Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2001, Page 22

Bjarmi - 01.06.2001, Page 22
Þriójudagar meó Þorvaldi Rætt vió hjónin Þorvald Halldórsson og Margréti Scheving um starf þeirra í Laugarneskirkju Viótal: Agnes Eiríksdóttir Eg er mætt tímanlega í Laugarnes- kirkju þriðjudagskvöldið í dymbil- viku til að taka þátt í lofgjörðar- og bænastund, sem hefur í tímans rás feng- ið nafnið „þriðjudagur með Þorvaldi". Sá Þórvaldur sem hér um ræðir er Þor- valdur Halldórsson söngvari. Það kom mér á óvart hve margir komu í kirkjuna þetta kvöld. Stundin hafði ekkert verió auglýst og Þorvaldur og presturinn mættu meira til öryggis ef einhver skyldi nú koma. Þarna áttu kirkjugestir saman yndislega stund í nærveru Drottins þar sem sungnir voru sálmar og söngvar sem hæfðu dymbilvikunni og sr. Bjarni Karls- son talaði stutt. Hann bauð kirkjugest- um síóan aó koma upp að altarinu þar sem allir stóðu í hring og báðu saman. Eftir að stundinni var slitið var fólki boó- ið upp á að verða eftir og koma upp að- altarinu ef þaó vildi fá fýrirbæn. Aftur fór ég í Laugarneskirkju viku síð- ar og þá var þar jafnvel enn fleira fólk. Gunnar Gunnarsson sat vió píanóið sem fyrr og nú spilaói Þorvaldur á bassa og leiddi kirkjugesti í söng. Söngvarnir voru ef til vill með ívið léttara yfirbragði en vikuna á undan en aó öóru leyti var þetta svipuð samvera og orð og and- rúmsloft undirstrikuóu nærveru Guðs. Ég mælti mér mót við Þorvald Hall- dórsson og konu hans, Margréti Schev- ing, og nokkru síðar hittumst við í safn- aðarheimili kirkjunnar. Þau hjón hafa verið þátttakendur í kristilegu starfi inn- an þjóðkirkjunnar í 26 ár samfellt, með þátttöku í helgihaldi og ýmiss konar starfi. Þau vilja reyndar undirstrika það að þau hafa alltaf verið í þjóðkirkjunni. Þau fá oft þá spurningu hvort þau séu í Fíladelfíu en svo er ekki. Ég bað þau hjón að byrja á að segja okkur hver voru tildrög þess að þau byrjuðu að starfa í Laugarneskirkju, tiluró þriðjudagsstund- anna og hvernig þær hafa þróast. Þorvaldur: Þetta byrjaði með því að ég var beðinn um að koma hingað og syngja einsöng með kirkjukórnum í kvöldmessum í preststíð sr. Ólafs Jó- hannssonar. A sama tíma fórum vió Gunnar Gunnarsson, organisti hér, til Keflavíkur og vorum með samkomur með presti þar. Síðan syng ég hér í 2-3 messum og þá kemur upp sú hugmynd að byrja meó svipaðar stundir hér eins og við höfðum verið með í Keflavík. Þarna vorum við meó í huga létt form, sem ekki væri bundið við helgisiðina, heldur gæfi fólki kost á að koma og fara eftir því sem þaó vildi. Það hefur líklega verió í lok vetrar 1996 sem við byrjuóum með slíkar stundir á þriðjudögum og þetta voru þá bara litlar samkomur. Þær voru auglýstar í safnaðarauglýsingum hér og fóru afskaplega rólega af stað. Þessar stundir héldu áfram í nokkuð óbreyttri mynd næstu tvö árin. A sama tíma geng ég í kirkjukórinn og starf mitt hér fær fastara form. Haustið ’97 gerist Ólafur sóknarprestur í Grensáskirkju þegar sr. Jón Dalbú kemur til baka eftir þriggja ára leyfi í Svíþjóð. Sr. Bjarni Karlsson kemur síðan hingað sem sókn- arprestur vorið '98. Um þaó leyti hafði hópur ungs fólks samband hingað en þau höfóu farið í gegnum 12 sporin og vaknað til trúar. Þau vildu eignast and- legt heimili og báðu um að fá að tilheyra þessari kirkju og verða eins og hluti af söfnuóinum, sem var fúslega veitt. Haustið eftir byrjaði sr. Bjarni meó full- orðinsfræðslu kl. 8 á þriðjudagskvöld- um. Við höfðum verið með okkar stund- ir kl. 9 og það var strax Ijóst að þetta passaði mjög vel saman. Fyrst var fræðsla hér niðri í klukkustund og síðan verið uppi f kirkju í hálftíma meó lof- gjöróar- og bænastund. Það var eins og þetta væri sett saman af ósýnilegri hendi. Vió eignum okkur engan heiður af þessu vegna þess að við finnum aó það er Guð sem hefur mótaó þetta starf. Við leggj- um ekkert upp úr okkar nærveru þarna, þó aó þetta heiti „þriðjudagar með Þor- valdi". Vinur okkar skaut þessu nafni fram til gamans og það var tekið. Aðall 22

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.