Bjarmi - 01.11.2001, Blaðsíða 29
Heiórún, Ólöf Inger, Agla Marta og
Helga Vilborg. Myndin er tekin á
útgáfutónleikunum í Breióholtskirkju
um diska með tónlist frá Eþíópíu og
Kenýu. Hann sýndi okkur síðan hug-
myndir að töktum.
— Hann var ótrúlega flinkur við að ná
góóum stemmningum og eins mismunin-
um á lögunum frá Kenýu og Eþíópíu.
Þetta eru nefnilega svo ólík lög.
— Hann notaði ótrúlega mikið af hljóð-
færum og sum þeirra voru samsett
þannig að hann þurfti að búa til ný nöfn
á þau. Honum tókst að láta útsetning-
arnar vera mjög fjölbreyttar þannig að
hvert lag hefur sín sérkenni.
Hvað tók langan tíma aö gera geisladiskinn?
— Þetta tók ótrúlega stuttan tíma fyrir
okkur. Ætli það hafi ekki verið u.þ.b.
þrjár vikur. En mikió afvinnunni lenti á
öðrum en okkur þannig að heildartíminn
er miklu lengri en nokkrar vikur. Það var
svo ótrúlegt að við komum eiginlega ein-
göngu til að syngja þannig að vinnan var
ekki svo mikil hjá okkur. Okkar vinna var
í raun að mestu búinn þegar kom að því
að gera geisladiskinn.
— Það var áberandi þegar við vorum að
taka upp að ef við báðum ekki áður var
eins og við gengum á vegg. Það vantaði
eitthvað og síðan báðum við saman og
þá kom það. Við höfum líka haft það fýr-
ir venju að biðja alltaf áóur en við syngj-
um einhvers staðar.
— Þetta er allt gert fýrir Guð og þaó er
hann sem hefur gefið okkur þetta allt.
Þetta kom einhvern veginn allt upp í
hendurnar á okkur. Þess vegna heitir
diskurinn „Asante" en það þýðir þakkir.
Diskarinn skiptist i afríkulög annars vegar og
íslensk sálmalög hins vegar. Afhverju kjósið þið
að blanda þessu tvennu saman?
— Þegar vió syngjum afríkulögin þá erum
við að syngja á máli sem fólk skilur ekki.
Þess vegna er gott að hafa sálmana með
því að það er svo mikill boðskapur og
prédikun í þeim.
Þið hélduð síðan útgáfutónleika í Breiðholts-
kirkju. Hvernig voru þeir?
— Þeir voru mjög skemmtilegir. Við flutt-
um allt á staðnum, það var ekki leikið
efni af upptöku, það voru því mjög marg-
ir sem spiluðu meó okkur, margir slag-
verksleikarar, strengjakvartett og margir
fleiri. Það var full kirkja og góð stemmn-
ing.
Hvernig hafa viðtökur verið? Hefur diskurinn
selst ágcetlega?
— Við erum búnar að selja fýrir kostnaði
svo nú fer hann að skila tekjum fýrir
kristniboðið. Þannigað markmiðið er aó
nást. Við eigum eftir að syngja mikió á
næstunni og vonandi veróur það til aó
hann seljist meira. Diskurinn er reyndar
mjög víða í sölu svo að erfitt er að segja
nákvæmlega til um stöðuna. Hann hefur
samt verið aó seljast jafnt og þétt.
— Við höfum fengið fýrirspurnir víða að,
það hringdi t.d. maður í okkur frá Sel-
fossi og baó um diska. En diskurinn erfá-
anlegur í Reykjavík og á Akureyri.
— Við fengum smá umfjöllun um tónleik-
ana í Morgunblaðinu. Síðan komum vió
fram í „Kastljósi“ og „íslandi í bítió“.
Auk þess fórum við í tvö viðtöl á Rás 2.
— Við höfum líka myndað tengsl víða
með tónlistinni. Vió höfum oft fengið hlý
viðbrögð frá afrísku fólki sem er búsett
hér á landi. Þannig að tónlistin hefur
tengt okkur við það. Síóan er líka verið
að spila diskinn okkar úti í Afríku, t.d. í
Addis Abeba. Þá keypti útvarpskona frá
Bandaríkjunum diskinn og einnig hefur
eitthvað farið af honum til Noregs.
Þannig að hann hefur farið mjög víða.
Hvað œtlið þið að gera núna? Á að fara beint í
að gera aðra plötu?
— Ekki alveg strax! En við erum þó byrj-
aðar að æfa ný lög. Frá og með septem-
ber erum við aftur mikió bókaðar og við
erum nú þegar búnar að fá beiðni fýrir
föstudaginn langa á næsta ári! Það verð-
ur líka nóg að gera við aó kynna plötuna
áfram.
29