Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.2001, Page 15

Bjarmi - 01.11.2001, Page 15
Kirkjan varó ekki cil sem hús eóa tilboó um ýmis konar tómstundastarfsemi. Hún varð til sem samfélag lærisveina Krists, sem hann kallar til fylgdar og sendir til þjónustu og boóunar á vett- vangi dagsins. Þannig erum vió öll leik- menn í kirkjunni, heimamenn, heimilis- fólk Guós. Og jafnframt erum við öll prestar, kölluð til að lifa í trú, og leióa aóra til trúar, biðja fyrir, blessa. Kirkjan er „útvalin kynslóð, konunglegt prestafé- lag (iprestsdómur) heilög þjóó, til aó bera fram andlegar fórnir Guöi velþókn- anlegar,“ segir Fyrra Pétursbréf (1. Pét. 2.9) og talar um alla skírða, kristna menn. Náóargáfurnar eru margar og mismunur er á embættum. En öllum er sama fyrir sett: „Þjónió hver öðrum með þeirri náóargáfu sem yóur hefur verið gef- in sem góóir ráðsmenn margvíslegrar náóar Guós,“ segir postulinn einnig (1. Pét. 4.10). Allir sem skíróir eru eiga hlut- deild í hinu andlega embætti. „Engin vígsla er æóri en sú sem ég hlaut í skírn- inni,“ sagði Lúther. Evangelísk-lúthersk kirkja gengur út frá hinum almenna prestsdómi. Allir skíróir kristnir karlar og konur eru kallaóir til að fylgja Kristi og þjóna í nafni hans: „Aó standa fyrir augliti Guós og biója,“ segir Lúther. Erfiói verkamannsins á akrinum er ekki síóur dýrmætt í augum Guðs en annríki prestsins eóa kristniboðans. Mik- ilvægasta boóunin fer fram innan veggja heimilisins þar sem börn læra aó biðja, þekkja Guð, greina gott frá illu og elska hió góöa. Kirkja hinnar nýju aldar verður leikmannakirkja, kirkja hinna virku leik- manna, kvenna og karla sem sjá og virða hlutverk sitt og ábyrgó sem heimamenn Guós. Hið kristilega leikmannastarf er kirkj- unni lífsnauósyn. Þjóókirkjunni er nauó- synlegt að hlynna aó og virkja áhuga, þekkingu og náóargáfur leikmanna kirkj- unnar og efla þá til þjónustu og til aukinn- ar ábyrgðar og myndugleika innan kirkj- unnar annars vegar og hins vegar til að lifa sína kristnu trú í heiminum. í heimi vax- andi yfirborósmennsku, áhorfs og neyslu, í heimi sem dýrkar afl og auð, æskufeguró, hraóa og spennu er mikilvægt aó hin kristnu viómió heyrist og sjáist í daglegu lífi fólks. Líf þar sem Guó er raunveruleiki, Jesús í nánd, oró hans lifandi og virkt, kærleiksboðió ekki mynd á vegg heldur lif- aó líf. A vettvangi dagsins er hinn kristni leikmaóur prestur, sem kallaóur er til aó bera Kristi vitni, biója fyrir öórum og vera sannleikanum trúr í kærleika. Þjóókirkjunni verður nauðsyn aó styrkja sjálfboóastarf í söfnuóum og efla samvinnu við þau félagasamtök og stofn- anir sem sjá sem sérstakt hlutverk sitt aó efla og nýta þekkingu, reynslu og hæfni leikmanna. Kristniboóssamtökin og KFUM og K eru þar á meðal, samtök sem hafa haft óumræðilegt gildi fyrir kirkju og kristni þessa lands. Eg treysti því aó svo veröi enn á öldinni nýju. Eg fullyrði aó eigi kirkjan okkar að end- urnýjast, þá sé eitt allra mikilvægasta verkefni hennar að læra að gefa. Trú og kirkja sem ekki er tilbúin aó gefa af sér - hún visnar, trénast. Kirkja sem hefur ekki rúm fyrir sjálfboóastarf verður ekki lang- líf, því hjartaó kulnar, hugsjónaglóóin deyr. Þaö er mikilvægt að auka líknar- þjónustu safnaðanna og hjálparstarf vió þurfandi hér á landi og heiman. Kærleik- þjónustan er trúin