Bjarmi - 01.06.2001, Side 34
Sjálfskennd eóa sjálfsmat hefur aó
gera með persónulega skoóun einstak-
lingsins á þeim sérkennum eöa persónu-
einkennum sem lýsa þeim sjálfum best.
Þetta sjálfsmat tekur mestum breyting-
um á unglingsárunum. Unglingurinn
verður aö áhugasömum heimspekingi
sem notar nýfundinn hæfileika til að rök-
ræða á afstæðan hátt um lífið og tilver-
una. Hann/hún verður að tengilið milli
tveggja heima og flytur nýjar fréttir og
hugmyndir um lífið inn á heimilið. Þetta
reynist sumum foreldrum erfitt, sérstak-
lega þegar vióurkenndar túlkanir á lífinu
fá keppinaut í þessum nýju, aðfluttu
kenningum. Þessi tilraun til að finna nýja
sjálfskennd skapar oft ósamkomulag
milli foreldra og unglinga. Foreldrar með
sterka sjálfskennd bregðast vægar við
þessum átökum og gefa afkvæminu svig-
rúm til aó finna sig. Foreldrar sem eru
óöruggir með sína eigin sjálfsmynd lenda
í tíðum deilum við ungling sem heldur
því fram að foreldrarnir séu gamaldags
og leiðinlegir. Þeir foreldrar svara gjarn-
an með því aó lýsa hversu ólík afstaða
unglinga til foreldra var þegar þau voru
ung, og bilió breikkar enn frekar.
Leitin aó sjálfstæði vex með hverju
unglingsárinu og sjálfstæð ákvarðana-
taka verður æ ríkari þáttur í mótun ung-
lingsins. Tengsl við aðila utan heimilisins
veróa æ þýðingarmeiri. Það er mikilvægt
fýrir foreldra að gefa unglingnum tæki-
færi til að æfa sig í sjálfstæðri ákvarðana-
töku og að virða þeirra leiðir, án þess þó
að leyfa þeim að stofna lífi eða limum
sjálfra sín eða annarra í hættu. Mistök
eru algeng í þessari tilraun og unglingur-
inn þarf rými til aó gera mistök án þess
að eiga á hættu aó heimurinn farist. Þaó
hefur verió sýnt fram á að unglingar
verða sjálfstæðari þegar þeir eru aldir
upp í fjölskyldu þar sem þeir voru hvattir
til þátttöku í ákvörðunum, þó þannig að
foreldrar báru lokaábyrgð á endanlegri
ákvörðun. Þegar þátttaka í ákvörðunum
var takmörkuð þá urðu unglingarnir
lengur háðir foreldrum sínum og ekki
eins sjálfsörugg. Foreldar sem eiga í bar-
áttu sín í milli virðast eiga erfióara með
að virða löngun unglingsins til sjálfstæð-
is. Unglingurinn lendir þá gjarnan í
valdabaráttu foreldranna og fær ekki
tækifæri til aó þroska sitt eigið sjálf-
stæði.
Verkefni foreldranna
Óhamingja foreldra ýtir gjarnan undir
óöryggi unglingsins. Uppreisn unglings
er mun tíóari þar sem foreldrar eiga í
baráttu sín í milli. Það reynist ungling
auóvelt að afsaka viróingarleysi gagnvart
foreldri þegar fýrirmyndin er stöðug að-
finnsla foreldranna hvors við annaó.
Þeim. kenningum er haldið á lofti að
uppreisn unglinga sé tilraun þeirra til að
sameina foreldrana með því verkefni að
ráóa bót á vanda unglingsins og þannig
gleymi þau eigin átökum á meðan.
Þaó er flókið samband milli aga og
uppreisnar unglingsins. Kannanir sýna
að uppreisn unglinga er mest þar sem
agi og reglur eru miklar og ósveigjanleg-
ar annars vegar og hins vegar á heimilum
þar sem lítill eða enginn agi er til staðar.
Uppreisn virðist minnst þar sem jafnvæg-
is er gætt.
