Bjarmi - 01.06.2001, Síða 32
Samskipti foreldra og unglinga
U ngl i ngSLvandamál
eóa verkefni fjölskyldunnar
Hafliði Kristinsson
Nýlega birtust myndir og greinar í
dagblöóunum af orkumiklum ung-
lingum sem sendir voru í óvissuferóir í
kjölfar síóasta samræmda prófsins.
Þetta voru 15 og 16 ára krakkar sem
beina átti frá miðbænum og mögulegum
ólátum sem fylgt hafa þessum árstíma
og þeirri útrás sem þau þurfa í kjölfar
þessa mikla álagstíma meóan á sam-
ræmdu prófunum stendur. Foreldrar og
skólayfirvöld hafa tekið höndum saman
til að koma í veg fyrir að enn eitt ung-
lingavandamálið festist í sessi. Borgar-
búar varpa öndinni léttar og foreldrar
þakka sínum sæla að „barnið" þeirra er í
góðum höndum á þessum freistinga-
stundum. Margir, sem fylgjast með,
styrkjast í þeirri trú að þessi átakaaldur í
lífi sérhvers manns, unglingsárin, séu
með því erfiðasta sem einstaklingurinn
og samfélagið þarf að takast á vió. I
þessari grein ætla ég gera tilraun til að
skilgreina hvað greinir þetta tímabil frá
öðrum breytingaskeiðum á lífsgöngunni;
hvað ýtir undir átök innan Ijölskyldunnar
og hvaóa leiðir eru færar til að draga úr
neikvæðu mynstri sem myndast getur
milli foreldra og unglinga.
Þaó er ekki langt síðan aó vandamál
unglinga voru ekki til. Unglingar, sem
ákveóinn afmarkaður hópur, varð ekki til
fyrr en í kjölfar þeirra miklu breytinga á
þjóðfélagsmynstri sem átti sér stað í
kjölfar iðnbyltingarinnar. Aður en þessi
breyting bylti fjölskyldumynstrinu breytt-
ust börn í fullorðið fólk á tiltölulega
stuttum tíma. Það gerðist gjarnan á
táknrænan hátt með einhverskonar
manndómsvíglsu. Aður en að henni kom
hafói barnið fengió markvissan undir-
búning fýrir fullorðinsárin sem þátttak-
andi í starfi fullorðinna. Unglingsárin
urðu þessi tími milli barnæsku og full-
oróinsára sem lengdist stöóugt í kjölfar
iðnbyltingarinnar. Balswick (1991) nefn-
ir fjögur atriði sem hafa haft hvaó mest
áhrif á lengingu þessa tíma. í fýrsta lagi
hefur tækniþróun orðið hröð og flókin
störf krefjast meiri menntunar. I öðru
lagi hefur atvinnan færst út af heimilinu,
nema í landbúnaói, og geta foreldrar því
ekki verió börnum sínum sú fyrirmynd
sem þeir áður voru og þannig einangrast
unglingurinn enn frekar frá hefóbundinni
þátttöku í starfi þeirra fullorónu. Þriója
atriðið tengist breytingu á sambúðar-
formi stórfjölskyldunnar. Stuóningur
stórfjölskyldunnar er ekki eins mikill og
áóur þannig að kjarnaljölskyldan þarf að
takast ein á vió spennuna og átökin.
Stöðugleiki og víðtækari stuðningur er
því ekki eins auðfenginn og þegar fleira
heimilisfólk kom aó uppeldi barna og
unglinga. Fjórða og síóasta atriðið, sem
Balswick nefnir, er aukin velmegun á
Vesturlöndum. Unglingar hafa meira fé
milli handanna og það gefur þeim meira
sjálfstæói en jafnaldrar þeirra fýrr á öld-
um höfðu. Það viróist haldast í hendur
við takmarkaóari stjórn foreldra og sam-
félagsins í heild (bls. 135).
Vandi unglingsins hefur meðal annars
að gera með fremur óskilgreint hlutverk
þessa einstaklings sem er hvorki bam né
fullorðinn en þarf samt aó vera hvort
tveggja á stundum. „Unglingurinn er að
takast á við mesta breytingaskeið ævi
sinnar og hefur til þess fremur óskil-
greindar reglur. Til að bæta úr reglugeró-
arleysinu býr unglingurinn gjarna til sínar
eigin reglur en það er eitt af verkefnum
unglingsáranna að finna sinn eigin flöt á
lífinu. Unglingurinn fær svo hóp af öór-
um unglingum til liðs vió sig, þeir finna
æ meiri samkennd hver með öðrum og
þar rannsaka þeir hver sjálfskennd ung-
lingsins er, margbreytileg og í stöðugri
þróun. Þessi hraða þróun kemur gjarnan
fram í fjölbreyttri tísku og sérstæðu
tungumáli sem foreldrar eiga oft erfitt
með að skilja.
Þetta er verkefni fjölskyldunnar, og þcer eðli-
legu breytingar sem unglingar ganga í gegnum
eru í eðli sínu dtakamiklar en þurfa ekki að
skilgreinast sem vandamál. Ef foreldrarnir eru
á sama tíma að takast á við eigin tilvistar-
vanda þá margfaldast áhrif vandans og hið
margumtalaða unglingavandamál ryðst fram á
völlinn í öllu sínu veldi.
32