Bjarmi - 01.06.2001, Page 27
i
ALFA fyrir unglinga
i
i
ALFA-námskeiðin hafa eins og kunn-
ugt er verió kennd hér á landi í
nokkur ár. Innan Kristilegu skólahreyf-
ingarinnar og KFUM & KFUK hefur lengi
verið reynt að beina ungu fólki á þessi
námskeió enda veita námskeiðin góða
trúarlega fræóslu og samfélag.
KFUM & KFUK hafa undanfarin ár haft
náið samstarf við ÆSKR og Fræðsludeild
biskupsstofu um leiðtogafræðslu. Síðast-
liðió vor kviknaði sú hugmynd aó þessir
aðilar héldu sameiginleiga sérstakt ALFA-
námskeið fyrir unglinga. Þessir aðilar leit-
uðu síðan til Kristilegu skólahreyfingar-
innar um samstarf. Námskeiðin voru að
sjálfsögðu haldin í nafni Biblíuskólans við
Holtaveg hvað varóar KFUM & KFUK og
KSH eins og önnur námskeið á vegum
þessara aðila.
Nokkrar vangaveltur urðu um heppi-
lega tímasetningu á slíku námskeiði.
Markhópurinn var leiðtogar úr KFUM &
KFUK og starfi kirkjunnaar ásamt ung-
lingum úr KSS á aldrinum 15-18 ára. Að
lokum urðu menn ásáttir um að laugar-
dagar kl. 17-19 gætu verið heppilegir.
Ekkert æskulýðsstarf er á þeim tíma og
margir eru bara að bíða eftir aó komast
á KSS-fund eða gera eitthvað annaó á
laugardagskvöldi.
Þetta virtist sýna sig að vera rétt því það
voru um 40 unglingar sem skráðu sig á
námskeiðið. Nokkrir heltust úr lestinni í
upphafi en 33 unglingar tóku þátt í nám-
skeióinu og flestir þeirra luku því.
Fræðsludeild kirkjunnar hafði á sama
tíma ráðið sr. Kjartan Jónsson til að
þýða sérstakt ALFA-námskeið fyrir ungl-
inga og var ákveðið að kenna það. Helgi
Císlason æskulýðsfulltrúi KFUM &
KFUK, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
fræóslufulltrúi á Biskupsstofu, Ragnhild-
ur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri KSH
og sr. Yrsa Þórðardóttir framkvæmda-
stjóri ÆSKR skiptu með sér kennslunni.
Kennslan hófst síðan 27. janúar og
henni lauk með ALFA-helgi 16.-17. mars.
Kennt var í Aóalstövðum KFUM & KFUK
við Holtaveg. I hvert skipti var farið yfir tvo
kafla enda efnið fyrir unglinga nokkru létt-
ara en það sem ætlað er fullorðnum.
Reyndar kom fljótlega í Ijós að unglinga-
efnið er í raun ætlað yngri unglingum meó
litla reynslu eða þekkingu á kristindómi og
því gripu kennarar gjarnan til þyngra efnis.
I kennslunni var farið í grundvallaratriói
kristinnar trúar og lögð áhersla á að ungl-
ingarnir fengju að kynnast Jesú sem per-
sónulegum vini og frelsara. Þá var fjallað
um samfélag kristinna manna, biblíulestur
og bæn og hvaða áhrif það hefur á líf okk-
ar aó lifa sem kristnir einstaklingar. Skipu-
lag ALFA fýrir unglinga var með svipuðu
sniói og venjuleg ALFA-námskeið nema
sameiginleg máltíð var aó lokinni kennslu
en ekki á undan. Þar urðu oft skemmtileg-
ar samræður.
ALFA-helgin í Ölveri var að sjálfsögðu
hápunktur námskeiósins enda gafst þar
betra tækifæri til aó kynnast og ræða sam-
an, bæði fyrir þátttakendur og kennara.
Þátttakendur létu í Ijós þá skoðun sína
í lok námskeiósins aó það hefði í raun
verið of létt og undir þaó taka kennarar.
Að öóru leyti voru unglingarnir ánægðir
og margir kváðust vilja halda áfram.
Reynslan sýnir líka aó unglingarnir sækj-
ast eftir aó koma saman og að það er því
heppilegt að bjóða upp á sérstök nám-
skeið ætluð unglingum og ungu fólki.
Biblíuskólinn við Holtaveg vill fyrir sitt
leyti sjá til þess að áframhald verði á þess-
um námskeiðum. Næsta haust verður því
boðið upp á ALFA-námskeið fyrir ung-
linga og ungt fólk á laugardögum kl. 18.
27