Ójöfn skipting valds á heimilinu virðist
hafa talsverð áhrif á neikvæð viðbrögð
unglingsins. Ef annaó foreldrið hefur
áberandi meiri völd en hitt þá eru meiri
líkur á uppreisn unglingsins. Vandi ung-
lingsins verður oft að spurningunni um
hvert hlutverk valdalausa foreldrisins er í
aga og uppeldi. Hin hliðin snýr að ein-
hliða yfirráðum þess sem stýrir öllu á
heimilinu. Unglingurinn verður pirraður
á þessu ójafnvægi og snýst til varnar.
Jöfn skipting valds virðist skapa mest ör-
yggi og stuðla aó eðlilegum þroska
sjálfskenndar.
Skortur á samkennd eða of mikil og
náin samkennd ýtir undir uppreisn ung-
lingsins. Samkennd hefur að gera með
félagslega og tilfinningalega þátttöku
meðlima innan fjölskyldunnar. Ungling-
urinn er aó feta sig í gegnum það verk-
efni að standa á eigin fótum. Hann/hún
þarf jafna blöndu af stuðningi og frelsi
til að feta sig á þessari nýju braut sjálf-
stæðis. Þar sem haldió er fast, er erfitt
að losna nema meó átaki. Þegar haldið
er laust eóa alls ekki neitt þá skortir vió-
mið þegar spurt er hversu langt má
ganga. Foreldar í tilvistarkreppu hafa til-
hneigingu til að halda annað hvort of
fast í unglinginn vegna eigin þarfa eða
að ýta honum/henni of hratt út til að
losna við áreitið.
Sameiginleg verkefni
Það er á þessum árum sem gildismat
tekur mestum breytingum. Þar kemur
þáttur trúarinnar sterkur inn og spurn-
ingar um siðferði verða áberandi í um-
ræðunni. Það er afar mikilvægt að um-
ræðan um trúmál snúist ekki eingöngu
um sannfæringarmátt foreldranna held-
ur einnig og ekki síður um þá fýrirmynd
sem þau sýna unglingnum í bæói orði og
verki. Margir unglingar taka afgerandi
trúarafstöðu á þessum árum og leita þá
gjarnan til hópsins sem þeir hafa sam-
samað sig með og fylgja þeim sem á
bestan hátt lifa því lífi sem unglingurinn
telur samræmast ,,eigin“ nýfundnu af-
stöðu til lífsins. Ef þessi hópur er trúar-
lega sinnaóur þá hefur það mikil áhrif á
mótun einstaklingsins.
Foreldrar þurfa að gefa unglingnum
tækifæri til aó spreyta sig á verkefnum
sem skipta máli. Það er hvetjandi fýrir
ungling í mótun að fá verkefni sem reyna
á nýfundinn styrk og hæfileika til að sjá
lausnir í nýju Ijósi. Unglingurinn þarf að
sýna ábyrgð og vilja til aó takast á við ný
og fjölbreyttari viófangsefni.
Kirkjan þarf líka að taka sér tak í þess-
um málum. Unglingastarf má ekki ein-
göngu verða að skemmtiklúbbi í kirkj-
unni. Unglingarnir þurfa aó fá verðug
verkefni innan kirkjunnar þannig aó
áhugi á kirkjulegu starfi byggist á sann-
færingu sem þroskast í lifandi trúarsam-
félagi. Þau veróa að fá tækifæri til reyna
trú sína með því að takast á vió þrosk-
andi verkefni sem hjálpa þeim aö skil-
greina sína eigin trúargöngu og að taka
afstöðu til framtíðar.
Bókaskrá:
Balswick, J. O. &Judith. 1991. The family: A
Christian perspective on the contemporary
home. Grand Rapids, Ml: Baker Book House.
Preto, N.G. 1989. Transformation ofthe
family system in adolescence. ÍThe changing
family life cycle, ritstj. B. Carter og M. Mc-
Goldrich, 255 — 283. Needham Heights, MA:
Allyn and Bacon.
HafJiði Kristinsson er sjálfstcett starfandi
fjölskylduráðgjafi.
34