Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 3
Vakning Orðió vakning kemur af og til vió sögu. Oft er það notað í tengslum vió aukinn áhuga fólks á einhverju og talaö um vakningu í hinu eða þessu samhengi. „Þaó er mikil vakning í skógræktinni." Jassvakningin heldur áfram.“ Stundum lítum vió til baka og skoðum sögu kristni og kirkju hér á landi og úti um víða veröld. Eitt af því sem fyrir augu ber eru svokallaðir vakningatímar. A slíkum tímum á sér gjarnan stað trúarleg endurnýjun. Fólk vaknar til nýrrar vitundar um trú og breytni. Þaó tekur sinnaskiptum og endurnýjar heit sín vió Drottin. Oft hafa vakningar af þessu tagi haft mikil áhrif og orðið mörgum til blessunar. Af og til heyrist fólk velta því fyrir sér hvort nýir vakningatímar standi fýrir dyrum. Sumir koma fram með miklum sannfæringarkrafti og segja aó Guó muni gera stórkostlega hluti í náinni framtíð. Aðrir biója og vona að vakningin komi og fólkið í landinu snúi sér til Drottins. Enn aðrir telja litla þörf fyrir vakningu eða eru svo svartsýnir að þeir hafa gefið upp alla von um að trúarleg endur- nýjun geti átt sér stað. Efnis- eða veraldar- hyggjan hafi tekið völdin. Orðið vakning kemur ekki fyrir í Biblíunni. Hins vegar er fólk hvatt til þess aó vakna og vaka. Það er eðli vakningar að hún verður hjá einstaklingum. Það eru einstaklingar sem vakna og þá verður vakning. I Efesusbréfinu eru kunn orð um vakningu. Páll postuli er að hvetja lesendur sína til aó lifa sem eftirbreyt- endur Guðs, að hegða sér eins og börn Ijóss- ins. Síóan vitnar hann í texta sem segir: „Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauóum, og þá mun Krist- ur lýsa þér“ (5:14). Samhengið hjá Páli er athyglis- vert. Forsendan fyrir því að geta lifað því lífi sem Páll talar um er aö vakna, rísa upp frá dauóum og láta Krist lýsa sér. Kristur er þannig bæði forsenda og fýr- irmynd. Hann erforsenda afþví hann gafsjálfan sig fyrir okkur sem lausnargjald og hann er fýrirmynd af því að hann sýndi öðrum skilyrðislausan kærleika. Vakningin felst í því að rísa upp frá dauðum eins og Kristur og lifa nýju lífi í kærleika hans. Þannig birtist vakningin í verki og hefur áhrif á þá sem í kringum okkur eru. Páll segir: „Lifió í kærleika, eins og Kristur elskaði oss og lagði sjálfan sig í sölurnar fýrir oss svo sem fórnargjöf, Guði til þægilegs ilms“ (Ef. 5:2). Kemurvakning á íslandi? er stundum spurt. E.t.v. er þetta röng spurning. Vissulega þarf kirkjan á Is- landi á vakningu að halda en hún veróur ekki nema einstaklingarnir í kirkjunni vakni og gangi fram í lif- andi trú og breytni í kærleika. Því væri nær aó spyrja: Veróur vakning í mínu lífi? *o • mmm > *o cd 33 nj 4-J LO /(^ivvvv'aA/J. /Cj. Uí^rmi I Tímarit um kristna trú ^ 95. árg. 3. tbl. nóvember 2001 Útgefendur: Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Ragnar Schram. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.kfum.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. april. Verð í lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson, Gyða Karlsdóttir, Jón Hjartarson o.fl. Umbrot: Tómas Torfason. Prentun: Prentmet. Hanna Þórey Guðmundsdóttir Hrönn Svansdóttir Benedikt Arnkelsson Kjartan Jónsson Henning E. Magnússon Ragnar Schram Alda Lárusdóttir Sigurjón Árni Eyjólfsson 4l<emur vakning á íslandi? Hvaó er vakning? Hvenær kemur vakning? Benedikt Arnkels- son fjallar um vakningar fýrr og síðar og Ragnar Schram spyr nokkra ein- staklinga álits. ABC-hjálparstarf. Hanna Þórey Guómundsdóttir ræðir við Gúórúnu Margréti Pálsdóttur, fram- kvæmdastjóra ABC-hjálparstarfs, um starf samtakanna. ^ Q Asante. Kanga-kvartett- /LO inn gaf nýlega út geisla- disk meó afrískum og íslenskum sálmum. Henning E. Magnússon ræddi við konurnar í Kanga um bessa óveniuleau blöndu. Auk þess: Fréttir af kristnilífi um víóa veröld, kynning á kristilegri tón- list og ábendingar um nokkrar vef- síður. Alfa-námskeið á sigurför I \J um heiminn. I byrjun októ- ber var haldin Alfa-ráðstefna á Is- landi. Kjartan Jónsson rekur sögu Alfa-námskeióanna og ræðir vió Nicky Gumbel, einn þeirra sem hafa mótaó og skipulagt námskeiðin. st Bjartir sumardagar. Karl I Sigurbjörnsson, biskup, ræóir um stöóu og framtíð kirkjunn- ar á íslandi í framhaldi af kirkjudög- um ájónsmessu í sumar. Boóunarferó í Himalaya. Alda Lár- usdóttir segir frá boöunarferö sem hún fór ásamt öðrum nemendum á biblíuskóla til Indlands. Um lestur Biblíunnar. Sigurjón Árni Eyjólfsson heldur áfram aó fjalla um túlkunarsögu Biblíunnar. Eftirlætis ritningarstaóur- /Lm/ inn. Bjarni Gíslason hug- leiðir einn af eftirlætis ritningarstöó- unum sínum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.