna, um furðuskepnur, nornir og galdra. Sagan á bak við tiluró bókanna um Harry Potter er ein og sér ævintýri líkust. Höfundurinn, bresk kona, Joanna Kathleen Rowling, hóf aó skrifa þær árið 1990, þá 25 ára gömul atvinnulaus ein- stæó móðir sem lifði á styrkjum úr fé- lagslega kerfinu og hafði ekki efni á að kynda íbúðina sem hún leigði. Því brá hún á það ráð, meðan dóttir hennar svaf í barnavagninum, að sitja inni á kaffi- húsum og skrifa söguna um Harry Pott- er. Þegar fyrsta bókin var tilbúin vélritaði hún hana alla tvisvar sinnum því hún hafði ekki efni á að láta Ijósrita hana. Eftir það hófst þrautaganga milli útgef- enda sem ekki fengust til að gefa bókina út. Erfiði Rowling bar þó aó lokum ár- angur. Fyrsta bókin, Harry Potter og viskusteinninn, kom fyrst út árið 1997 og sló strax rækilega í gegn. Hver er Harry Potter? Hann er munaóarlaus drengur sem þarf að ganga með þykk flöskubotnagleraugu og hefur skringilegt ör á enninu sem er í laginu eins og elding. Þegar Harry var kornabarn voru foreldrar hans drepnir af hinum illa og volduga töframanni Volde- mort. Voldemort tóks hins vegar ekki að koma Harry litla fýrir kattarnef, þrátt fýr- ir óheiðarlega tilraun til þess. Fyrir vikið varð Harry þá þegar goósögn í galdra- heimum án þess að hann hefói um þaó minnstu hugmynd. Þegar sagan hefst er drengurinn tíu ára gamall og býr hjá skyldmennum sín- um, Dursley hjónunum og syni þeirra. Þar á hann vægast sagt dapra vist og er meðal annars látinn sofa í stigakomp- unni. Dursley fjölskyldan er muggafjöl- skylda, en í Harry Potter bókunum er mennskt fólk kallaðir muggar. Potter sjálfur er muggi í móóurætt en galdra- karl í föðurætt. I fýrstu bókinni er hann kvaddur í Hogwartskóla, þar sem kennd- ir eru galdrar. í Harry Potter ritröóinni eru sjö bækur og fjalla þær hver um sig um eitt skólaár í Hogwartskóla, en Harry veróur sem sé fullnuma eftir sjö ára galdranám. Þegar hafa komið út þrjár bækur á íslensku um Potter á vegum Bókaútgáfunnar Bjarts. Auk fyrstu bókarinnar, sem ég gat um fyrr í greininni, eru út komnar Harry Potter og leyniklefinn og Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Helga Haralds- dóttir hefur þýtt bækurnar yfir á íslensku og hlotið lof fyrir vel unnið verk. Nú er unnið að íslenskri þýðingu fjórðu bókar- innar, sem væntanleg er í haust, Harry Potter og eldbikarinn, sem ku vera 734 blaósíður á frummálinu. Bækurnar um þennan munaðarlausa, göldrótta dreng hafa runnið út eins og heitar lummur (þó nær sé að tala um rúgbrauóshleifa í því sambandi því bæk- urnar eru hver annarri þykkari og þyngri). Og þar hefur ekki verið látið staóar numið. Hægt er að fá keypt Harry Potter leikföng (til dæmis gervihúðflúr sem er eins og elding í laginu til aó setja á ennið á sér) og í nóvember veróur frumsýnd kvikmynd sem Warner Bros framleiðir eftir fýrstu bókinni. Deilt um galdra og galskap En ekki eru allir jafn-hrifnir af Harry Potter. A meóan prestarnir í All Saints Church í Surrey á Englandi hafi staðið fyrir sérstökum Harry Potter messum, hefur skólastjóri í breskum grunnskóla bannað nemendum við skólann að lesa Harry Potter bækurnar sem hann segir vera í mótsögn við kenningar Biblíunnar. Víóa í Bandaríkjunum hafa ýmis for- eldrasamtök viljað láta banna útlán á bókunum frá skólabókasöfnum. Þar eru einkum tvenns konar rök lögó til grund- vallar. Annars vegar mislíkar foreldrum við Potter af þeirri augljósu ástæðu að hann er galdrakarl og bækurnar gætu aukið áhuga barna á göldrum og jafnvel leitt þau til djöfladýrkunar. Fjölskyldu- samtök Ameríku (The American Family Association) hafa haldið því fram með réttu að bækurnar hefji töfra á stall. Hin rökin eru þau að Harry Potter og félagar hunsi gjarna reglur, hafi aó engu boð og bönn skólayfirvalda í Hogwart- skóla og eigi það til að fara frjálslega með sannleikann. Þetta er vissulega rétt, því oftar en ekki brýtur nauðsyn lög í Potter bókunum og hann og félagar hans hika ekki við aó skrökva aó kennur- um sínum til að sleppa við refsingu. Af þessum ástæðum er því haldið fram að bækurnar brjóti niður siöferðisþrek barna og kenni þeim ólöghlýðni. Þess ber þó að geta að margir mætir kristnir amerískir leiötogar hafa tekið upp hanskann fýrir Harry Potter. Meðal þeirra er Charles Colson sem segir að bækurnar leggi fýrst og fremst áherslu á dyggðir á boró við sanna vináttu, trygg- lyndi og meðaumkvun með þeim sem minna mega sín: „Þegar börnin þín hafa lesið Harry Potter, gefðu þeim að lesa Narníubækur 12

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.