Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 16
Sannlega segi ég yóur,
þaó allt, sem þér gjöróuó einum
minna minnstu bræóra,
þaó hafió þér gjört mér
Rætt vió Guórúnu Margréti Pálsdóttur
um ABC hjálparstarf
Viótal: Hanna Þórey Guómundsd.
Stofnun ABC hjálparstarfs má rekja til
hnattferóar Guðrúnar Margrétar
Pálsdóttur. I þeirri feró sá hún aó marg-
ir bjuggu vió bág kjör og að börn sváfu
jafnvel á götum úti og því var ekki auóvelt
að gleyma. Hún gaf fólki Biblíur og
Biblíuhluta en sá þá að mikið var um
ólæsi. Um langa hríó gekk hún meó þá
hugsjón aó auðvelda þessu fólki lífió en
þaó var ekki fýrr en 1988 að til stofnunar
hjálparstarfsins kom. Fyrstu verkefni
ABC hjálparstarfs voru lestrarkennslu-
verkefni í Mexíkó og á Fílabeinsströnd-
inni og síðan tók vió barnahjálp á Fil-
ippseyjum, Indlandi, Kambódíu, Bangla-
desh og Uganda. I dag fá á fjórða þús-
und börn hjálp í gegnum ABC hjálpar-
starf í formi skólagöngu, læknishjálpar,
fæóis og í mörgum tilfellum heimilis.
Hvað erABC hjálparstarf?
— ABC hjálparstarf er íslenskt, sam-
kirkjulegt hjálparstarf sem hefur það aó
markmiði aó gefa fátækum börnum kost
á aó ganga í skóla og heimilislausum
börnum heimili. Við reynum aó veita
varanlega hjálp alls staóar þar sem hjálp
er veitt. Vió byrjuóum á að veita börnum
skólagöngu en sáum að þörfin fyrir
heimili var líka til staóar. í samstarfi vió
Mission of Mercy byggðum vió fyrsta
heimilið okkarfýrir30 munaóarlaus börn
í Kambódíu. í Úganda tókum við þátt í
uppbyggingu neyóarþorps fýrir alnæm-
ismitaðar ekkjur með ung börn og var
stærsta verkefnió þar skóli. Síóar kom
beióni frá tveimur heimilum á Indlandi
og þar eru okkar stærstu verkefni í dag.
Þetta er El Shaddai barnaheimilió og
Heimili litlu Ijósanna. Alls staóar þar
sem vió vinnum er börnunum líka sagt
frájesú, þaó er hluti af markmióinu að
börnin kynnist honum.
Hverniger starfið rekið?
— Stærsti hluti fjármagnsins kemur í
gegnum stuðningsaðila sem taka aó sér
ákveðin börn og þeir fjármunir fara beint
út. Vió höfum frá stofnun starfsins til
loka september 2001 sent út um 289
milljónir, þar af um 50 milljónir á ári síó-
ustu tvö ár. Vió gefum út jólakort og
dagatöl og hefur rekstur starfsins verið
kostaóur af sölu þeirra. Starfið hefur
verió algjörlega rekió í sjálfboóavinnu og
verið í fríu húsnæði þannig aó rekstar-
kostnaóur hefur verió mjög lítill. Vegna
umsvifa starfsins er brýn þörf á aó vera
meó einn fastan starfsmann á launum.
Nokkrir kristnir aðilar og kirkjur hafa
blessað starfió meó því að leggja saman
í launasjóó fyrir starfsmann og erum vió
afar þakklát fyrir.
Söfnunin „Börn hjálpa börnum“ hefur
verió helsta tekjulind okkar til bygginga-
framkvæmda. Sú söfnun skilaði um 5,6
milljónum á þessu ári, en það fé var not-
aó til uppbyggingar á Heimili litlu
Ijósanna. Söfnunin var unnin í sam-
starfi vió tæplega níutíu skóla og er orð-
in árlegur atburóur. Svo höfum við verió
meó ABC dag á Lindinni einu sinni á ári,
basar og kaffisölur og kynningarkvöld á
Omega. Allt þetta hefur hjálpaó okkur
vió uppbygginguna.
Hvað eruð pið með margt starfsfólk á ykkar
vegum?
— Þaó eru u.þ.b. 40 sem koma að sjálf-
boðaliðastarfinu hér á Islandi á einhvern
hátt. Suma dagana eru kannski átta að
vinna í einu en aðra daga kannski bara
einn. Þaó munar um alla sem koma aó
þessu. Samstarfsaðilar okkar erlendis
sjá um vinnuaflið þar, t.d. fá kennararnir
í skólunum laun en þaó eru mjög lágar
fjárhæöir á okkar mælikvaróa.
Hverju breytir það fyrir börnin að fá pessa
hjálp?
— Þetta breytir öllu. Það skiptir máli aó
vera læs og vera með starfsmenntun.
Þaö er tvennt ólíkt að alast upp á heimili
eóa á götunni. Við reynum að búa
börnin sem best undir lífið og er til dæm-
is verió aó koma á fót menntaskóla og
ökuskóla á Heimili litlu Ijósanna og þeg-
ar hefur verió settur á fót saumaskóli,
tölvunám og tónlistarskóli.
16