Bjarmi - 01.06.2001, Blaðsíða 18
Á fastan erindi
vió nútímamenn?
Olaf Engsbráten
Iflestum kirkjudeildum á Vesturlöndum
hefur mönnum sést yfir gildi föstunn-
ar. Hún hefur verið lítils metin og talin
sérkennileg og framandi. Fastan er oft
tengd við miðaldir og lögmálsþrælkun.
Hví er þessu svo farið enda þótt Biblían
tali um föstu bæði í Gamla testamentinu
og Nýja testamentinu? Misnotkun föst-
unnar, sem átti sér stað á seinni hluta
postulatímans og á miðöldum, veldur
þar eflaust miklu. Fasta var einatt tengd
ytri guðrækni og meinlætum þar sem
áhersla var lögó á að þjaka líkamann.
Vió heyrum öðru hverju um leifar þessar-
ar afvegaleiddu guórækni þegar fréttir
berast um páskana af fólki á Filippseyj-
um sem lætur krossfesta sig.
Hjá okkur hefur pendúllinn sveiflast til
baka eftir siðbótina og fastan verið rang-
túlkuó eða henni vísað á bug enda talin
óþörf. Þetta hefur gerst enda þótt vió
vitum að sióbótarmenn eins og Lúther
og Kalvín hafi iðkað föstu. Við höfum
ekki enn komið á því jafnvægi sem ríkti í
kristindómnum á tímum Nýja testa-
mentisins. I tíð postulanna var fastan
orkulind í lífi kirkjunnar.
Hvað er þá fasta? Stundum er sagt að
fasta þurfi ekki að vera fólgin í því að
neita sér um fæóu heldur allt sem hindr-
ar samfélagið við Guð, eða að fasta sé
sama og sjálfsafneitun. En þá er hætta á
að við gerum merkingu orðsins svo víða
að allar línur verði óljósar og að vió af-
nemum föstuna í reynd.
Nú kemur fýrir að oróió er notað í víð-
tækri merkingu í Biblíunni. Samt fer ekki
á milli mála að frummerkingin er aó
„borða ekki“. I ritningunni er talað um
þrenns konar föstu og þar er alls staðar
um að ræða að neita sér um mat, bók-
staflega. Þessar föstur getum við kallað
venjulega föstu, algjöra föstu og tak-
markaóa föstu.
Venjuleg fasta
Jesús var í eyóimörkinni og fastaði áður
en hann hóf þjónustu sína. I Matt. 4:2
er ritað um Jesú: „Þar fastaði hann í
fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá
orðinn hungraður." Lúkas segir: „Ekki
neytti hann neins“ (4,2). Þetta var
venjuleg fasta. Hann neytti ekki matar
en drakk vatn. Sagt er að hann hafi
hungrað en ekki aó hann hafi þyrst.
Þegar minnst er á föstu í Biblíunni án
nánari skýringa má gera ráó fyrir að um
sé að ræða venjulega föstu þar sem
menn borða ekki en drekka vatn.
Algjör fasta
Á nokkrum stöðum f Biblíunni er vikið
aó föstu þar sem menn neyttu ekki held-
ur vatns. Svo segir um faríseann Sál
(Pál): „Þrjá daga var hann sjónlaus og
át hvorki né drakk" (Post. 9:9). Þegar
Ananías fær skilaboó í sýn um aó fara og
biðja fýrir Sál er honum sagt: „Hann er
að biðja“ (v. 11). Hinn ungi farísei tekur
að biðja og fasta í þeirri sálarkreppu og
djúptæku umbyltingu sem á sér staó í lífi
hans. Hin algjöra fasta á við þegar
menn lenda í alvarlegum þrengingum.
Ester drottning boóar algjöra föstu í þrjá
daga þegar sú hætta vofir yfir allri Gyó-
ingaþjóðinni að henni verði útrýmt. Við
grípum til örþrifaráða þegar allt er í húfi.
Líkaminn þolir lengi matarleysi en get-
ur skaóast ef hann er án vatns lengur en
þrjá sólarhringa.
Takmörkuó fasta
í þessari föstu er lögð áhersla á samsetn-
ingu fæðunnar, ekki á að neita sér um
allan mat. Daníel spámaður og vinir
hans föstuðu með þessum hætti (Dan.
1:5 og 10:30). Daníel iðkaði líka venju-
lega föstu. Hugsanlegt er að hann hafi
takmarkað föstuna vegna þess að hann
gegndi trúnaðarstöóu hjá konungi. Má
vera að vinnan hafi á köflum verið of erf-
ið til þess að hann gæti iðkað venjulega
föstu.
Fastan í Nýja testamentinu
Eins og nefnt var hér að framan fastaði
Jesús langan tíma áður en hann hóf að
starfa opinberlega. Hann fræðir um
föstuna í Matt. 6. Tökum eftir orðalag-
inu sem er endurtekið í v. 2, 5 og 16:
„Þegar þú gefur ölmusu," „þegar þú
biðst fyrir,“ „þegar þér fastið". Ekki ef
heldur þegar. Að mati Jesú er það sjálf-
sagt mál aö lærisveinarnir bæói biðji og
fasti. Hann lítur svo á að í föstunni helgi
menn sig Guði. Hún var leið til aó leita
Guðs líkt og bænin. Það er hins vegar
guórækni farísea sem hann varar við.
Þeir báðu og föstuðu til þess að hljóta
lof og heiður manna. Þetta er tæplega
mikil freisting fyrir okkur nú á tímum.
18