Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.2001, Side 20

Bjarmi - 01.06.2001, Side 20
Guði aó nýju, þegar taka þarf mikilvægar ákvarðanir og þegar sérstakar og mikil- vægar þarfir kalla. Þær geta snert sjálfan mig, náió fjölskyldufólk, þarfir á vinnu- staðnum eða í þjónustunni fyrir Guðs ríki. Auk þess getur Guð kallað okkur til föstu og bænar fyrir sérstökum bænaefn- um (fýrir sérstöku fólki, félagslegum erf- iðleikum, neyð, fyrir þjóðinni, fyrir kirkj- unni o.s.frv.). Heppilegast væri efvió gætum við og við horfið frá daglegum störfum og helgað okkur bæn, lestri Biblíunnar og kyrrð á föstutímanum. Góð regla er að skrifa hjá sér í upphafi föstunnar hvers vegna við föstum og gjarna skrifa dagbók meðan hún stendur yfir. Meðan vió föstum getum við öölast skýra, andlega sjón á vissum tímum og Guó getur talað til okkar um ýmis mál. Það getur komið sér mjög vel aó festa þetta á blað. Aðrir kjósa fremur aó fasta ákveðinn dag vikunnar eóa tengja hana viö sérstök föstutímabil, t.d. föstutíma kirkjuársins. Meginmáli skiptir að þetta verði meira en venja, að við föstum vegna Guðs, biðjum og látum Guó rannsaka hjörtu okkar. Sumir eiga erfitt meó að iðka venjulega föstu vegna starfs eða heilsu- brests og gætu þá ef til vill fastað aó nokkru leyti. Ef menn eru í vinnu á föstutímanum getur verið æskilegt að sneyða hjá sjónvarpi o.þ.h. til þess að fá meiri tíma til bænar. Menn fasta einslega og einnig er til opinber fasta. Mörg dæmi eru um þaó í Biblíunni að boðuð sé opinber fasta á miklum neyðartímum. „Þá fastaði jafn- vel öll þjóóin. A síðari árum hefur það orðið æ algengara að kirkjuleiótogar hvetji til bæna og föstu vegna kirkjunnar og þjóðarinnar. Ef til vill er þekktasta dæmið þegar Bill Bright, virtur stofnandi og forseti hinna alþjóðlegu samtaka „Campus Crusade for Christ“, fastaði í fjörutíu daga árið 1994. Þegar fastan stóó sem hæst stefndi hann saman 600 bandarískum kirkjuleiótogum og hvatti þá til bænar fýrir kirkjunni og þjóðinni (Bandaríkjamönnum). Eftir þetta hefur Bill iðulega gengist fyrir ýmiss konar átaki líku þessu og sífellt hvatt fólk til að biðja og fasta. Ég held að á komandi tímum muni Guð oftar en áður kalla kirkju og kristna menn á Islandi til þess konar föstu- og bænaþjónustu. Fastan er tengd bæn Varla er unnt að hugsa sér föstu án bæn- ar. Fastan er viðbót við bænina og eykur mikilvægi hennar. Við leggjum áherslu á að við séum háó Guói og reiðum okkur á hann en ekki á mannlegan styrk. Hér varðar einnig miklu hversu hver og einn helgar sig Guði. Við auðmýkjum okkur í föstunni til þess að Guð veiti okkur náð sína og kraft. Það er ekki svo aó við þvingum Guð til að lúta okkar vilja í föstunni. Samfélag okkar við Guð og djörfungin byggist á hjálpræóisverki Jesú og fýrirheitum Guós. Fastan breytir okk- ur og gerir okkur móttækilegri fýrir því sem Guó vill gefa okkur. Lykillinn að því að Guó fái komist aó í lífi okkar er að við séum auðmjúk og háð honum. Fast- an er ein leióin til að tjá þetta. Hún brýtur niður stolt okkar og við segjum af öllu hjarta: „Ég þarfnast þín, Guð.