Bjarmi - 01.06.2001, Page 35
Norskt sálmaskáld kveður
Benedikt Arnkelsson
Trygve Bjerkrheim var einn kunnasti og
afkastamesti söngva- og sálmahöf-
undur í Noregi á liðinni öld. Ljóó hans
skipta þúsundum og hafa sum náó afar
miklum vinsældum. Nokkrir sálmar hans
hafa verið þýddir á íslensku. Bjerkrheim
lést í heimalandi sínu 27. febrúar síðast-
liðinn, á 97. aldursári.
Bjerkrheim var mikill Islandsvinur. Hann
kom nokkrum sinnum hingað til lands og
hreifst af tign náttúrunnar og hljómi ís-
lenskunnar. Honum þótti sem hann færð-
ist nær sameiginlegum forfeðrum sínum
og íslendinga þegar hann heyrði íslensku
talaóa.
Skáldið Trygve Bjerkrheim fæddist 26.
ágúst 1904 í Bjerkrheim á Rogalandi.
Hann eignaðist tíu systkini. Leió hans lá á
kristilegan æskulýðsskóla og öðlaðist
hann um það leyti lifandi trú á frelsarann.
Bjerkrheim lærði guðfræói en varó ekki
prestur heldur vann allan sinn starfsferil á
vegum Norska lútherska kristniboðssam-
bandsins.
Málgagn Kristniboóssambandsins
norska heitir Utsyn (áóur Kineseren).
Bjerkrheim var ritstjóri þess rúm 40 ár og
þótti gegna þeirri stöðu meó miklum
sóma. Auk þess sá hann um jólablöð og
fleiri rit og bækur. Þá var hann kennari í
fjóra áratugi á kristniboðaskólanum á
Fjellhaug í Osló og eitt ár kenndi hann
verðandi forstöóumönnum kristinna safn-
aða í Kobe í Japan en þar eystra hafa
Norðmenn unnið að kristniboói um ára-
bil. Hann kom mjög vió sögu við upphaf
og starf kristilega útvarpsfélagsins NOREA
en starfs þess gætirvíða um heim.
Þekktastur hefurTrygve Bjerkrheim orð-
ið fýrir kveóskap sinn. Segja má að sálmar
hans og söngvar einkennist af gleði og
birtu. Menn segja að þeir séu „lýrískir".
Hann hrífst af fegurð sköpunarverksins.
Hann er jafnan fullur þakklætis fýrir marg-
víslega gæsku Guós. Fagnaðarerindið um
krossdauóa Jesú er oft yrkisefnið og hann
hvetur menn til afturhvarfs og trúar og til
heilshugar þjónustu við frelsarann bæði
heima og meðal heiðingjanna. Hann bein-
ir sjónum til himins og hlakkar til að njóta
dýrðarinnar sem bíður lærisveinajesú.
Þegar hann sat á samkomum tók hann
oft upp græna pennann sinn og skrifaói
hjá sér orð úr prédikun sem hann hlýddi á
og vöktu athygli hans. Hugurinn fór af
stað og á eftir gekk hann afsíðis og festi
þaó á blað sem hann hafði ort. Sagt er að
í Noregi séu ekki haldnar margar kristileg-
ar samkomur án þess að einn eða fleiri
sálmar eftir Bjerkrheim séu sungnir. Til er
bók sem hann tók saman um nokkra
söngva sína og sálma og eru þar upp-
byggilegar frásögur um tilefni þess að
hann orti þá og af áhrifum þeim sem þeir
hafa haft á ýmsa einstaklinga.
Margir íslendingar, sem dvalist hafa í
Noregi og höfðu tengsl við Kristniboðs-
sambandið í tíð Bjerkrheims, minnast ein-
stakrar hlýju hans og látleysis. Hann var
vel menntaðurog hafði ál<veónar skoóanir
en viðmót hans einkenndist þó fyrst og
fremst af Ijúfmennsku.
Eins og fýrr segir var hann mikill vinur Is-
lands enda eignaðist hann vinahóp hér.
Meðan hann var ritstjóri birtust við og við
í Utsyn pistlar um kristilegt starf hér á
landi. Hann talaði nýnorsku en hún líkist
meira forníslensku en svonefnt norskt
bókmál. Bjerkrheim hafði miklar mætur á
Bjarna Eyjólfssyni ritstjóra Bjarma sem
lengi var forystumaður í kristniboðinu hér
og gegndi einnig formennsku í KFUM í
Reykjavík um skeió. Þeir þýddu reyndar
hvor annars söngva og sálma og fleiri ís-
lendingar hafa snúið sálmum eftir Bjerkr-
heim á íslensku. Hann þýddi og erindi úr
Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
Einn þeirra söngva, sem hvað oftast
hljóma á kristilegum samkomum og mót-
um í Noregi, er eftir Bjarna Eyjólfsson:-Þú
reyndir þaó sjálfur og veist þaó því vel, í
þýðingu Bjerkrheims: Den sælaste lukka i
livet vart di. Þrjú vers og kórinn á báóum
tungumálunum birtast hér með þessari
grein. Bjerkrheims er minnst með virðingu
og þakklæti.
Þú reyndir það sjálfur og veist það því vel
að vald til þess frelsarinn á
að taka burt syndir og sigrast á hel -
en sagðirðu öðrum því frá?
Kór: Hví sagðirðu ei fleirum því frá
er fékkstu hjájesú að sjá?
Hvernig eiga þeir á hann aó trúa
ef enginn vill segja honum frá?
Og örar því hjarta þitt ætti að slá
við eldinn frá kærleika þeim.
Þér hlýtur að brenna í brjóstinu þrá
að breiða hans ríki út um heim.
Ogjesús þér treystir, það veistu svo vel
því vinir hans boðin þau fá:
Eg hjöró mína og ríki í hendur þeim fel
sem hlotnaðist dýrð mína að sjá.
Den sælaste lukka i livet vart di
den gong du til Jesus fekk gá.
Han makta á tilgi og gjera deg fri
men sa du til andre ifrá?
Kor: Kvi sa du dá ikkje ifrá
om det du hosjesus fekk sjá?
Kor kan dei vel koma til trua
om ingen vil seia ifrá?
Og hjarta ditt burde dá fortare slá
ved Golgata-kjærleikens brann.
I barmen din burde det brenna ein trá
at alle má hoyra om Han.
Og Frelsaren lit pá deg, det veit du vel.
Og derfor han bad deg á gá:
Eg byd dykk at de om mitt rike fortel
som forst fekk min herlegdom sjá!
Benedikt Arnkelsson er guðfræðingur.
35