Bjarmi - 01.06.2001, Síða 28
Um lestur
Biblíunnar
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Ritningin og mióaldir
Á miðöldum var mótandi kenningin um
ferns konar merkingu texta og hún var
m.a. sett fram með eftirfarandi oróum:
„Bókstafurinn kennir atburði,
allegorian um trúna, moralis
um breytni, anagogia um stefn-
una heim“.[1 ] Henni til grund-
vallar lá áhersla Páls postula á
trú, von og kærleika (1Kor
13.13), sem er hér tengd við
ritskýringu Biblíunnar. Aðferð-
in var skýr og markviss. Textinn
eins og hann kom fyrir fjallaði
um atburði eða greindi frá sög-
unni, en dýpri merking hennar
var dregin fram með að sýna
hvernig textinn grundvallaði trúnna,
styrkti vonina og efldi kærleikann. Þrátt
fyrir þá miklu möguleika sem kenningin
átti að veita þá leiddi hún ekki til öflugr-
ar ritskýringar innan guófræðinnar og
kirkjunnar. Á mióöldum einkennist guð-
fræðiiðkunin mun fremur af kenninga-
smíðum. Ritningin og ritskýringin höfóu
þar ekki miðlægtvægi, heldurvoru aóall-
ega notuð til aó undirbyggja og styrkja
kerfi guðfræðinganna. Settar voru fram
stórmerkar guðfræóikenningar sem eru
enn þann dag í dag mótandi. Nægir hér
að nefna nokkra höfunda eins og
Ágústínus (354-430), Tómas frá Akvínó
(1225-1274) ogjóhannes Duns Scotus
(1265-1308). Þeir skrifuðu allir skýring-
arrit við ritninguna en í trúarhugsun
þeirra er ritskýringin ekki sett í fyrsta
sæti. Þessi áhersla kemur m.a. fram í því
að þeir áttu það sameiginlegt að búa yfir
lítilli grísku- og hebreskukunnáttu, en
hún er óneitanlega grundvallaratriói í rit-
skýringu þar sem bókstafieg merking
textans skipar hefðarsætió.[2] En á mið-
öldum má segja að allegorian, óeiginleg
merking textans eða launsögnin, hafi
verió alls ráðandi. Hún hafói smátt og
smátt orðið mótandi og ýtt bókstaflegri
merkingu til hliðar. Orsök þessa má
rekja til þess að heimspekikerfi, m.a.
Platóns (432-347 f.Kr.) og Aristótelesar
(384-324 e.Kr.), voru notuó sem for-
senda og grundvöllur fyrir guðfræðilega
umræóu. Þegar líóa fer fram að síómið-
öldum vildu margir losa sig undan oki
skólaspekinnar og þungu guðfræóikerfi
hennar og samhliða því eflist vitund
manna um gildi heimilda. Lausn vand-
ans fólst í því að hverfa aftur til upp-
runans sem fólginn var í frumheimildun-
um. Forsprakkar þessarar stefnu eru
fornmenntamenn eða húmanistar, sem
stóðu fyrir útgáfum heimilda sem voru
annað hvort gefnar út á frummálinu eða
þýddar upp úr því. Ein merkust þessara
textaútgáfa var útgáfa Nt á grísku og
hlutar Gt á hebresku. Það gefur aó skilja
að áhugi á fornmálunum fékk nú byr
undir báða vængi. Grísku- og hebresku-
kunnátta varð nú almenn meðal
menntamanna.
TúlUunarfræöi Marteins Lúthers
Þrátt fyrir að siðbótin hafi sína heim-
spekilegu vídd þá hafnar Lúther (1483-
1545) því að hún eigi vera mótandi inn-
an guófræðinnar. Ef það er gert aftur á
móti þá afbakast jafnt boðun og kenn-
ing kirkjunnar. Orsök þess er að hér er
heimspekin sett í hlutverk sem hún veld-
ur ekki. Grundvöllurinn sem guðfræðin
á aó byggja á er ritningin. Við ritskýringu
hennar er það bókstafleg merking text-
ans sem gildir. Áhersluna á bókstaflega
merkingu textans byggir Lúther á eðli
daglegs máls sem mælikvarða á alla mál-
notkun. „Það er hafið yfir allar orða-
flækjur, málskrúð og skáldskap sófist-
anna [...] Þess vegna á að nota það.
Notkun daglegs máls kemur nefnilega í
veg fyrir að bókstafur ritningarinnar
hverfi í móðu andlegheita eóa verði orð-
hengilshætti sófistanna að bráð.“[3]
Þegar kemur að lestri ritningarinnar ber
að forðast alla óeginlega túlkun, en í
stað þess eiga menn að halda sig við
bókstafinn, venjulegt málfar og skýra
hugsun. Annað grundvallandi atriði í
túlkunafræði Lúthers er kenningin um að
ritningin sé í sjálfu sér skiljanleg og skýr.
Hún er svo aó segja sinn eigin túlkandi. I
skýrleika hinnar bókstaflegu merkingar
textans lýkur heilagur andi ritningunni
upp. Erfióa ritningarstaði á útskýra í Ijósi
augljósra, en ekki öfugt. Þar með er ekki
allt sagt því ritningin eða texti hennar
einn út af fyrir sig nægir ekki, því hinn
eiginlegi túlkunarlykill hennar og megin-
28