“ Gott er að spyrja í byrjun föstunnar: 1. Hvaða syndir og veikleiki er þaö í lífi mínu, Guð, sem þú vilt að ég sigrist á? 2. Hvaó viltu sýna mér um þig sjálfan, Guð? 3. Hvað viltu sýna mér um köllun mína og þjónustu fyrir þig? Guð vill einnig að syndir og vandamál kirkjunnar og þjóðarinnar leggist þungt á okkur þegar við föstum. Daníel og Eesra játuðu syndir lýósins fyrir Guði. Þeir urðu eitt meó fólkinu og gengu fram fýrir Guð sem fulltrúar þess. Slík synda- játning er orðin æ algengari á ýmsum stöðum í heiminum um þessar mundir. Syndir fortíðarinnar snerta einnig okkur kristna menn hvort sem þær hafa verið drýgðar í nafni kirkjunnar eóa ekki. A árunum 1 996 til 2000 voru farnar bæna- og iðrunargöngur suður Evrópu til Mió- Austurlanda. Með því vöktu kristnir menn frá mörgum löndum athygli á því að þúsund ár voru liðin frá krossferóun- um. Þeir báðu múslima fýrirgefningar á þeim ódæðisverkum sem framin höfðu verið í nafni Guós. Þetta hafði djúp áhrif á múslima enda tóku þeir göngu- mönnum vel. Hér á landi birtist þessi hugsun í fyrra í iðrunargöngum þeim sem farnar voru í tengslum við Kristni- tökuhátíóina. Syndir liöins tíma eru eins og andlegar viðjar sem ekki veróa leystar nema fyrir uppgjör og fyrirgefningu Guðs. Það er eins og Guó geri okkur ábyrg fyrir óuppgerðum syndum fyrri kynslóða. Þetta finnst okkur torskilið vegna hinnar ríkjandi einstaklingshyggju nútímans. Þegar við föstum á neyðartímum lát- um við í Ijós hversu áríðandi það sé að Guð taki í taumana. Ef til vill þarf að berjast til sigurs gegn andlegri andstöðu við bænasvarið. Daníel bað og fastaói í tuttugu og einn dag áður en bænheyrsl- an kom. I föstunni eigum við vopn og andlegan kraft sem li'tió er notaður. Nokkur orð um heilsufarið og föstu Sumir óttast aó fastan skaði heilsuna. Ef þú ert hraustur hefur fastan einungis góð áhrif. Urgangur hreinsast úr líkamanum og fólk léttist. Þá hefur hún oft góð áhrif á meltinguna. Meltingin leggst í dvala. Þess eru dæmi að meltingartruflanir hafi horfið af sjálfu sér eftir föstutíma. Fastan eflir sjálfstjórn okkar. Okkur getur reynst auóveldara að breyta mataræóinu til hins betra eftir föstu en áóur. I föstu komast menn oft aó raun um hversu bundnir þeir geta verið af óhollum matarvenjum, t.d. of mikilli neyslu kaffis og sætinda. Fastan hjálpar okkur aó leggja af slíkar venjur. Ætli menn að fasta í langan tíma ættu þeir aó kynna sér hvers konar fæðu skynsam- legt sé að neyta rétt fýrir föstuna og strax á eftir. Meltingarfærin eru aðgeróalaus í langri föstu og þarfnast aólögunar áóur en farió er aó borða þungmelta fæðu. At- huga ber aó aukaáhrif sumra lyfja geta verið meltingartruflanir og magasár. Hættan kann aó aukast þegar maginn er tómur. Þegar svo er getur verió ráólegt aó takmarka föstuna. Bæn og fasta eru orkulindir sem eru ekki nýttar sem skyldi í kirkjunni nú á dög- um (þetta á við um allar kirkjur). Þess vegna er samfélag okkar við Guó einatt yf- irborðslegt og óstöóugt, vió bíóum ósigur fýrir ýmsum veikleika og vió sjáum einatt lítinn árangur af þjónustu okkar fýrir Guó enda þótt við leggjum mikið á okkur. Skilningur á gildi bænar og föstu fer nú vaxandi í mörgum kirkjum. Við hér á landi ættum aó gefa gaum að þessu. Göngum fram fýrir Guð í föstu og bæn fýrir kirkjunum og þjóðinni svo aó Guð fái endurnýjað okkur og úthellt anda sínum. OlafEngsbrðten er prestur í Islensku Kristskirkjunni. 20

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.