í verki. Og þaó mun veróa ómissandi í starfi hvers safnaðar á 21. öldinni. Við veróum að læra að gefa. Og efla þarf sjálfboóastarf á vettvangi safnaóanna og kristilegu félaganna. Eng- in kirkja, ekkert kirkjulegt starf getur lifaó á launuóum starfskröftum. En markmið kirkjunnar á ekki aó vera „aukió starf‘ heldur líf og þjónusta, líf í Kristi, samfé- lag við Krists, þjónusta við Guð og menn í nafni Krists á vettvangi daglega lífsins. Kristniboó A tuttugustu öld stóó valió milli kristni og efnishyggju hér á Vesturlöndum. Nú stendur valið milli kristni og guóvana heiöni. Afkristnun samfélagsins varð hægfara undir merkjum mannúðar og frelsis. Nú er vegið að grunnstoðum hvors tveggja. Guðleysi elur af sér siðleysi og virðingarleysi við manneskjuna, vió líf- ió. Og þróunin staðfestir orð Chestertons gamla sem sagói: „Sá sem trúir ekki á Guð, trúir ekki engu. Hann trúir öllu.“ Þaó blasir vió hvert sem litió er. Fullorð- insfræðsla í kristinni trú og sið er kirkj- unni mikil nauðsyn, á vettvangi sókna og frjálsu félaganna, mótun kristinnar sjálfs- myndar og samfélags. Til þess aó hin kristna saga, málfar og hugarheimur verói lifandi á ný og nái að efla og næra einstaklinga, menningu og samfélag. Margt bendir til aó á tuttugustu og fyrsta öldinni muni trúarbrögó sækja í sig veórið og lífsskoóanir og trú munu kepp- ast um sálir fólks í meiri mæli en um langt skeió. Þungamiðja kristninnar á 21. öld verður Afríka, þar sem kristni vex hröóum skrefum á meðan hún hopar í Evrópu. Island er trúboósakur, þar sem margir eru að starfi. Kirkjunni veróur aó verða það Ijósc að Island er krístniboðsak- ur. Eg er sannfæróur um þaó að kirkja 21. aldar verður umfram allt kristniboðs- kirkja, ötul og einbeitt og viss um köllun sína aó boða Krist. Fjölhyggjan fer vaxandi á Islandi og þeim fjölgar sem játa önnur trúarbrögó. Þaó veróur óhjákvæmilegur hluti okkar menningar og umhverfis á öldinni nýju. Kirkjur bregóast viö því með ýmsu móti. Þaó er freistandi að draga sig inn í sína skel og rækta litla reitinn sinn í lokuóu samfélagi. Þjóökirkjan getur ekki og á ekki aó fara þá leió. Henni ber að vera súrdeig og salt í þjóðfélaginu sem þjóó- kirkja, kirkja þjóóar í þágu alþjóðar. Hún á að stuðla að menningu þar sem frelsió ríkir, mannúó og mannréttindi og virðing fyrir lífsskoðunum og trú. En þaó þarf ekki aó merkja aó allt verði jafnréttmætt. Með iðkun sinni og atferli, boðun og fræðslu, ber þjóókirkjunni aó halda okk- urvakandi frammi fýrirjesú Kristi hinum krossfesta og upprisna og fagnaöarerindi hans. „Farió og gerió allar þjóðir aó læri- sveinum!“ segir Kristur. Þaó er dagsskip- un þjóðkirkjunnar. Sú skipun er enn jafn- gild á morgni 21. aldar sem fýrr og er ít- rekuð við hverja skírn. Og þaó er köllun til uppskerustarfa. „Lítió upp og horfió á akrana, þeir eru hvítir til uppskeru .... Eg sendi yður aó skera upp þaó sem þér haf- ió ekki unnió við. Aórir hafa erfiðaó en þér eruð gengnir inn í erfiði þeirra,“ segir Kristur, herra uppskerunnar. Gefóu aó móðurmáliö mitt, minnjesús, þess ég beiói, frá allri villu klárt og kvitt, krossins oró þitt út breiói um landió hér, til heiðurs þér, helst mun þaö blessun valda, meóan þín náó lætur vort láð lýói og byggóum halda. Karl Sigurbjörnsson er biskup. 15

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.