Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 25
stoðar í heimildum. Af því leióir að al-
menn röl< og hefðir verða að víkja fyrir
heimildunum sjálfum. Þessi áhersla varó
þess valdandi aó mikill fjörkippur kom í
rannsóknir á textum og útgáfum á frum-
heimildum. Aherslan á fornmál varó ein
af grunnforsendum rannsókna. I kjölfar
textaútgáfa kom í Ijós að mikið var til af
„fölsuóum" heimildum, að frumheimild-
irnar byggðu oft á æói misjöfnu efni og
hefóum sem varð að meta. Þessi áhersla
hafói afgerandi þýðingu fyrir túlkun á
ritningunni.
Sagan og guöfræóin
Guðfræðingurinn Ernst Troeltsch (1865-
1923) tileinkaði sér þessar aðferóir og
aðlagaói þær að guðfræðilegum rann-
sóknum. Samkvæmt Troeltsch lúta þær
fjórum reglum eða forsendum, þ.e. for-
sendum gagnrýni, hliðstæóu, gagnvirkni
og loks hins persónubundna eða hug-
læga þáttar. Troeltsch skilgreinir (a)
gagnrýni sem efa sem beinist undantekn-
ingalaust að öllu. Efinn er tækið sem vís-
indamaðurinn notar til aó svipta hulunni
afgoðsögum, blekkingum, svikum, hags-
munatengslum o.s.frv. sem óneitanlega
móta heimildir um liðna atburói og al-
menna skoðun á þeim. I nafni gagnrýn-
innar leggur guðfræðingurinn Biblíuna
og hefóina undir smásjá efans og skyn-
seminnar. Hann skoðar hana skipulega
samkvæmt áðurnefndum reglum, án alls
ótta vió afleiðingar. Forsenda hliðstæó-
unnar (b) segir að ekkert í sögunni sé til
án hliðstæðu. Hún er mælikvarðinn á
hvað getur gerst og hvað ekki. Forsenda
gagnvirkni (c) setur atburði sögunnar í
samhengi og rekur ferli orsaka og afleið-
inga. Og loks eru (d) allar hefðir teknar
til róttækrar endurskoðunar og settar
undir hlutleysisdóm rannsakandans. Af-
leiðing þessa er afgoðun ritningarinnar
vegna þess að hér er hjálpræðissagan,
kraftaverk o.s.frv. skilgreind án tengsla
opinberun Guós.l3]
Biblían og sögugagnrýnin
Orðið Biblía þýðir bækur eða bókasafn.
Þannig vísar oróið sjálft til þeirrar stað-
reyndar að ritningin inniheldur mismun-
andi rit. Þau má gróflega flokka í sálma,
sögu- og spádómsrit og endurspegla rit-
in menningarsögu u.þ.b. 2000 ára. Þegar
þau eru athuguó kemur í Ijós að í ritning-
unni er sú hugsun framandi að einungis
einn höfundur búi að baki hverju riti og
að þaó sé andleg eign hans. Höfundur í
ritningunni er mun fremur sá aðili eða
aðilar sem taka saman í eitt rit efni úr
bókmennta-, sagna- og trúarhefó ísarels.
Tilurð rita ritningarinnar er mótuð af
löngu, sögulegu ferli þar sem trúhefðir
mótuðust í tímans rás, þeim var safnað
saman og loks ritaðar niður. Ritin voru
því í stöðugri þróun allt til þess tíma er
þau fengu það form sem mætir okkur í
dag í Biblíunni. I einu riti er því að finna
efni sem er mjög ólíkt hvaó varóar inni-
hald og aldur. Dæmi um slíkt er t.d.
sköpunarsagan í fýrstu Mósebók (1 M 1.1
— 2.4a). Frásagan er líklega sett saman í
herleiðingunni í Babýlon um 587-539
f.Kr. en í henni er að finna minni sem eru
mun eldri en ritunartími hennar (þ.e. allt
frá því um 1500 f.Kr.). Spurningin um
höfund, ritunartímatíma og uppruna
þeirra er því margræð.
Síóast liðin 150 ár hafa verið þróaðar
aðferðir innan biblíurannsókna til aó
greina texta ritningarinnar. Þær saman-
standa gróflega af fimm atriðum.H]
(1) Textaryni. Hún felst í því að finna
sem upprunlegastan biblíutexta. Grensl-
ast er fyrir um tilurð handrits og athuguð
oft hin flókna textasaga þess. Texti ritn-
ingarinnar er til í mörgum fornum hand-
ritum og þýðingum (t.d grísku sjötíu-
mannaþýðingunni og Vulgötu, latnesku
þýðingu ritningarinnar) sem nauðsynlegt
er að bera saman. Handritin greinir
stundum á og skipta hér, að því er virð-
ist, smáatriði oft miklu máli. Leitast er
við að nálgast eða finna elstu gerð text-
ans og er hann síðan lagður til grundvall-
ar ritskýringunni.
(2) Heimildarýni. Þegar þessu er lokið er
textinn greindur sem heild. Reynt er aó
afmarka hann sem samstæða blokk
gagnvart því sem á undan er og því sem
á eftir kemur. í íslensku biblíuþýðingunni
rekumst við á slíkar tilraunir þar sem
kaflar eru númeraðir og inn hafa verið
settar millifýrirsagnir. Hérverðurað huga
að mörgu: (a) Hugsun; kaflinn verður að
mynda eina samstæða og rökrétta heild
þar sem ein hugsun eða eitt efni ertil um-
fjöllunar. (b) Bygging og orðanotkun; at-
huguð er uppbygging textans og orða-
forði. Grennslast er fýrir um hvort skotið
hafi verió inn orðum eða setningum í
„upprunarlega" frásögn. (c) Hugtök;
merking orða innan textans er skoðuð og
að því loknu er textinn metinn. Hann get-
ur verið samstæður eóa það hefur verió
bætt inn í hann setningum og orðum,
eða það getur verið um að ræða tvo eóa
fleri ólíka texta sem hefur verið skeytt
saman og þeir þannig látnir mynda eina
25