Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2001, Síða 19

Bjarmi - 01.06.2001, Síða 19
Á fostutíma sœkist fólk eftir nánara samfélagi við frelsarann og biður fyrir sjálfu sér og öðrum. Myndin er af eþíópskri stúlku. Frekar eru menn taldir eitthvaó skrýtnir ef í Ijós kemur að þeir fasti. I Matt. 9 er að finna önnur mikilvæg orð Jesú um föstuna. Lærisveinar Jó- hannesar skírara spyrja hvers vegna þeir og farísearnir fasti en ekki lærisveinar Jesú. Jesús svarar: „Flvort geta brúð- kaupsgestirnir veriö hryggir meðan brúð- guminn er hjá þeim? En koma munu þeir dagar þegar brúóguminn verður frá þeim tekinn. Þá munu þeir fasta.“ Ekki er til nein skýr sönnun fýrir því aó Jesús og lærisveinar hans hafi fastað sem neinu nam auk þeirrar föstu sem getið er hér aó framan og spurning lærisveina Jó- hannesar bendir í sömu átt. Hér er skýr- ingjesú. Brúðguminn var hjá þeim. Þetta var tími hátíðar en ekki föstu. Þetta var einnig tími þjónustu með mikl- um ferðalögum og erfióu starfi sem þeir höfðu á hendi. En svarið staðfestir að Jesús afnemur alls ekki föstuna. Þegar Jesús yrði tekinn frá þeim mundu þeir (kirkjan) fasta á ný. Og þannig var því einmitt háttað á fyrsta skeiói kirkjunnar. Postulasagan greinir frá því að bæði Páll og Pétur föstuðu. Þegar Páll og Barna- bas voru sendir í fýrstu kristniboðsferð sína föstuðu hinir leiðtogarnir í Antíokk- íu og báðu fýrir þeim. Postularnir föst- uðu og báðust fýrir þegar forystumenn voru valdir í fýrstu kristnu söfnuðunum. Nýr tími rann upp þegar fastan var skilin frá fyrirmælum, reglum og, stundum, lögmálsánauð gamla sáttmálans. Hvað um okkur nútímamenn? Fastan er tilboó Guðs líkt og bænin um að koma inn í dýpra samfélag við hann og til aó auka áhersluna á bæn okkar. Þegar minnst er á föstu í Biblíunni er hún næstum alltaftengd bæn. Einnig fýlgir henni oft iðrun og afturhvarf þar sem menn játa syndir sínar og biðja Guð um andlega hreinsun. Nauðsynlegt er að við rannsökum af hvaða hvötum við föstum. I Sak. 7:5 spyr Guð Israel fýrir munn spámannsins þeirrar nærgöngulu spurningar hvort það sé hans vegna sem þeir fasti. I Jes. 58 er lögð áhersla á aó fastan, sem Guði sé að skapi, sé sú sem er í samræmi við vilja hans. Fastan þarf að vera eins og bænin, knúin fram og efld af Guði. Byrjaðu föstuna á því aó einbeita huga þínum að Guói. Veigamesta ástæðan til þess að þú fastir er sú að þú vilt þakka Guði og tilbiója hann og öðlast dýpra samfélag við hann. Snúóu baki við synd- um sem Guð bendir þér á. Bió Guð aó rannsaka hjarta þitt (Sálm. 139:23-24). Hreinsun er einnig fólgin í því að lesa orð Guós og íhuga það gaumgæfilega. Bið Guð að bæta úr þörfum annarra. Bió hann að stjórna því hverju þú biður fýrir. Kom síóan meó djörfung fram fýrir Guð með þarfir þínar. Bið um ákveðna hluti og vertu einlægur. Hlusta eftir rödd Guðs. Hvað vill hann segja þér í orðinu og með rödd heilags anda innra með þér? Beindu huganum að Guði ein- um. Forðastu eins og kostur er allt sem truflar einbeitinguna. Efþú hefurrúman tíma getur þú lesið einn og einn kafla í uppbyggilegri bók. Veldu þér bók er tengist því sem þú ert einkum að velta fyrir þér í föstunni. En lestu ekki svo mikið að þú hafir ekki nægan tíma til að tilbiðja Guð og helga þig honum. Mér hefur sjálfum fundist árangursrík- ast aó vera opinn fýrir því að fasta og láta Guð síðan á vissum tímum leiða mig til föstu. Hvatning til að fasta kem- ur þá oft þegar þörfin er brýn að helgast Hvatning til aö fasta kemur þá oft þegar þörf- in er brýn að helgast Guði að nýju, þegar taka þarf mikilvcegar ákvaróanir og þegar sérstakar og mikilvœgar þarfir kalla. 19

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.