Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 17
Guðrún Margrét (til vinstri) ásamt tveimur af mörgum hjálparhellum sínum, Mörthu Arnadóttur og Jennýju Guómundsdóttur. i i 1> Eru þessir samstarfsaðilar innlendir eða er þetta hjálparstarffrá öðrum löndum? — Á Heimili litlu Ijósanna og á El Shaddai barnaheimilinu eru innlendir aðilar sem starfa með okkur. I Uganda eru hjón sem reka starfið, hún er frá Ástralíu og hann er innfæddur. Á Filippseyjum eru það bæði innlendir og Norðurlandabúar sem vinna með okkur. Mission of Mercy vinnur mest með innfæddum, en fólk frá Bandaríkjunum og fleiri löndum kemur þar einnig við sögu. Finnið þið óánœgju íykkargarð frá innfœddum sem eru annarrar trúar? — I Uganda og á Filippseyjum eru sterk kristin áhrifsvo starfið fellur vel aó sióum þessara landa. Á Indlandi sæta kristnir sums staðar ofsóknum. Þar er Heimili litlu Ijósanna náttúrlega mest áberandi, en það er passað upp á að vera með Ifkn- arhjálp til þeirra sem eru fyrir utan og því er heimilið afar vel liðið. Aðstaðan hef- ur verið þannig aó það hafa komið börn í heimsókn frá öórum skólum og íþrótta- mót hafa verið haldin á heimilinu þannig að þetta hefur skapaó kristninni mjög gott orð. I rauninni undrast ég hvað vel er á málum haldió þarna af því aó ekki eitt einasta barn sem hefur komið þarna hefur farió eða verið tekið af heimilinu. Þau hafa öll haldið áfram og þau eru oróin 1500. Þau geta farið ef þau vilja, þannig að þetta er í raun ótrúlegt. Hver er framtíðarsýn hjálparstarfsins? — Við viljum reyna að hjálpa eins mörg- um börnum og við getum með því aó gefa íslendingum tækifæri til að láta gott af sér leiða og gerast stuðningsforeldrar umkomulausra barna. Meó sameigin- legu átaki viljum við sjá þessi börn blómstra á allan hátt. Við þurfum að Ijúka við byggingu íbúðarhúss fyrir El Shaddai barnaheimilið og unglingaskóla í Uganda og fleiri verkefni bíða. Það kemur í Ijós hvað okkur tekst að áorka í framtíðinni. Mestu máli skiptir að vera í vilja Guðs og að hafa samstarfsaðila í þessum löndum sem maður treystir full- komlega. Af hverju eigum við að hjátpa börnum á Ind- landi, Uganda og Filippseyjum? Er ekki nóg eymd á Islandi? — Jú, því miður er eymd líka á Islandi en börn hér eru samt ekki í sambærilegri stöðu og þau börn sem við erum að hjálpa, maður getur í raun ekki ímyndað sér eymdina. Gott dæmi er Róbert Solomon sem var hér á landi í júní s.l. Hann lýsti því svo vel, æðsti draumurinn var að fá eina máltíð á dag. Við tökum einnig inn alveg nýfædd börn, sem jafnvel yróu borin út að öðrum kosti. Þetta skiptir öllu máli fyrir þau börn sem fá hjálp. Öll börn þurfa á ástúó og um- hyggju að halda, en þegar maður sér að börn hafa ekki húsaskjól og eiga ekki í sig og á, þá snertir það mann sérstaklega. Eins og stendur í Matteusarguðspjalli 25:40: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér,“ þá er þetta einnig spurning hvernig maður stendur gagnvart Guði, hvað maóur ger- ir. Það er svo auðvelt að láta svona bara fara fram hjá sér, en við höfum tækifæri í gegnum ABC og önnur hjálparstörf að ná til þeirra sem eru í virkilegri þörf. Oft fáum við aó heyra hörmulegar sög- ur um aðstæður þessara barna áóur en þau komu til okkar. Til dæmis kom «

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.